Vikan


Vikan - 20.02.1995, Síða 28

Vikan - 20.02.1995, Síða 28
NAFNSPJOLD HAR- TÍSKAN Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfirði - Sími 555 0507 Ávaxtasýrumeðferð fyrir andlit og hendur. Snyrtistofan Sírund snyrting • versíun • tjós (jrœnatúni 1 • 200 ‘Kópavoyur • Sínii 44025 HARSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 (fi 62 61 62 ANDLITSBOÐ/ HÚÐHREINSUN M.D. Formulations ávaxtasýrumeðferð, áhrifamesta húðmeðferðin sem kostur er á í dag. Handsnyrting - Fótsnyrting Vaxmeðferð - litun o.fl. Gjafakort - góð gjöf fyrir alla Borgarkringlunni, 4. hæð, norðurtum, sími 568 5535 Ath. kvöldtímar á fimmtudögum g/M/13314 RAKARA- é HAKqzem/ú/SWfA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVlK X ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR „ALLT í BESTA LAGI" Igær var eins konar klössunardagur hjá mér. Ég heimsótti heimilis- lækninn minn og vildi láta mæla blóðþrýstinginn hjá mér en hafði nú enga sér- staka ástæðu til að halda að hann hefði hækkað eitthvað að ráði. En ég þekki svo marga sem eru orðnir „of spenntir“ og langaði til að fullvissa mig um að allt væri í besta lagi, eins og uppá- haldskvikmyndin mín heitir. Og það reyndist rétt vera. Ég spjallaði við lækninn og spurði jafnframt hvort konur fengju ekki stundum liðverki á meðgöngunni. Hann horfði undrandi á mig, rígfullorðna konuna, og hafði eftir mér; á meðgöngunni? Ég áttaði mig fljótlega og sagðist meina yfirgangsaldrinum en um leið áttaði ég mig einnig á því hvað annað orðið er í miklu meira uppáhaldi hjá mér heldur en hitt. Ekki bara það, heldur hef ég ekki hugsað mér að nota það orð fyrir mig og mína parta í framtíðinni, vegna þess að það hæfir mér ekki. Eiginlega má þá bara segja að allt lífið sé einn yfir- gangsaldur. Eða enn frekar að allt lífið sé meðganga hinna ýmsu þátta og þegar best lætur verði fæðing, þar sem ávöxturinn kemur í Ijós, eftir oft erfiðar fæðingarhríðir. Já, þetta var heimilislækn- isþátturinn en svo fór ég til tannlæknisins síðar þennan sama dag. Oft hugsa ég um það hvað það er sérstakt starf að vera tannlæknir og er ég eiginlega alltaf jafn undrandi yfir því að maður geti opnað munninn svona upp á gátt og treyst einhverj- um fyrir því að gera það sem gera þarf til að þurfa ekki að verða viðskiptavinur tann- smiðsins fyrr en í lengstu lög. Helst aldrei, þótt ég vilji gamalli stöllu minni allt það besta og sé sjálf alltaf að selja henni eitthvað en hún smíðar heilu settin fyrir fólk, gegn greiðslu auðvitað. Það er allt að því gaman að fara til tannlæknisins míns. Ég er næstum því búin að segja honum ævisögu mína en það kemur til af því að einu sinni átti ég að mæta mjög snemma morg- uns í tíma en gerði það ekki og þegar klínikdaman hans hringdi var ég svo æst í sfm- anum, man varla hvað ég sagði, og skámmaðist mín svo lengi á eftir að ég er bú- in að vera að útskýra hlutina síðan og hann tekur þessu öllu Ijúflega og grunar mig að hann hafi sérhæft sig í sálarfræði sjúklinga með sérstaklega skakkar tennur. Ef til vill hef ég verið með léttar „fæðingarhríðir" þegar aðstoðarstúlkan hans hringdi en ef þið viljið vita hvað tannlæknirinn minn heitir þá er fyrsti stafurinn í nafninu hans Palli. □ Myrkrið þrýstir sér hljóðlega inn í óvarinn huga minn. Hríðirnar byrja. Ég fæði svalt kyrrlátt myrkrið og gef því líf. Hvílist svo lengi fram að næstu fæðingu. 28 VIKAN 2. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.