Vikan


Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 58

Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 58
FERÐALOG ^ in. Bærinn stækkar óðum og ^ ný hverfi með einbýlis- og wj fjölbýlishúsum hafa risið í to bæjarjaðrinum sunnanverð- ijj um, enda náði íbúatalan fjór- ^ um þúsundum nú nýverið. Á cc röltinu má sjá fjölskrúðugt mannlíf og ýmislegt skemmti- legt, svo sem stærsta glugga landsins sem er á Fjölbrautarskóla Suðurlands og hallar á móti sól en skól- inn er einmitt á Selfossi. En höldum okkur aðeíns lengur við Austurveginn. Þar fyrir- finnst nefnilega ýmislegt »>i»' Gestir í Gestshúsum gæóa sér á sunnlensk- um mat. fleira en Vöruhús K.Á. og áðurnefndur ís- og pylsusöl- ustaður með meiru. Þegar komið er yfir brúna er Hótel Selfoss á hægri hönd, ný, reisuleg bygging sem tekin var í notkun fyrir níu árum síðan. Þar er gistirými fyrir fjörutfu manns, barir, veit- ingasalir þar sem njóta má góðra málsverða, kvölds sem morgna, og þar eru dansleikir haldnir um helgar. Á hótelinu er einnig aðstaða til funda- og ráðstefnuhalda sem farið er að nýta í aukn- um mæli. Þegar fram hjá Vöruhússbyggingunni er komið má sjá gamalt, fallegt, gulmálað timburhús með sólpalli fyrir framan. Þarna er rekin veitingasalan Kaffi Krús sem kemur skemmti- lega á óvart með girnilegum veitingum, svo sem heima- bökuðum tertum og ostakök- um, ásamt alls kyns kaffi- drykkjum, sumum áfengum, ásamt hanastélum með hin- um óvenjulegustu nöfnum, svo sem „Hífaði Hreppa- maðurinn, Ringlaði Hver- gerðingurinn og Flúðasvepp- urinn“. Húsakynnin eru líka hlýleg, enda er þetta vinsæll staður meðal heimafólks til að hittast á og rabba um lífs- ins gagn og nauðsynjar. Þegar maginn er mettur er gaman að ganga eftir göt- unni og líta inn í verslanir 58 VIKAN 6. TBL. 1994 sem þar eru þónokkrar ásamt ýmsum fyrirtækjum öðrum. Þar má t.d. finna hannyrðaverslun sem býður m.a. upp á ótrúlegt úrval gluggatjaldaefna og bastv- ara og margir sumarbú- staðaeigendur í nágrenninu ku nýta sér verslunina óspart til að leita sér fanga til að prýða sumarhúsið. Skemmtistaðurinn Gjáin er líka við Austurveginn og þegar kvölda tekur má heyra þaðan dynjandi tónlist, enda streyma þangað ungir, sem og einstaka aldnir, til að fá sér snúning eða dreypa á guðaveigum í góðum félags- skap. Sundlaugina á Sel- fossi er gott að heimsækja. Þar er bæði inni- og útilaug með rennibraut fyrir börnin, ásamt heitum pottum til að hvíla lúin bein eftir göngu- ferðina um bæinn. Þar skvampa skríkjandí krakkar á meðan foreldrarnir synda samviskusamlega fram og til baka eða liggja á sundlaug- arbarminum og láta sólina verma sig. Fleiri gististaðir eru á Selfossi en hótelið. Hótel Þóristún er á vegum Hótels Selfoss og býður upp á einfalda, ódýra gistingu. Gestshús heitir svo þyrping lítilla húsa sem minna helst á notalega sumarbústaði. Þau standa nokkuð frá mið- bænum, við litla tjörn þar sem nokkrar endur svamla í blíðunni. Húsin eru ellefu að tölu og rýma sex manns hvert. Þarna er boðin gisting og morgunmatur, svo og aðrar máltíðir fyrir stærri hópa, sem ef til vill saman- stendur mest af matvöru sem unnin er á Selfossi, enda er Mjólkurbú Flóa- manna og kjötvinnslan Höfn innan bæjarmarkanna. í sumar eru fyrirhugaðir Mark- aðsdagar á Selfossi. Þeir verða haldnir einu sinni f mánuði á laugardögum og bjóða þá fjölmargir aðilar vörur sínar á tilboðsverðum. Sá síðasti verður laugardag- inn 3. september í tengslum við „Brúarhlaupið," en það er árlegt hlaup sem fyrst var staðið að 1991 í tilefni af eitt hundrað ára afmæli brúar yf- ir Ölfusá. Að fenginni reynslu af helgardvöl á Sel- fossi er óhætt að mæla með því að menn líti sér nær áður en haldið er af stað í helgar- ferð í góða veðrinu í sumar. Góða ferð! □ GÓRILLA FRH. AF BLS. 6 kaupa fólk til að hlusta á okkur með því að gefa því pizzur eða brauðristar," segir Jakob og Davíð kinkar ákaft kolli, svo ákaft að derið húf- unnar, sem hann ber á höfði sér, skellur á nefbroddinum. Hann hagræðir húfunni. Það kemur raunar í Ijós, eftir því sem líður á viðtalið, að húfu- takturinn er einhvers konar kækur. Davíð er alltaf að taka af sér húfuna, vagga henni og strjúka yfir hvirfilinn til að koma henni vel fyrir aft- ur á sínum stað. Til þess síðan að taka hana þaðan aftur. „Við trúum því að fólk hlusti á útvarp án þess að það þurfi alltaf að fá eitthvað veraldlegt fyrir það, nema hvað verðlaun í spurningar- keppninni Ara eru gasgrill. Annað erum við ekki að gefa,“ segir Jakob og Davíð bætir við: „Sko, einu viðmiðin, sem við tökum mark á, erum við sjálfir. Við veltum fyrir okkur hvernig útvarpsþætti við hefðum sjálfir áhuga fyrir og myndum nenna að hlusta á og búum hann til.“ FUGLAR OG UÓÐ Þeir yppta öxlum þegar spurt er hvaðan skáld og fuglar koma inn í þáttagerð- ina því þetta tvennt virðist í miklu uppáhaldi hjá þeim fé- lögum. í þættinum eru t.a.m. nefnd fugl og Ijóð dagsins. Það kemur á daginn að Jak- ob er bókmenntafræðingur og Davíð segist svo sem al- veg geta viðurkennt að hon- um þyki gaman að gá til fugla. „Sérstaklega á vorin," segir hann sposkur, þessi frægasti guðfræðinemi landsins, að öðrum ólöstuð- um. Hvað með námið? „Ég hef verið á hálfum hraða í náminu vegna mikillar vinnu en ætla að hysja upp um mig buxurnar í þeim efnum og reyna að ná um það bil 75% af því sem kallað er „eðlileg námsframvinda“,“ svarar Davíð en meðal þess, sem tekið hefur upp fyrir honum mikinn tíma, er þýð- ing söngleiksins Hárið. Næsta spurning er óumflýj- anleg i framhaldi af umræðu um guðfræðinámið. Hefurðu hug á því að verða prestur? „Það þarf ég að gera ræki- lega upp við mig þegar þar að kemur. Fyrst ætla ég að verða guðfræðingur og ákveða framhaldið eftir það. En ég vil heldur sleþpa því að verða prestur en verða vondur prestur. Taki ég ákvörðun að ganga í þetta hjónaband við kirkjuna, sem prestvígslan er í mínum huga, þá geri ég það af fullri alvöru. Ég heyri það á þeim, sem ég ræði við um trúmál, að margir myndu taka fagn- andi presti sem talar sama mál og almenningur gerir sín í milli á götunni," segir Davíð og ég bið um sýnishorn. Hann hikar, hugsar sig pínu- lítið um og segir sfðan: „Sannlega segi ég yður myndi til dæmis hljóma svona: Ég get svoleiðis svar- ið það! Eða: Sko!“ GYS AÐ SJÁLFUM SÉR Bókmenntafræðingurinn Jakob Bjarnar situr þögull með spenntar greipar og hlustar með andakt á þann boðskap sem Davíð Þór bunar út úr sér. Böndin ber- ast að honum þegar spurt er að undirbúningsvinnu fyrir þættina. Stundum tala þeir félagar nefnilega eins og f hálfkæringi í beinni útsend- ingu um skrifuð handrit og þaulnjörvað skipulag að þáttunum. „Við erum dálítið að gera grín að þessu því við mæt- um með 10-15 vélritaðar síð- ur f hvern þátt. Slíkt fyrir- komulag er, að því er okkur skilst, mjög fátftt í nútíma út- varpsmennsku. Þannig ger- um við ekki síst gys að sjálf- um okkur með því að tala um að okkur sé svo þröngur stakkur sniðinn að við getum ekki einu sinni sþilað óska- lög,“ segir hann og að síð- ustu er spurt að þvf hvaða tónlistarstefna sé ríkjandi í Górillu? Davíð verður fyrir svörum. „Við reynum að spila sígilda, vandaða dægurtónlist, gjarnan f eldri kantinum, kannski 10-15 ára. En við reynum líka að fylgjast með því nýjasta sem verið er að gefa út og spilum það sem okkur finnst falla að annarri tónlist sem leikin er í þættin- um.“ □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.