Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 28

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 28
KVIKMYNDIR Tom Hanks í hlutverki Forrest Gump; róman- tísks hold- gervings þess sak- lausa, sem er fullur rétt- lætis- kenndar. Myndin er að slá öll aósóknar- met í Bandaríkj- unum. ingsboltavellinum til vígvall- arins I Víetnam. Við fyidum honum frá heiðursmóttökum forseta Bandaríkjanna, bæði vegna frábærrar frammi- stöðu í hernum og einnig á ruðningsvellinum, í faðm þeirrar einu konu sem hann elskar og var æskuástin hans. Forrest Gump er í stuttu máli rómantískur, holdgerv- ingur þess saklausa og fullur réttlætiskenndar. Þarna er á ferð suðurríkjamaður sem verður þjóðhetja; afreksmað- ur í íþróttum og stríðshetja, en hann á líkamsburðum sínum, hreinlyndi og hinni tæru, heitu ást til æskuvin- konu sinnar allt þetta að þakka, og ofan á bætist að hann hann verður að lokum mjög auðugur. Ekkert af þvf sem hér er að framan talið er skipulagt fyrirfram heldur leiðir hvað af öðru þar sem persónuleiki Forrests Gump er eins og raun ber vitni. Nokkuð er um tæknibrell- ur, og eru þær eftirminnileg- ustu þegar Forrest hittir nokkra forseta Bandaríkj- anna í sjónvarpi, meðal ann- arra Nixon og Kennedy, og einnig kemur hann fram í rabbþætti með John Lenn- on. GAT EKKI VERIÐ í FRIDI Ég fór og sá myndina, ásamt meðal annarra, Tom Hanks áður en viðtal okkar fór fram í þessum fallega sjávarbæ við norðvestur- strönd Frakklands nú í haust. Hann kom inn léttklæddur og yfirlætislaus til viðtalsins og bað þjónustustúlkuna um að koma með kaffibolla til okkar, enda var hann ný- vaknaður og sagðist vilja koma sér í gang fyrir daginn, en raunin væri samt oft sú að hann drykki allt of mikið kaffi yfir daginn. Tveir bollar að morgni til væru yfirdrifið. Hann gaf sér þó lítinn tíma til að dreypa á kaffinu þar sem hann lifði sig svo inn í það sem hann var að tala um. Hann virkaði á mig, svona við fyrstu sýn, nokkuð strákslegri en ég hafði búist við. Hann spurði hvernig ég hefði það og fannst heillandi að ég kæmi frá svo framandi landi sem ísland virðist vera í hugum margra útlendinga. Eftir að kaffið hafði verið skenkt í stóra, veglega bolla gátum við hafið spjallið fyrir alvöru. Hann byrjaði á því að óska mig velkominn til Deau- ville og svaraði ég i sömu mynt. Fyrst farið var að minnast á Deauville byrjaði ég að spyrja hann hvort hann hefði komið þangað áður. „Já, ég kom til Deauville árið 1988“, sagði Tom Hanks. „Ég vildi að einhver hefði sagt mér frá því þá hvernig kvikmyndahátíðir sem þessi fara fram því ég varð fyrir reglulegu áfalli þá og varð í raun hræddur. Ég hafði gert mér í hugarlund að leikarar, leikstjórar, fjöl- miðlafólk og aðrir kæmu þarna, horfðu á kvikmyndir og ættu svo jafnvel rólegt spjall á eftir. Ég gat hinsveg- ar ekki farið út úr bíl án þess að verða umkringdur fólki og gat í rauninni varla um frjálst höfuð strokið. Núna er þetta öðruvísi þar sem ég er undir- búinn auk þess sem frægð- arsól mín hefur risið nokkuð hratt síðan þá. í hlutfalli við það eru viðtökurnar nokkuð líkar því sem ég gat búist við og ég er í raun orðinn vanur þeim. Ég var hér þá til að kynna „Big“, ásamt Penny Marshall, og mig minnir, án þess að ég sé viss, að sú mynd hafi opnað hátíðina þá. Við þurftum þá að vera í smóking og það var mikið um að vera kringum hverja frumsýningu, svo ekki sé tal- að um fumsýningu opnunar- myndarinnar." GRÉT EINS OG BARN í GÆR Hvernig leist þér í upphafi á að taka þátt í þessari mynd, Forrest Gump? „Það má segja að mér hafi fundist jaðra við að vara- samt væri að taka þátt í henni. Það voru mörg atriði sem löguðust á eitt til að gera mig tortrygginn og flest- öll þeirra hefur maður ekki séð í kvikmynd áður. Mór fannst til dæmis of mikið vera talað yfir myndinni, það er að þáttur sögumanns væri of mikill, og ég velti fyrir mér hvort fólk væri tilbúið til að sitja og hlusta á þennan náunga næstum alla mynd- ina. Ég velti því einnig mikið fyrir mér hvernig í ósköpun- um hægt væri að koma þessum tveimur þáttum myndarinnar saman; það er sögu, sem sögð er annars- vegar með orðum og hins- vegar með myndmáli. Mér varð það hinsvegar strax Ijóst að þetta var raun- sæjasta og tilfinningaríkasta saga í handritsformi sem ég hafði nokkurn tímann lesið. Ég grét eins og barn á sömu stöðum í gær, þegar ég sá myndina, og þegar ég las handritið fyrst. Þegar til dæmis Forrest stóð loksins upp af bekknum var ég mjög hrærður. Þar sem sagan hafði snert mig djúpt með nokkuð jöfnu millibili allan tímann sem ég las hana var ég sannfærður um að þetta yrði mjög sérstök mynd og hefði burði til að gera stóra hluti fyrir utan að miklum fjármunum átti að verja í hana. Það var því mjög erfitt að hafna þessu handriti. Mér fannst þessi saga einnig athyglisverð því í henni var ekki að finna vonda náungann, óleysta gátu, ofbeldi, tösku fulla af peningum, arabíska hryðju- verkamenn, eiturlyfjabaróna svo ekki sé talað um morð. Vegna þess, meðal annars, fannst mér sem við værum að gera eitthvað sem væri algerlega nýtt og ég held að áhorfendur séu nú á tímum á höttunum eftir einhverju sem er alveg nýtt. Ég las handritið meðan á tökum „Philadelphia" stóð en við vorum í jólaleyfi og ég var heima hjá mér og vissi að handritið væri á leiðinni. Það var auðveldur hlutur að segjast vera til í tuskið og spyrja hver yrði leikstjórinn, þar sem ég hafði ekki ráðið mig í annað verk og fékk nægan tíma til að skoða handritið. Mánuði seinna kom Bob (Robert Zemeckis) til skjalanna.“ Þú hefur þann hæfileika að fá fólk til að hlæja og gráta næstum á sama tíma. Er þetta eitthvað sem þú hefur lagt áherslu á? „Ég held að öll góð bók- menntaverk og það sem hef- ur verið byggt á þeim, hvort sem um er að ræða kvik- myndir eða leikrit, framkalli þessi viðbrögð. Ég hef séð til dæmis leikritin Hamlet og Ríkharð III og þau hafa feng- ið mig til að hlæja á sama tíma og ég grét eða var til- finningalega hrærður á ann- an hátt. Mér finnst þessi blanda skemmtileg ég myndi ekki þola það sem áhorfandi að aðeins væri framkölluð ein tegund tilfinningalegra viðbragða allan tímann. Mig langar til að líða á sex eða sjö mismunandi vegu meðan á myndinni stendur. Ég held að frábærar kvikmyndir, og sögur yfirleitt, eigi að fram- kalla það. Það er á hinn bóg- inn erfitt og ég er viss um að margir reyna það án þess að hafa erindi sem erfiði. Ég reyndi það meira að segja sjálfur hér áður fyrr og það gekk ekki upp. Ég held að þetta sé aðalbrellan í sam- bandi við þetta allt saman.“ VILL EKKI LEIKA GEÐVEIKAN FJÖLDAMORÐINGJA Það virðist sem þú berir mikla virðingu fyrir þeim persónum sem þú leikur, hvort sem um er að ræða arkitekt sem getur ekki sofið eða lögmann sem fær eyðni. Er þetta eitthvað sem kemur frá þér eða er þetta áhorf- endanna? „Mér finnst athyglisvert að þú skulir nefna þetta því það svarar þeirri spurningu hvers vegna ég vilji ekki leika geð- veikan fjöldamorðingja eða eitthvað álíka. Að sjálfsögðu er ég tilbúinn til að leika vonda manninn eða geð- veikan fjöldamorðingja ef ég bæri einhverja virðingu í brjósti fyrir viðkomandi, þvi annað get ég ekki. Ég hef hafnað frábærum hlutverk- um, sem ég segi þér ekki hver eru, í myndum sem hafa gengið virkilega vel. Ég 28 VIKAN 10. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.