Vikan - 01.11.1994, Page 18
ISLENDINGAR ERLENDIS
þannig að auðvitað var ekk-
ert skrýtið að þetta væri
svona. Ég lét þetta þó ekki
fæla mig frá, ég ætlaði mér
að koma aftur og vera um
tíma með Þóri. Það reyndist
hins vegar erfitt að finna íbúð
og verðið var uppsprengt því
útlendingar voru farnir að
flykkjast til landsins og stór
fjölþjóðafyrirtæki voru að
koma sér fyrir. Loks fundum
við íbúð með húsgögnum
sem var nú þannig að ég gat
ekki hugsað mér að bjóða
Loksins komin í almennilegt húsnæói
og meö sitt eigiö innbú.
þeim íslendingum heim sem
hingað komu." „Og það á nú
ekki við hana íu,“ skýtur Þórir
inn í. „Allt vatn þurfti að
sækja niður, af fjórðu hæð,
og svo var draugagangur
þarna,“ segir Ingibjörg og
ygglir sig. „En þarna vorum
við samt þangað til við flutt-
um í nýtt einbýlishús, nú í
janúar, og í vor fengum við
loks allt innbúið okkar að
heiman. Svo nú er lífið algjör
lúxus."
Fyrsta sumarið var öll fjöl-
skyldan saman í Prag en um
haustið fór sonurinn, Egill, í
menntaskóla heima á íslandi
og bjó þar með ættingjum en
Soffía hóf nám í amerískum
skóla í Prag. Síðar kaus hún
þó að fara í skóla á íslandi.
„Auðvitað hafði maður sam-
viskubit af því að vera svona
mikið í burtu frá krökkunum
en þetta hefur sem betur fer
síður en svo skaðað þá.
Reyndin varð líka sú að við
erum enn meira saman þann
tíma sem þau eru hér og
njótum þess miklu betur
heldur en þegar við vorum
heima. Þau hafa gaman af
að vera hér á sumrin og eru
mjög sátt við þetta fyrirkomu-
lag. Við höfum ifka alltaf
skroppið heim yfir veturinn
og verið heima um jól. Nú er
Soffía að fara heim eftir sum-
arið og er að byrja í menntó
en Egill verður hins vegar
hér til áramóta og fer þá
væntanlega í nám í Banda-
ríkjunum."
Ingibjörg er sannfærð um
að þeim hafi verið ætlað
þetta Pragævintýri, allur að-
dragandi hafi verið þannig,
þetta hafi bara gerst en
aldrei verið tekin ákvörðun í
því sambandi. „Aldrei hafði
hvarflað að mér að ég ætti
eftir að búa í Prag, af öllum
borgum. En hún höfðaði
strax óskaplega sterkt til mín,
ég finn svo mikla friðsæld
hér og skynja svo vel ná-
lægðina við gamla tímann."
Hún viðurkennir þó að visst
menningarsjokk hafi gert vart
við sig í fyrstu og að fyrsti
veturinn hafi verið afar erfið-
ur án barnanna, ættingja og
vina. Ingibjörg var því fegin
er henni var boðið að ganga
í klúbb erlendra kvenna
stuttu eftir að hún var sest að
í Prag. „Þá vorum við bara
tólf í klúbbnum en nú erum
við sextíu. Klúbburinn reynd-
ist hið mesta þarfaþing því
m.a. gátum við skipst á upp-
lýsingum um hvar hægt væri
að kaupa hinar ýmsu nauð-
synjavörur. Það gat tekið upp
í fjóra tíma að versla inn því
þó ekki væri vöruskortur þá
voru búðirnar dreifðar og í
einni var seld mjólk, kjöt í
annarri, nýlenduvörur í þeirri
þriðju og svo framvegis. Mat-
arvenjur eru líka svo ólíkar
því sem maður þekkti og
vöruvalið var samkvæmt því.
Um tíma fór ég einu sinni í
viku yfir til Þýskalands til að
kaupa í matinn. Og eftir
fyrsta árið hafði Þórir keyrt
60 þúsund kílómetra til að
nálgast eitt og annað sem
vantaði á veitingastaðinn.
Einu sinni þurfti hann til
dæmis að fara yfir landa-
mæri eftir pipar. En nú eru
komnir fínir stórmarkaðir og
úrvalið ekki síðra en heima."
ÍSLENSKUR FISKUR OG
VAFNINGAR
Samskipti þeirra hjóna við
Tékka eru enn ekki mikil
nema í gegnum starfið. Telja
þau það vera eins og al-
mennt gerist þegar fólk með
ólíkan menningarbakgrunn
og hugsunarhátt sest að í
framandi landi. Auk þess
segja þau Tékka tortryggna
gagnvart útlendingum sem
komið hafa til að freista gæf-
unnar og, að mörgu leyti,
haft forskot á þá sjálfa. Það
finnst þeim ofur eðlilegt. „Við
fórum svo sem ekkert var-
hluta af þeirri tortryggni,"
segir Þórir, „vorum fremur lött
en hvött lengi vel. Samt sem
áður nutum við, sem íslend-
ingar, betra viðmóts en til
dæmis Þjóðverjar og Amer-
íkanar sem Tékkar telja að
ætli sér allt að gleypa." Ingi-
björg viðurkennir að hún
hefði gjarnan viljað vita meira
um venjur og siði Pragbúa er
hún kom. „Það hefði komið í
veg fyrir smá misskilning hér
og þar, eins og til dæmis
þegar ég bauð nágrönnum í
kaffi og enginn snerti kökurn-
ar á fatinu. Ég hélt auðvitað
að þeim þættu þær svona
ógeðslegar en komst að því
síðar að það er ekki til siðs
að fólk skammti sér sjálft,
það gerir húsmóðirin." Sitt-
hvað kom Þóri líka á óvart.
„Til dæmis var merkilegt að
sjá ef eitthvert álitamál kom
upp, eins og hvort glösin
ættu að standa svona eða
hinsegin, þá þurfti öll vaktin
að koma og ræða málið dá-
góða stund, allir höfðu sína
skoðun á því en enginn tók
ákvörðun. Og annað, ef ein-
hver á nafnadag eða afmæli
þá þykir sjálfsagt að byrja
daginn með því að skála í
kampavíni eða snafs og svo
er verið að vökva sig allan
daginn. Þennan sið kunni ég
ekki að meta og vildi ekki
samþykkja svo menn hafa
orðið að sætta sig við það
eða hætta.“ „Vel á minnst,
hver sagðist vera hættur að
tala,“ segir Ingibjörg og lítur
stríðnislega á mann sinn.
Þórir hlær og heldur ótrauður
áfram: „En burtséð frá svona
smáatriðum þá eru Tékkar
harðduglegir og eiga eftir að
bjarga sér allra best fyrrum
austantjaldsþjóða, enda er
uppbygging hér lengst á veg
komin. Landið var mjög auð-
ugt, eins og sjá má af þeim
stórkostlegu byggingum sem
hér eru, og nú, eftir skiptingu
landsins og með sívaxandi
ferðamannastraumi, verður
ekki langt í að þjóðin verði
fjáð á ný. Árlega koma nú
60-70 milljónir ferðamanna til
Tékklands, sem er sex- til
sjöfaldur íbúafjöldi landsins.
Það er því kannski ekkert
skrýtið að bara fram hjá
Reykjavík Praha gangi um
60.000 manns á klukkutíma
yfir hásumarið, samkvæmt
nýlegri talningu."
Og hluti þeirra ratar nokk inn
á veitingastaðinn Reykjavík
Praha því á einu ári hafa
komið þangað um 120.000
gestir, að langmestu leyti er-
lendir ferðamenn. Þórir segir
nafnið Reykjavík hafa reynst
mun áhrifaríkara en nafn fyrri
staðarins, ísland, sem gjarn-
an hafi misskilist og þá eink-
anlega af enskumælandi
fólki. „Fólk man greinilega
eftir fundi Reagans og Gor-
batsjovs í Reykjavík. Það líð-
ur varla sá dagur að við fáum
ekki fyrirspurnir um ísland,
sem við greiðum auðvitað úr
með mestu ánægju, en því
miður er þónokkur misbrest-
ur á að við fáum send öll þau
gögn að heiman sem við höf-
um óskað eftir. Einn ferða-
málafrömuðurinn taldi þenn-
an markað hér harla lítils
virði því Tékkar hefðu ekki
efni á að ferðast. Þetta er
skammsýni, íslensk ferða-
málayfirvöld þurfa ekki síður
að huga framtíðinni. Unga
fólkið hér er mjög áhugasamt
um ísland og þess tími mun
koma, á því er enginn vafi.
En að öðru leyti er skoðun
mín sú, eftir þessa reynslu
hér, að þeir, sem eru að fást
við landkynningu heima,
ættu að stuðla að því að
komið verði upp veitinga-
stöðum í nokkrum stórborg-
um erlendis, til dæmis með
Reykjavíkurnafninu. Slík
landkynning kostar ekki mik-
ið og ég er sannfærður um
að hún myndi skila sér betur
en margt annað sem reynt
er.“
Þórir segir að fyrsta flokks
íslenskt fiskmeti nægi til að
staður eins og Reykjavík
Praha skeri sig úr og þyki eft-
irsóknarverður. „Við vorum
eðlilega fyrst hér til að bjóða
upp á íslenskan fisk en ekki
leið á löngu þar til fjöldinn all-
ur af veitingahúsum fór að
auglýsa slíkt hið sama, þó að
fiskurinn sá væri af allt öðru
þjóðerni." En þær voru fleiri
nýjungarnar sem bryddað
var upp á á Reykjavík Praha
og vöktu athygli. Meðal ann-
ars var auglýst að þar væru
borð ekki frátekin - þeir sem
kæmu fyrst fengju þjónustu
fyrst. „Áður fékk fólk ekki inn-
göngu á veitingastað nema
að hafa pantað borð með
góðum fyrirvara, jafnvel þótt
staðurinn væri tómur. Eins
var þess vandlega gætt að
ekki sæist inn, gluggatjöld
alltaf dregin fyrir. Þeir vöktu
því ekki litla athygli vafning-
arnir hennar íu sem bara
1 8 VIKAN 10. TBL. 1994