Vikan


Vikan - 01.11.1994, Side 15

Vikan - 01.11.1994, Side 15
Pavarotti hafði verið í „The Tonight Show“ og Domingo vissi sem var að það væri mikilvægara að koma fram í sjónvarpi. Líklega hefur þessi „tenóra- dýrkun" og einhæf markaðs- setning þeirra stóraukið hlust- endahóp klassískrar tónlistar en ein afleiðingin gæti samt orðið sú að tími sópransöng- varanna (kvenrödd) komi aftur. Þegar Pavarotti og Dom- ingo voru að byrja var fjöldi hæfileikaríkra tenóra fyrir en það var samt tími sópran- söngvaranna, tími Dívanna. Þá voru vinsælastar Callas, Tebaldi, Price, Sutherland, Nilsson og Caballé. Þetta hef- ur breyst mjög síðan en sumir sjá merki um afturhvarf til fyrri tíma. Alison Ames, varaforseti listadeildar Deutsche Gramo- phon útgáfunnar segir, að nú sé að koma tími mezzo- sopran og barítónsöngvara - sem syngja við mun eðli- legri söngstyrk. Hann nefnir dæmi máli sínu til stuðnings: - Cecilia Bartoli, mezzosopr- an, hefur hlotið geysivin- sældir og seljast plötur hennar grimmt þessa dag- ana, - Dmitri Hvorostovsky og Thomas Hampson, barí- tónsöngvarar, virðast einnig vera að hefja glæstan feril. Þó eru menn ekki alveg úrkula vonar að finna nýja tenóra sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Alison Ames (Deutsche Gramaphon) telur Jerry Hadley, Richard Lecch og Frank Lopardo mjög fram- bærilega. Ray Minshull (Decca útgáfufyrirtækið) bætir Roberto Alagna við listann. Ardis Krainik (Lyric Opera, Chicago) telur kanadamanninn Ben Heppn- er verða næsta hetjutenór- inn og hjá Metropolitan telja menn Michael Sylvester lík- legastan stórtenór í hlutverk lýriskra tenóra innan ítölsku óperunnar. Menn virðast þó vera sammála um eitt, þegar spurt er hvort annar Pavar- otti eða Domingo sé í sjón- máli - að það sé enginn sjá- anlegur sem hægt sé að benda á og segja: „Jú, það er hann.“ □ (Lauslega endursagt úr erlendum tímaritum um klassíska tónlist.) Stórtónleikar, aódáendaskarar og plötusala í metupplagi á borö vió þaö sem jafnast á vió þaó sem best gerist hjá vinsælustu poppurum heims. Hver getur beöiö um meira? Jú, hljómplötuútgefendur leita meó logandi Ijósi aö topptenórum til aö leika þetta allt eftir . .. ítlarnir spiluðu þar og Simon og Garfunkel og meira að segja Páfinn hélt þar messu 1987 en undirbúningurinn fyrir hljómleikana „Encore“ með þremur tenórum, sem hald- inn var á Dodgers leikvang- inum síðastliðið sumar, sló öll fyrri met hvað varðar und- irbúning og glæsileika. Á bak við sviðið var komið fyrir 150 metra langri mynd af frumskógi með ekta pálma- trjám og tveimur fossum. Að vísu þurfti að skrúfa fyrir fossana meðan á hljómleik- unum stóð (vegna hávað- ans) en þetta átti jú að vera glæsilegt. Fyrir framan þenn- an bakgrunn var byggt stórt svið með fimm rómverskum súlum sitt hvorum megin. Það tók nokkur hundruð iðn- aðarmenn sex daga að setja upp sviðið en undirbúningur- inn hófst tveimur árum áður. Þetta var ekkert í líkingu við fyrstu tónleika þeirra sem voru haldnir á Ítalíu fjórum árum áður. Aðeins 6,500 áhorfendur sáu þá tónleika en 56,000 voru á Dodgers leikvanginum. Pavarotti söng hins vegar fyrir meira en 500,000 manns í Central Park í New York ’93. Decca hljómplötufyrirtækið hafði tryggt sér útgáfuréttinn að fyrstu tónleikum tenór- anna, sem voru haldnir fyrir fjórum árum, og borguðu mikið fyrir en þóttu taka mikla áhættu. Tónleikarnir á Ítalíu urðu feikivinsælir. Þeir voru sýndir aftur og aftur í sjónvarpi víða um heim og fór plötusalan fram úr öllum vonum. Um 11 milljón ein- taka hafa þegar selst og er þetta mesta sala á klassískri plötu hingað til. Aðeins örfáir klassískir listamenn hafa náð þeim árangri að plötusala þeirra komist inn á topp tíu listann, þar sem popparar eru nánast einráðir. Síðastur til að brjóta ísinn er þó líklega Nigel Kennedy sem spilaði árstfðir Vivaldis. Sú útgáfa hefur meira að segja verið notuð í auglýs- ingar eins og hvert annað popplag. Ekki eru þó allir ásáttir um hvers vegna fyrri hljómleikar tenóranna urðu svona geysi- vinsælir en ýmislegt hefur verið týnt til eins og sögur um ríg á milli tenóranna, sem voru háværar í fyrstu (ekki lengur), og að hér væru á ferðinni mestu söngvarar allra tíma, komnir saman til að syngja vinsæl- ustu aríur sígildrar tónlistar. Kannski er einfaldasta skýr- ingin nærtækust; þeir syngja einfaldlega manna best. MILLJÓN DOLLARA í LAUN HVER? Það varð því að með- höndla svona söluvöru með fullri virðingu í næsta skipti en það varð ekki fyrr en fjór- um árum eftir fyrri tónleikana þrátt fyrir fjölda gylliboða í millitíðinni. Fleiri þúsund gestir á hljómleikunum þurftu að borga 1,000 dollara fyrir sætin sín, þar á meðal Bush- og Reagan hjónin ásamt fjölda þekktra leikara eins og Tom Cruise og Arn- old (þið vitið hver). Fjöl- miðlafárið byrjaði nokkrum vikum fyrir hljómleikana, enda úrslitaleikurinn í fót- boltanum næsta dag og heimspressan mætt. Yfir milljarður áhorfenda í yfir 100 löndum sáu hljóm- leikana um gervitungl. Warn- er fyrirtækið tryggði sér út- gáfuréttinn fyrir áætlaðar 14 milljónir dollara og var geis- laplatan komin í verslanir fyrir lok ágúst. Hvað skyldu þeir og stjórnandinn, Zubin Mehta, svo hafa haft upp úr þessu? Tibor Rudas, skipuleggjandi fyrirtækisins, hefur verið þögull sem gröfin um þetta atriði en sjálfsagt hafa tenór- arnir ekki gert sömu mistök- in og í fyrra skiptið þar sem þeir fengu engar prósentur af sölu. Verði salan eitthvað í líkingu við fyrri geislaplötu þeirra er áætlað að tekjur þeirra fjórmenninga verði ekki undir jafnvirði 70 millj- óna íslenskra króna á mann! Dogers leikvöllurinn nokkr- um dögum fyrir stórtónleik- ana. Ekkert var til sparaö. Flugumferö var bönnuö yfir svæöiö og stööva varö rennsli fossanna sitthvoru megin viö sviöiö meöan á tónleikunum stóó. EN SELST ÞAÐ? Um þetta atriði snúast vangaveltur tímaritsins Classic CD þar sem segir að vissulega hafi þeir sungið stórkostlega vel í þetta sinn en sönglögin virtust ekki hafa gengið eins vel í áhorfendur og klassísku verkin. Carrer- as, sem er haldinn sjúkdómi, getur verið mistækur en tókst sérlega vel upp í „E lucevan le stelle" úr Tosca og sýndi þar einstaka næmni. Þetta lag var þó ekki valið á geis- laplötuna. Pavarotti var hyllt- ur af fjöldanum fyrir „Nessun Dorma" og Domingo þótti jafnbestur þeirra og þótti gera „Vesti la giubba" geys- igóð skil. Samsöngur þeirra í „Brindisi", drykkjusöngnum úr La Traviata, fékk áhofend- ur til að sveifla sér í takt og klappa með. Stórkostlegir hljómleikar og er Ifklega miklu skemmtilegra að eiga myndbandsspóluna en geis- laplötuna. Þarna voru þeir greinilega á heimavelli en sönglögin gengu ekki i Ameríkanana. Það mátti greina á viðtökun- um, miðað við klassíska hlut- ann. Það sem fólk virðist vilja borga fyrir er að sjá og hlusta á tenórana gera það sem þeim fer best - að syngja vinsælar aríur. En ef platan selst eitthvað í líkingu við fyrri plötuna má búast við endurtekningu, þótt hún verði kannski ekki alveg eins og fyrri hljómleikarnir. Hins vegar er ekki hægt að búast við slíku eftir lélega sölu, þeir hafa jú nóg annað að gera, enda bestu og vin- sælustu tenórar í heiminum. □ (Lauslega þýtt úr erlendum tíma- ritum um sígllda tónllst.) TÓNLIST

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.