Vikan


Vikan - 01.08.1994, Page 64

Vikan - 01.08.1994, Page 64
TEXTI OG MYNDIR: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON Trier í Þýskalandi er fjöl- mörgum íslendingum aö góðu kunn og þeim fer stöðugt fjölgandi sem leggja leiö sína þangað. Reykjavík og Trier eru að flestu leyti ólíkar borgir en tvennt má telja sem er líkt með þeim; íbúafjöldinn er svipaður og hótelherbergin álíka mörg. En samanburð- urinn á fjölda ferðamanna, sem um borgirnar fara, er okkur afar óhagstæður. Á meðan hingað koma á ann- að hundrað þúsund ferða- manna á ári koma tvær til þrjár milljónir manna til Trier. Ástæðurnar fyrir þessum mikla ferðamannafjölda er skiljanlegur. Jrier er í fyrsta lagi afar fall^g og vinaleg borg, raunar sú elsta í Þýskalandi. Til hennar var stofnað af Rómverjum árið 16 fyrir Krist og í miðborginni er víða að sjá virkisveggi og aðrar minjar frá tímum Róm- verja. Virkishliðið stendur virðulegt mjög við enda að- alverslunargötu borgarinnar. í öðru lagi er full ástæða til að gera sér ferð til Trier vegna hagstæðs vörurverðs verslana þar. Það gerist ekki lægra annars staðar í Þýskalandi. Vöruverðið laðar líka að erlenda ferðamenn og héðan frá íslandi fara margir gagngert til innkaupa í Trier. Ekki síst til að kaupa Nýkjörin víndrottning Konz í Saar, dóttir vínbóndans Karls Muller, tók á móti hjólreiöamönnunum meö sýnishorn af framleiðslu fööur síns og eitthvað í svanginn líka. MÓSEli DALURl SVÍKUR ENGAN raftæki ýmiss konar. Er þá oftast flogið til Lúxemborgar en þaðan er ekki nema um klukkutíma akstur til Trier. Bíðið við! Látið ekki hjá líða að gefa Lúxemborg gaum líka. Það er vissulega þess virði. í Lúxemborg er hægt að fá bílaleigubíl strax á flugvellin- um eða bíða með það þar til komið er til Trier með Flug- leiðaskutlunni og tekið hefur verið upp úr töskunum á hót- elinu þar og slakað örlítið á eftir flugið. Það þarf víst áreiðaniega ekki að gefa íslendingum leiðbeiningar varðandi inn- kaupin en Vikan vi| hins vegar verja fáeinum Ifnum í að vekja athygli á ýmsu öðru sem Trier og nágrenni hefur upp á að bjóða. Aftur skal vikið að forn- 64 VIKAN 6. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.