Vikan - 01.08.1994, Síða 62
FERÐALOG
eitthvað nýtt. Möguleiki var á
bátaferðum ýmiss konar,
sæsleðaleigu, hjólabátum og
mikið fjör virtist hjá þeim
sem fóru á bananann en það
er uppblásið fyrirbæri í lag-
inu eins og banani. Á honum
geta 8-10 manns setið í einu.
Bananinn var síðan dreginn
af hraðbáti eftir haffletinum
við skræki og hlátrasköll far-
þeganna.
Bátarnir
komnir aó
klettinum
væna þar
sem „Elsk-
endahelli"
er aö finna.
Á innfelldu
myndinni
sjást nokkr-
ar hetjur
búa sig
unndir aó
fara í gegn-
um klettinn.
BALL MILLI BORÐA
Við systur ákváðum að
taka á honum stóra okkar og
prófa það sem virtist glæfra-
legast; „parasailing". Orðið
er búið til úr „parachute" og
„sailing". Ég lét sem sagt
festa á mig eins konar fallhlíf
sem síðan var fest við hrað-
bát með langri taug. Þegar
báturinn tók af stað þurfti ég
að hlaupa smá spotta að
sjávarmálinu en fyrr en varði
hófst ég á loft og sveif svo
hátt yfir sjónum og strönd-
inni í að mér fannst heila ei-
lífð. Það hafa þó varla verið
méira en 15-20 mínútur.
Lendingin tókst síðan ótrú-
lega vel og ég lenti stand-
andi á ströndinni án þess að
missa nokkurn tímann jafn-
vægið. Og litla systir tók
flugið eftir að hafa ákveðið
að hún þyrði líka að prófa.
Eftir þessa lífsreynslu, sem
við gleymum sjálfsagt aldrei,
vorum við að rifna úr monti
og hefðum gjarnan viljað fá
tækifæri til að fara aðra ferð.
En koma tímar koma ráð. . .
Við komumst aldrei upp á
lag með að vera mikið á
ferðinni á meðan sólin skein
enda kom það ekki að sök.
Allar verslanir og veitinga-
staðir voru opnir til miðnættis
og sumir mun lengur. Það er
mikið iíf og fjör í Alanya eftir
að sólin sest og alltaf
skemmtilegt að prófa eitt-
hvað nýtt. Má þar nefna
ýmsar útgáfur af kebab en
það nafn nær yfir óteljandi
mismunandi kjötrétti. Einnig
voru kjötbollur ýmiss konar
(köfte) áberandi á matseðl-
unum og þær, sem við próf-
uðum, voru frábærar.
Síðan sluppum við sjaldn-
ast við að prófa ýmiss konar
tyrkneska líkjöra í boði húss-
ins. Tyrkir eru mjög gest-
risnir en þó hvergi eins og á
veitingahúsunum. Sumir
tyrkneskir veitingastaðir gera
meira en veita fólki góða
þjónustu í mat og drykk.
Sums staðar eru skemmtiat-
riði með tónlist og maga-
dans og það kom einnig fyrir
að gestir og starfsfólk höfðu
slegið upp balli milli borða.
RÓMVERSKT
DISKÓTEK
Einna mest er um að vera
næturlífinu í gamla mið-
Sundlaugin í Motel Pamukkale er frá tímum Rómverja. í
botninum má greina rómverskt súlubrot.
LÍKAST TÖFRAVERÖLD
Alanya er forvitnileg fyrir
margt annað en fjörlegt
götu- og næturlíf. Þar eru
margar merkar minjar frá
fyrri öldum. Mest áberandi er
Seljuk virkið en það stendur
á höfða sem skilur að vestari
og austari hluta bæjarins um
leið og hann stendur milli
strandanna tveggja. Virkið
var endurbyggt á 13. öld af
Alladin Keykubat soldáni en
upphaflega virkið hafði verið
bænum. Við höfnina eru
mörg diskótek og veitingá-
staðir eru opnir fram á næt-
ur. Þar er götulífið mjög litríkt
og gaman er að skoða það
sem götusalarnir hafa upp á
að bjóða, s.s. skartgripi úr
silfri sem eru ódýrir á okkar
mælikvarða, og aðrir skart-
gripir fást nánast ókeypis!
Götusalarnir bjóða einnig
ýmsa leðurvöru og fleira.
Þarna eru líka listamenn
sem teikna myndir af fólki
fyrir þóknun og oft er gaman
að fylgjast með slíkri mynd
verða til.
Við kunnum einkum vel að
meta þrjú diskótek í Alanya
sem voru hvert með sínu
sniði. Tvö eru við höfnina.
Annað þeirra er Club 13, vel
loftkælt og þar inni er dúndr-
andi tónlist. Þar við hliðina er
Safan, úti undir beru lofti og
stemmningin er sérstök.
Spölkorn er í hið þriðja og
þegar við komum fyrst þang-
að héldum við að við værum
að fara á sveitaball því að
diskótekinu liggur hálfgerður
troðningur frá aðalveginum.
En þegar inn var komið
blasti við hálfgert ævintýra-
land. Svæðið er mjög stórt,
úti undir beru lofti en þó er
einhvers konar bygging í
kringum það ( rómverskum
stíl með bogasúlum o.s.frv.
Þar er eitt stórt dansgólf,
sæti eins og í rómversku
hringleikahúsi og stór svæði
með borðum og stólum,
nokkrir barir og einar svalir.
Þarna er einnig stór sund-
laug sem var óspart notuð
þegar Ifða tók á kvöldið.
Sumir syntu í fötunum, aðrir
höfðu tekið sundfötin með
sér en þeir óheppnu fengu
óumbeðna flugerð í laugina.
Eftir tvær vikur í Alanya
höfðum við komist að þeirri
niðurstöðu að næturlífið í
bænum væri engu öðru líkt.