Vikan - 20.02.1995, Síða 21
aö ég hafi komið af fjöllum.
Diddú var samt ekkert aö
kenna mér hitt og þetta með
einhverjum vísifingri. Hún
tók mig bara meö sér og ég
var bara á svæðinu. Og það
var náttúrlega æðislegt. Hún
hefur heldur ekkert verið að
gefa mér heilræði í sam-
bandi við skemmtanabrans-
ann. Það hafa því ekki verið
nein „drastísk" heilræði eða
nein dramatík þarna á ferð-
inni.“
HLUSTAÐI EKKI Á
ÓPERUR
Þegar Diddú var unglingur
hlustaði hún á hippalög, eða
„hippastöff“ eins og Páll
Óskar kallar það, Joan Baez
og Joni Mitchell. „Annað
man ég ekki,“ segir Páll Ósk-
ar. „Það eina sem ég veit, er
að hún var ekkert voðalega
gefin fyrir klassíska tónlist
þegar hún var unglingur.
Það var oftar en ekki hún
sjálf sem slökkti á útvarpinu
þegar eitthvað svoleiðis byrj-
aði á Rás eitt. En Diddú er
MEÐ PÁL ÓSKAR Í
EFTIRDRAGI
Fyrstu minningar Páls Ósk-
ars um Diddú eru þegar hún
var að skamma hann. Hún
hafði þá kynnst eiginmanni
sínum, Þorkeli Jóelssyni
hornleikara, og var hjá hon-
um í Mosfellssveitinni. Páll
Óskar var í pössun hjá þeim
Diddú hafði mikið að gera.
Hún var í Sál leikhúsinu og
var söngkona í Spilverki
þjóðanna. „Af einhverjum or-
sökum drattaðist Diddú með
mig hvert sem hún fór. Ég
veit ekki hvort ég hafi verið í
svona miklu uppáhaldi eða
hvað. En ég bý að því í dag
að hafa kynnst því út á hvað
„show business" virkilega
son og bjuggu þau mæðgin-
in áfram á Sólvallagötunni. „í
rauninni fíla ég mig aldrei
eins og ég sé yngsta barnið.
Ég átti alltaf einn yngri bróð-
ur sem í rauninni var frændi
minn. Þegar svona margt er
um manninn er náttúrlega
hvert herbergi fullskipað og
það var voðalega lítið um
næði. Við mamma vorum
bara ein heima þegar eldri
krakkarnir voru í skólanum.
En mamma var starfandi
húsmóðir allan þennan tíma.
Hún fór ekki að vinna utan
heimilis fyrr en 1982. Og
fram að þeim tíma hafði
pabbi verið eina fyrirvinnan.
Og það er svolítið skrítið að
einn kall sé fyrirvinnan og
sjái um níu manna fjölskyldu.
Þetta er bara hlutur sem fólki
þætti fáránlegur í dag. Þetta
væri ekki hægt fjárhagslega
séð. í sjálfu sér var mamma
næstum því hrakin út á
vinnumarkaðinn því það
voru ekki til peningar til
að halda uppi heim-
ilinu. Jafnvel þótt
næstum því
allir krakk-
arnir væru
farnir að
heiman."
í einhvern tíma og Diddú sá
til þess að hann væri baðað-
ur hátt og lágt á hverjum
degi. „Ég hataði það,“ segir
Páll Óskar. „Hún þurfti alltaf
að koma mér í baðkarið með
einhverjum svaka látum.
Svo man ég líka eftir því
þegar ég þurfti að fara út í
bakarí að kaupa vínarbrauð
handa Spilverki þjóðanna
þegar hljómsveitin var að
æfa. Diddú var að passa mig
og þetta var þegar þau voru
að gefa út sína fyrstu plötu.
Ég man alltaf eftir þessum
vínarbrauðskaupum. Þá var
nýkomið á markaðinn eitt-
hvað svona gotterí sem var í
plastumbúðum."
Diddú tók Pál Óskar með
sér við ólíklegustu tækifæri.
Og litla manninum fannst
hljóðfærin og allt stússið í
kringum skemmtanabrans-
gengur. Ég var baksviðs
þegar hún var að æfa í Lísu
í Undralandi og mér fannst
það algjört æði. Hún lék
klikkaða hérann og mér
fannst hún „brillianf. Við átt-
um útvarpsupptöku af leikrit-
inu og ég hlustaði stanslaust
á það til að „pikka upp“ stæl-
ana í henni. Hún tók mig líka
með sér á Grænjaxla en þar
sá Spilverk þjóðanna um
músíkina. Svo tók hún mig
með sér á leikrit eftir Ólaf
Hauk Símonarson sem heitir
Hvað er í hvalnum? Það var
æðislegt. Sérstaklega af því
að það var risastór hvalur á
miðju sviði sem gat opnað
kjaftinn og gleypt alla fisk-
ana. Og ég fékk að vera inni
í hvalnum einu sinni. Það
var rosalegt. Þannig að loks-
ins þegar ég byrjaði sjálfur
að vinna á sviði og troða upp
þá get ég ekki sagt
BERNSKUMINNINGAR