Vikan - 20.02.1995, Page 20
BERNSKUMINNINGAR
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
UOSM.: GUNNAR GUNNARSSON OG BINNI
SÖNGELSKU
SYSTKININ
PALL OSKAK
OG DIDDU
HJALMTYS-
BORN
Þessa dagana synpur hann á árshá-
tíðum ásamt Mill|ónamæringunum
og treður upp í „drag show". Hún er
i hlutverki Violettu í óperu Verdis,
La Traviata, sem sýnd er í íslensku
Óperunni. Á árum áður tók
sópransöngkonan litla bróður sinn
með sér og sýndi hon- um
ævintýraheim
skemmtana-
iðnaðarins.
Páll Óskar er hress;
alls ekki ólíkur Sig-
rúnu systur sinni sem
betur er þekkt sem Diddú.
Hann situr við borð á veit-
ingastað og borðar stóra og
mikla grænmetissamloku
sem hann tilkynnir að sé
svolítið „spæsí“. Og drekkur
kók með. Hann var orðinn
glorhungraður enda búið að
vera brjálað að gera. Kom
beint úr klippiherbergi þar
sem var verið að vinna þátt
um „dragdrottningar'* á ís-
landi. Hann segist þurfa að
finna tíma til að tala við vini
sína. „Þetta er það mikil
vinna,“ segir hann. „Alveg
fáránlega mikil. Það kemur
fyrir að maður gleymir að
sofa.“
Hann er yngstur sjö syst-
kina, mætti á svæðið svolítið
seint eins og hann sjálfur
segir, en Diddú er næst elst.
„Við bjuggum vestast í Vest-
urbænum eiginlega allan
tímann. Ég bjó á Sólvalla-
götunni þangað til ég var 19
ára. Eins og gefur að skilja
var margt um manninn á
tímabili og ég var sendur út í
mjólkurbúð næstum því á
hverjum einasta degi. Það
þurfti að kaupa svona sjö
lítra af mjólk ofan í þetta lið.“
Diddú og Ásdís, elsta systir-
in, voru aðalbarnapíurnar
þegar kom að því að
passa Pál Óskar. „í
num augum
hefur Diddú
alltaf verið
ofsalega
fullorðin
mann-
eskja,“
segir
ann. Og
þegar
hann var
tveggja ára
eignaðist Ásdís