Vikan - 01.08.1994, Side 63
eyðilagt í árás Pompeyinga
árið 67 fyrir Krist. Saga virk-
isins er á köflum hrottaleg en
þarna var föngum haldið án
matar og drykkjar í þrjá sól-
arhringa áður en þeim var
gert að kasta þremur stein-
um frá virkisveggnum alla
leið út í sjó. Þeir, sem gátu
þetta, voru náðaðir en hinum
var varpað fram af virkis-
veggnum og þeir þannig
teknir af lífi. Virkið státar síð-
an af átthyrndum turni úr
rauðum múrsteinum sem er
nú eins konar tákn fyrir Alan-
ya. Virkið er lýst upp á kvöld-
in með Ijóskösturum og séð
frá bænum er höfðinn líkast-
ur töfraveröld.
Á meðan við dvöldum í Al-
anya fórum við aðeins í eina
skoðunarferð, ógleymanlega
sjóferð á gömlum fiskibáti.
Kapteinninn var um sextugt
en var langhressastur i ferð-
inni og staupaði sig ótæpi-
lega. Eftir að hafa séð nokkr-
ar brottfarir og endurkomur
heilu og höldnu töldum við
að óhætt væri að skella sér
með. Meðal annars var siglt
að „Elskendahelli" sem dreg-
ur nafn sitt af komu Kleóp-
ötru og elskhuga hennar til
Alanya fyrir um 2000 árum.
Sumir fóru í gegnum klettinn
þótt það þyrðu ekki allir
(undirrituð þurfti að sjálf-
sögðu að vera í bátnum að
taka myndir af systurinni og
nokkrum fleiri hetjumi).
ANTALYA HIN FAGRA
Þegar vikurnar tvær í Al-
anya voru liðnar kvöddum
við bæinn með söknuði og
héldum til Antalya. Þar býr
um hálf milljón manna.
Antalya er talin ein af fegurri
borgum Tyrklands en hún
státar af mörgum fallegum
byggingum frá tímum Selj-
uka og Rómverja. Gamli
borgarhlutinn og höfnin eru
sérstaklega fallegir staðir. í
gamla hlutanum fundum við
veitingastað sem er engum
öðrum líkur. Við gengum
upp hriktandi tréstiga og
komum á eins konar pall
sem tjaldað var yfir. Þar sat
fólk á púðum á gólfinu, með
kertaljós á tréhnöllum fyrir
framan sig og naut ýmissa
tyrkneskra sérrétta eða
drykkja.
Ofar í borginni er að finna
nýtískulegri heim, til dæmis
Levi’s, Benetton, Sisley og
aðrar þekktar verslanakeðj-
ur. Verð á fötum, skartgrip-
lóninu. í kringum Pamukka-
le hafa risið ferðaþjónust-
umiðstöðvar og þar ber
mest á Motel Pamukkale.
Innan veggja hennar, undir
beru lofti, er að finna laug
sem upprunalega er frá tím-
um Rómverja og í botni
hennar eru jafngamlar
steinsúlur og steinbrot.
Vatnið í lauginni er nátturu-
legt sódavatn og þar baðar
fólk sig og drekkur einnig
vatnið, sem ku vera heilsu-
samlegt.
Margar fleiri rómverskar
minjar er að finna á þessum
slóðum og má m.a. nefna
Hierapolis, Porg sem var
þekkt sérstaklega á 2. og 3.
öld eftir Krist sem miðstöð
lækninga og verslunar.
Hierapolis er talin með
merkari fornminjum í Litlu
Asíu.
Ferðalag okkar systranna
til Tyrklands síðastliðið sum-
ar var að okkar mati eitt
samfellt ævintýri. Landið og
þjóðin hafa upp á svo margt
að bjóða og hefur í þessu
greinarkorni einungis verið
tæpt á litlu broti þess. Tyrkir
sjálfir eru einmitt að vakna til
vitundar um möguleika á
sviðum ferðaþjónustu enda
vex hún mjög ört og má
hvarvetna sjá uppbyggingu
hennar í bæjum við strönd-
ina. Ferðamenn í Tyrklandi
ættu þó ekki að láta hjá líða
að ferðast inn í landið og
skoða sig um ef þeir eiga
þess nokkurn kost. Landið
er töfrandi fallegt og þjóðin,
sem það byggir, er gestrisin
og vingjarnleg. □
um, leðurvörum og handofn-
um mottum, svo eitthvað sé
nefnt, er mjög hagstætt í
Tyrklandi og ekki virðist
skorta úrvalið þótt skótauið
kunni að henta illa íslensk-
um aðstæðum.
Ferðamenn eru ekki fjöl-
mennir í Antalya þótt þar sé
Konyaalti ströndin, sú hrein-
asta sem við höfum séð, og
sjórinn er ótrúlega tær. Við
höfum raunar heyrt því fleygt
að þangað komi Tyrkir sjálfir
mjög margir um helgar.
DREKKANDI
BAÐVATNID
Frá Antalya fórum við til
Pamukkale sem er óviðjafn-
anlegt náttúrufyrirbæri. Þar
hefur kalkríkt vatn, sem
kemur úr heitum uppsprett-
um víðs vegar í hlíðinni,
runnið niður og myndað
kalkútfellingar sem í ald-
anna rás hafa orðið að
nokkurs konar kalksyllum,
mjallhvítum. Liturinn á upp-
sprettuvatninu minnir einna
helst á hvítblámann í Bláa
Markaöur í Alanya.
Nei, hér eru-
um viö ekki
komin á jök-
ul. Þetta eru
mjallahvítar
kalksyllur
þær sem
sagt er frá í
greininni.
6. TBL. 1994 VIKAN 63