Vikan


Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 22

Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 22
- Spænskir friðargæsluliðar gæta víglínunnar í Mostar. Króatar og Múslimar hafa ekki barist þar né annars staðar í Bosníu síðan í janúar. Núna berjast þeir saman gegn Serbum. áður en við fórum náðum við að rifja upp i þeirra áheyrn hvernig Færeyingar hefðu gersigrað Austurríki í knatt- spyrnu hérna um árið. Síðan þurftum við að taka á okkur krók til að finna landamæra- stöð þar sem verðirnir voru aðeins betur upplýstir. Loks var komið til Slóveníu sem er sjálfstætt ríki í dag en var nyrsta fullveldið í fyrrum Júgóslavíu. Þar var bíllinn okkar innsiglaður svo tryggt væri að við seldum ekki tölv- urnar í landi þeirra. Á innsigl- uðum bíl keyrðum við síðan í gegnum Slóveníu og til Norður-Króatíu þar sem við námum staðar í borginni Rij- eka og þar gistu tvö okkar á hóteii bæjarins. En öryggis- ins vegna mátti eitt okkar 22 VIKAN 10. TBL. 1994 Zenko Kor- dic, rektor háskólans í Mostar, tek- ur formlega viö tölvun- um frá ís- lensku stúd- entunum. vera enn eina kalda nóttina í bílnum. í byrjun þessa hluta ferðarinnar ákvað ég að upplýsa félaga mína um nokkur smáatriði sem ég hafði ákveðið að gleyma þegar ég var að sannfæra þá um að koma með í ferð- ina. Til dæmis það smá- atriði að ég hafði spjallað við nokkra flóttamenn frá Bosníu sem búa á íslandi og þeir töldu það víst að tölvurnar yrðu gerðar upp- tækar í Króatíu og við lík- legast fangelsuð eða eitt- hvað þaðan af verra myndi mæta okkur. En það var ekki að ástæðulausu sem litíð var framhjá þessum hrakspám. Við höfðum nefnilega góð tengsl við full- trúa í króatíska utanríkis- ráðuneytinu sem sann- færðu okkur um að þeir myndu redda okkur ef eitt- hvað í námunda við hrak- spárnar myndi rætast. Þannig að þegar við keyrð- um i gegnum Króatíu fórum við að öllu með varúð. Fólk- ið þar var með ólíkindum vinsamlegt og hjálplegt en vegna hrakspánna vorum við stöðugt tortryggin. Gát- um ekki skilið að þetta fólk vildi virkilega aðstoða okkur án þess að vera leitast eftir borgun eða hafa eitthvað enn verra í huga. Þannig gekk förin í gegnum Króatíu snuðrulaust fyrir sig, og þar voru landamæraverðirnir betur upplýstir um ísland heldur en þeir Austurrísku. Loks komum við að landa- mærum Bosníu síðla föstu- dags þann 3. maí. Þess ber að geta að við höfðum hugsað okkur að hafa skamma viðdvöl í Bosníu, í í skotgröfum í Mostar. mesta lagi í 4 - 5 klukku- stundir. Menn, sem starfa að hjálparstarfi f Bosníu, hafa það jafnan á orði að vanþakklæti einkenni fyrr- um þjóðir Júgóslavíu og landsmenn þar sýni þeím, sem vilja þeim vel, engan velvilja. Gott og vel, það hafði heldur ekki verið markmið ferðarinnar að safna einhverjum þakklæt- isorðum í sarp eða baða sig í hrósyrðaflóði. Það hafði verið mál manna innan Há- skólans á íslandi að ef við gætum hjálpað þessum há- skóla á einhvern hátt, án þess að það kæmi niður á okkur, þá bæri okkur skylda til þess. Það var því þvert ofan í allar væntingar þegar i Ijós kom að lögreglan á landamærunum hafði heyrt okkar getið og bauð okkur lögreglufylgd jrað sem eftir var ferðarinnar. Þegar við síðan komum á hótelið, þar sem háskólinn var til húsa, tók rektor skólans okkur fagnandi og krafðist þess að við samþykktum að gista á hótelinu í 4-5 daga. Eftir samningaviðræður var komist að samkomulagi um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.