Vikan - 01.11.1994, Síða 36
KYNNING
Ur Alnabúðinni. Jóhannes hannaði og smíðaði innréttinguna. Hægt er að hafa samband við hann í
búðinni ef fólk vill fá frekari upplýsingar um verk hans.
ÓDÝR EFNI OG
PERSÓNULEG
ÞJÓNUSTA
I ALNABUÐINNI
í SUÐURVERI
í ÁLNABÚÐINNI í
SUÐURVERI
iö leggjum áherslu á
ódýr efni og pers-
ónulega og góöa
þjónustu," segir Rósa Sig-
tryggsdóttir sem tók við
Þennan sjónvarpsskáp, i rómönskum stíl, hannaði og smíöaði Jó-
hannes. Gluggatjöldin eru úr Álnabúðinni. (Ljósmyndir Bragi Þ. Jós-
efsson.)
Alnabúðinni í Suðurveri fyrir
tveimur árum. Og hún bætir
við: „Það komu hingað nem-
ar úr háskólanum sem voru
að gera könnun á þjónustu í
verslunum og niðurstaðan
var okkur ánægjuefni því við
fengum hæstu einkunn."
Á boðstólum í Álnabúðinni
er breið lína af ódýrum efn-
um, mikið úrval af köppum
og blúndu, sem er mjög vin-
sæl fyrir glugga um þessar
mundir. En hér er auðvitað
hægt að fá efni jafnt fyrir
stofuglugga sem aðra
glugga íbúðarinnar - allt frá
satíni yfir í bómull. Öll efnin
eru keypt í gegnum heild-
verslun sem sérpantar efni
fyrir Álnabúðina sem þá eru
ekki annars staðar á boð-
stólum. Verð á gluggatjalda-
efnum er á bilinu 390 til 900
krónur. Kappar kosta frá 490
(890 krónur metrinn.
Allra vinsælasta glugga-
tjaldaefnið í dag, er að sögn
Rósu, blúndan og síðan köfl-
ótt efni, sem vekja upp minn-
ingar um gamla tíma. Sér-
lega vinsælt er að blanda
þessu tvennu saman, köfl-
Fataskápurinn er verk Jó-
hannesar. Fyrir glugganum
eru „voal“ gluggatjöld.
óttu og blúndu. Blúnduefnin
eru til í litum jafnt sem hvít
og hægt er að velja saman
blúndu í einhverjum þeim lit
sem kemur fyrir í hliðar-
vængjum eða kappa. Kapp-
ar og tjöld eru gjarnan
skreytt eða tekin saman
með margvíslegum klemm-
um, dúsksnúrum eða slauf-
um. Alla slíka fylgihluti er
hægt að velja um leið og
giuggatjaldaefnið er keypt í
Álnabúðinni.
Sé verið að kaupa efni fyr-
ir eldhúsgluggann velja
margir í leiðinni efni í dúka
og mottur í stíl. Ekkert er þá
einfaldara en að fá aðstoð
við að sníða dúk, eigi hann
til dæmis að vera kringlóttur
og vefjist fyrir viðskiptavinin-
um að gera það sjálfur.
Saumaþjónusta er einnig
veitt í Álnabúðinni. Konur á
vegum hennar sauma
gluggatjöld eftir pöntunum.
Auk þess er farið í hús og
tekið mál af gluggum eða
hjálpað til við uppsetningu,
ef þess er óskað.
Mikið er um alls konar
smávöru, sem tilheyrir
saumaskap, í búðinni kemur
það sér vel fyrir íbúana í ná-
grenninu því ekki er aðra
álíka búð að finna á þessum
slóðum.
i\Mtirii\<;\n ■ iiismu.v
Hanna-húsgögn og inn-
réttingar hannar og smíðar
Jóhannes Eggertsson. Hann
notfærir sér til hins ýtrasta
þá möguleika sem hið nýja
MDF efni gefur til formsköp-
unar - þar eru möguleikar
nánast óendanlegir. Jóhann-
es leggur áherslu á að bjóða
viðskiptavinum vandaða og
sérstæða vöru að óskum
hvers og eins. □
36 VIKAN 10. TBL. 1994