Vikan


Vikan - 20.02.1995, Síða 23

Vikan - 20.02.1995, Síða 23
fyrir krakka á þessum aldri að komast að því að von sé á litlu systkini. Við gerðum svolitla uppsteit. Og við nátt- úrlega trúðum þessu ekki. Mamma var ekki nema þrjá- tíu og sex ára þegar hún varð ófrísk að Palla. En við vorum svo hneykslaðar að svo gömul kona væri að eignast barn; þannig að fyrstu viðbrögðin við vænt- anlegu systkini voru ekki allt of jákvæð." Páll Óskar átti að fæðast í byrjun mars en lét bíða eftir sér. Móðirin missti vatnið en þrátt fyrir það fór fæðingin ekki í gang. „Mamma var á spítalanum í hálfan mánuð og það var allt gert til að koma barninu í heiminn. En það ætlaði sko ekki að koma út. Síðan varð tunglmyrkvi og þá er sagt að eitthvað gerist inni í konum. Og þá loksins var minn mað- ur tilbúinn að koma. Og hann fæddist skraufþurr af því hann var búinn að vera vatnslaus svo lengi.“ ÖRVERPIÐ í UPPÁHALDI Minningar Diddú um Pál Óskar sem ungabarn eru eyrnastór, skælbrosandi krakki. Árið 1970, þegar Páll Óskar fæddist, komu ýmsar nýjungar inn á heimilið. For- eldrarnir keyptu til dæmis myndavél og sjónvarp. „Það var allt keypt þegar Palli fæddist," segir Diddú. „Hann var einhvern veginn allt öðruvísi en við öll hin. Hann varð algjört eftirlæti. Við rif- umst um það hver ætti að passa hann. Og þegar ég var í síðasta bekk í gaggó hljóp ég heim úr skólanum til að passa Palla. Ég var voða- lega mikið í móðurhlutverk- inu og var alltaf eitthvað að dúllast með hann. Hann var í rauninni eins og einbyrni með sex hrægamma í kring- um sig sem viidu ráðskast með hann. Þegar hann var rúmlega eins árs fóru for- eldrar okkar í fyrsta sinn til útlanda og létu okkur elstu stelpurnar um heimilið. Ég var þá að leika í Brekkukots- annál og fór með Palla í tök- ur. Ég tók voðalega mikinn þátt f uppeldinu á honum. Maður var kominn á þann aldur að vera farinn að hafa einhverjar móðurtilfinningar. Ég gat aldrei farið í partí af því ég varð að vera heima og passa Palla. Mér fannst Minelli í algleymingi. Eg fór með honum að sjá þá mynd og hann fór alveg inn í þenn- an heim. Og hann varð strax fljótur að ná töktunum og lærði allt undir eins. Svona „show“ höfðuðu strax til hans.“ Stóra systirin, sem var á kafi í leiklist og söng, leyfði þeim litla að koma með sér á æfingar. „Hann hafði svo gaman af því að vera með mér á æfingum vegna þess að hann var svo hrifnæmur,“ segir hún. „Það fann ég. Þess vegna fór ég með hann út um allt á æfingar. Hann kom alltaf með og drakk í sig það sem hann sá og heyrði. Kannski býr hann að þessu núna.“ Diddú segir að Páll Óskar sé sjálfstæður og mjög hug- myndaríkur. Og í skóla átti hann oft frumkvæði að ýmsu. Þegar hann var 11 ára lék hann í Gúmmí-Tarzan smekkurinn að mótast. Það var Disneymyndin „Fanta- sia“. Ég man ekki hve oft ég fór með hann I Gamla bíó að sjá þá mynd.“ Áhugi á söng og dansi kviknaði snemma. Diddú segir að þegar Páll Óskar hafi verið tveggja ára hafi hann haft mjög sterka tilhneigingu til að vera „núm- er“. Þegar gestir komu hélt hann smá sýningu, dansaði og söng og var mjög vinsæll sem Lína langsokkur og Lisa Minelli. „Hann var sá eini sem fékk að dansa upp um allt og út um allt,“ segir Diddú. „Þetta voru svona kabarettnúmer. Þá var kvik- myndin „Cabaret" með Lisu mamma nefnilega hafa al- veg nóg á sinni könnu og mér fannst ég einhvern veg- inn þurfa að hlaupa undir bagga. Þegar ég var í menntaskóla fór ég til út- landa á sumrin og kom alltaf heim með ferðatöskuna fulla af fötum á Palla. Mér fannst svo rosalega gaman að klæða hann og keypti alltaf voða skrítin föt á hann.“ TEIKNARI EÐA SÖNGVARI? Diddú segir að Páll Óskar hafi verið rosalega skemmti- legur og kátur krakki. Hann var hlýðinn og skapgóður, sjálfum sér nógur og var mikið fyrir að dunda sér. „Hann var aldrei í bílaleik," segir Diddú. „Svoleiðis leikir höfðuðu ekkert til hans. Hann var alltaf að teikna og skapa eitthvað. Hann hafði önnur áhugamál en flestir krakkar og hann var rosalega flinkur að teikna. Hann hafði hæfileika í svo margt. Hann var ekki orðinn teggja ára þegar hann var farinn að teikna teikni- myndir. Og svo teiknaði hann föt. Núna sér hann um föt á Milljónamæringana; það er að segja hann velur þau og lætur útbúa þau. Það er voðalega erfitt að virkja svona fjölhæft barn. Og mér finnst synd að hann skyldi ekki hafa farið meira út í teikningar. En hann hætti að teikna þegar hann lagði fyrir sig sönginn.“ Páll Óskar hafði iíka áhuga á teikni- myndum. Hann fór snemma að safna 8 mm myndum og fékk sér sýningarvél. Og í dag, þegar hann fer í barna- afmæli, mætir hann á stað- inn með gömlu myndirnar og fer með allri krakkastrollunni afsíðis og gegnir hlutverki sýningarstjóra. SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN „Hann var tveggja ára þegar ég fór fyrst með hann í bíó. Sennilega fór þá lífs- með Leikfélagi Kópavogs þannig að hæfileikarnir voru virktir þegar fór að togna úr honum. Ragnhildur Gísla- dóttir söngkona kenndi hon- um tónmennt í grunnskóla. Hún sá hvað í honum bjó og lét hann syngja í skólanum. „Þegar foreldrar okkar komu frá útlöndum, frá Ítalíu og Spáni, komu þau alltaf með plötur. Á þeim voru barnalög og Palli lærði textana mjög fljótt. Og hann söng lögin á ítölsku og spænsku eins og ekkert væri. Hann bara lærði þau utan að.“ í GENUNUM Það kom Diddú ekkert á óvart þegar Páll Óskar fór að syngja opinber- lega fyrir nokkr- um árum. Hún segist alltaf hafa vitað að að því kæmi því hann hafi svo fallega rödd. Ellefu ára söng hann inn á plötu með ævintýrinu um Hans og Grétu. „Þótt hann hafi farið í mútur hefur hann ennþá sömu mýktina í röddinni," segir hún. „Og þegar hann var krakki sá maður að hann var rosa- lega flinkur að dansa. Hann hafði svo mikinn rytma ( skrokknum. Hann hefur aldrei lært að dansa. Þetta er bara náttúrulegt." Þegar Diddú er beðin um að lýsa bróður sínum í stuttu máli segir hún að hann sé mjög opinn, glaðlegur, frjór og traustur. „Hann stendur við allt sem hann segir. Þótt það sé mikið umstang í kringum hann þá er alltaf hægt að treysta honum. Og hann er algjörlega fordóma- laus. Hann er alltaf til í allt. Hann er samt algjör reglu- maður. Sem krakki fór hann alltaf sínar eigin leiðir og hann þurfti mikinn tíma fyrir sjálfan sig. Hann er mjög góður strákur og það er ekk- ert illt í honum. Hann hefur þetta ítalska „element" í sér. Hann byrgir ekkert inni. Það má segja að hann sé mjög sérstakur. Og ég held að það finnist fleirum en mér.“ Páll Óskar tólf ára gam- all. „Það er voóalega erf- itt aó virkja svona fjöl- hæft barn,“ segir Diddú. 2. TBl. 1995 VIKAN 23 BERNSKUMINNINGAR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.