Vikan


Vikan - 01.08.1994, Síða 61

Vikan - 01.08.1994, Síða 61
sólarhringsins. Nokkrir ein- kennisklæddir Tyrkir voru þar við störf sín og svo var þar slæptur hóþurinn sem var að koma með leiguflugi frá Danmörku á vegum ferðaskrifstofunnar Fritids- rejser. Vegabréfaskoðunin var tekin nokkuð alvarlega og íslensku vegabréfin tvö grandskoðuð, gengið var vandlega úr skugga um að hér væru gildir pappírar á ferðinni. Á meðan beðið var eftir töskunum á færibandinu not- aði ég tækifærið og leitaði uppi banka í flugstöðinni. Stofnunin sú var af einfaldari gerðinni og lítið annað að sjá en einn stól og borðplötu festa í vegg. Starfsmaðurinn notaði vasatölvu við útreikn- ingana og ég var sátt við minn hlut; rúmlega hálfa milljón líra fyrir fimmtíu doll- ara. Systir mín beið mín við rútuna og benti mér á að borga ungum Tyrkja sem hafði verið svo elskulegur að krefjast þess að bera tösk- urnar okkar. Þóknunin fyrir slíkt viðvik var 20.000 Ifrur eða einungis rúmlega 100 krónur. Nú tók við um tveggja klukkustunda ferð í rútu. Garðurinn við Hótel Tuvana í Antalya. í borginni eru margir vandaðir gististaðir sem jafnast á við þáð besta í öðrum sólarlöndum. en þó fyrst og fremst þreyttar eftir ferðalagið. Hótelið okk- ar, Rosella, kom okkur skemmtilega á óvart. Það var bæði snyrtilegra og þægilegra en mörg þau hót- el sem við höfðum gist í Evr- ópu. Við áttum líka eftir að komast að því að það var á besta stað í bænum. Strönd- in var í nokkurra metra fjar- lægð og stutt í aðalgötuna. Og gamli bærinn og höfnin voru í aðeins 20 mínútna göngufæri. SKVETT Á SKANKANA Eftir nokkurra tíma svefn vöknuðum við á hádegi, til- búnar að takast á við ævin- týrin. Okkur fannst við hæfi, eins og mörgum sólþyrstum íslendingum, að fara beint á ströndina. Við komumst fljót- lega að því að við vorum ekki eins viðbúnar loftslag- inu og við héldum. Sólin var hátt á lofti og hitinn mikill, um 40 celsiusgráður í skugga. Við drifum okkur samt á ströndina. Eftir að hafa fundið sólbekki vorum við snöggar að henda okkur í sjóinn, dásamlegan, hrein- an og hlýjan en þó svalandi miðað við lofthitann. Það kom líka á daginn að við gát- um ekki án þess verið að stökkva reglulega í sjóinn, nú, eða láta okkur fljóta á vindsængum og skvetta öðru hvoru á brennandi skankana. HVÍTAR EINS OG KOTASÆLA Fyrstu dagana vöktum við töluverða athygli á strönd- inni. Sumir sögðust aldrei hafa séð svona hvítt fólk. Við vorum ekki hissa á því vegna þess að liturinn á okk- ur minnti einna helst á kota- sælu í samaburði við aðra strandgesti. Við vöndumst smám sam- an hitanum svo viðunandi var og fórum að njóta lífsins. Strendurnar eru tvær, sú I vestari, Kleópötruströnd, og sú austari sem gjarnan er nefnd eftir því hóteli sem næst er hverjum stað á henni. Sem dæmi má nefna Rosella strönd. Nokkrum sinnum fórum við á Kleó- pötruströndina og þurftum þá að nota „dolmus" eða strætó þeirra Tyrkja. Þar er fargjaldið ekki nema 12 krón- ur. Kleópötruströndin er mjög falieg og skemmtileg. Þar er til dæmis mikið fjör að reyna að komast út á sjó með vind- sæng en það er oft illmögu- legt vegna þess að brimið þeytir fólki jafnharðan upp á ströndina aftur. Að sama skapi er gaman að fylgjast með öðrum reyna þetta. Varasamt er þó fyrir illa synda að standa í þessum leik. Austari ströndin er að þessu leyti mun rólegri og varla hægt að segja að þar sé nokkuuð brim. Á báðum ströndunum var ýmislegt í boði fyrir þá sem vildu prófa w. S^bRhsU',' (: ■ ; í f. ■ .*/ w \ * '4^5- fl ' i-j fM If] Y-rwW v*'' ’■ 'l ' " • vH fli ' \ »*-•% 1 \ \ ' :&‘fe|ý£lfl Ferðinni var heitið til Alanya þar sem fyrstu tveimur vik- unum skyldi varið. Alanya er vaxandi og vinsæll ferða- mannabær, um 140 km frá Antalya. Leiðin lá meðfram ströndinni, með Miðjarðar- hafið á aðra hönd en Tárus- fjöllin á hina. Það var tekið að birta af degi þegar við ók- um inn í bæinn. Alanya var augljóslega ólíkur spænsk- um og ítölskum ferðamanna- bæjum sem við þekktum til og við vorum bæði spenntar og kvíðnar þennan morgun Úlfalda má víða sjá á ferð um Tyrkland likt og hross í ís- lenskum sveitum. Neðri mynd- in sýnir báta- skýli frá tím- um Róm- verja. '94 VIKAN 61 FERÐALOG

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.