Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 49
kosta 200 þúsund krónur,
svo við söfnum í fiðlubókina.
Svo gefur amma okkur
stundum i hana,“ segir Kar-
en.
í söngvakeppni á sumar-
dvalarstað í Englandi tróð
Karen upp, fjögurra ára, og
söng: Ég kveiki á kertum
mínum. Anna segir að fólk
hafi setið með tárin í augun-
um þótt það skildi ekki orð,
þegar gullin barnsröddin
hljómaði ( salnum. Karen
stóð uppi með aukaverð-
laun í keppninni. Ertu farin
að spá í hvað þú ætlar að
gera eftir isaksskóla?
„Mamma ætlar kannski að
leyfa mér að fara upp í sveit
næsta ár að hjálpa til við bú-
störfin í viku eða mánuð.
Mig langar voða mikið að
fara í eina sveit þar sem ég
þekki mennina, að Miðdöl-
um í Kjós. Það er ekki langt
þangað, svo mamma getur
þá alltaf komið í heimsókn."
FÆR ALLTAF PÍTSU
„Karen hefur líka sérstak-
lega gott lundarfar, hún er
svo jákvæð og semur við
alla,“ segir hin stolta móðir.
„Við tökuna á bæklingnum
var engin þreytumerki að
sjá á henni þótt komið væri
langt fram á kvöld. Karenu
finnst sport í þessu; þetta er
tilbreyting í lífinu og svo fær
hún líka alltaf pítsu.
Stelpurnar sjá þarna aðra
hlið á lífinu; kynnast heimin-
um á bakvið tjöldin þannig
að sjóndeildarhringurinn
verður miklu víðari hjá
þeim,“ segir Anna. Hún
bendir á að þær kynnist alls
konar fólki við fyrirsætu-
störfin og spyr: Hvað hafa
margir krakkar komið í sjón-
varpsstúdíó?
Fjölskyldan er hin ánægð-
asta með frama stelpnanna.
„Ömmurnar eru voðalega
montnar yfir barnabörnun-
um sínum og finnst þetta
miklu merkilegra heldur en
þeim og mér. Pabbarnir eru
líka voða hrifnir," segir
Anna. „Náttúrlega eru allir
stoltir af börnunum sínum ef
vel gengur og maður vill að
aðrir séu hrifnir af þeim líka.
Ég sé alveg að þetta eru
huggulegar og góðar stelpur
en hvort ég sé þær með
sömu augum og aðrir, veit
ég ekki. Jú, ég er svolítið
montin af þeim.“ Hvað
stendur til hjá Áslaugu á
næstunni?
„Kannski fer ég
til Miami næsta
sumar að leika í
myndbandi um ís-
lenska fegurð. Ég fæ
þó ekkert þorgað fyrir
það nema ferðir og uppi-
hald. Kannski fer ég líka út
til Brasilíu í eitt ár sem skipt-
inemi, þegar ég er þúin með
tíunda bekk. Svo kem ég
heim aftur og veit kannski
meira um lífið og fólkið úti.
Það er ekki um mörg störf
að velja í útlöndum þegar
maður er svona ungur,“ seg-
ir Áslaug.
Viltu starfa við módel-
störf? „Þau eru skemmtileg
en ég ætla ekki að gera þau
að ævistarfi mínu.“ Hvaða
ævistarf á að velja? „Hjarta-
skurðlækningar. Ég ætla að
reyna að komast í MA, sem
hefur gott undirbúningsnám
fyrir lækna. Til þess þarf ég
þó að hafa tíu í öllu.“ Áslaug
á eftir einn vetur í Haga-
skóla til að ná þeirri ein-
kunn. Við óskum henni góðs
gengis. □
Tískumyndirnar
þrjár hér á opnunni
tók Magnús Reynir
af Áslaugu. Hinar
fyrirsæturnar heita
Elísabet, Árni og
Róbert. Fötin eru
frá Kjallaranum og
Plexiglas. Föröun
var í höndum
Snyrtistofu Jónu.
10. TBL. 1994 VIKAN 49
FYRIRSÆTUR