Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 38

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 38
KVIKMYNDIR fyrsta atriðiö. Síöan þurfti myndatökumaðurinn aö fara á fund og þá voru eftir þrjú. Jonni tók sjálfur það sem eft- ir var þann daginn. Líkt og aðrir kvikmynda- gerðarmenn, sem hér á landi þurfa að kljást við hat- ramma veðurguði, skiptust á skin og skúrir meðan tökur á myndinni stóðu yfir. Til dæm- is segir Jonni að þrisvar sinnum hafi orðið veðra- brigði meðan hann var að „skjóta" þetta eina atriði í tív- olíinu. „Það var sól, síðan sól og rigning, síðan rigning og rok og að lokum sól, rigning og rok,“ segir Jonni. En þótt rigning hafi ekki verið talin ákjósanleg við þessar að- stæður þá reyndist hún Jóni Sæmundi ágætlega. Hann þurfti að vera vatnsgreiddur og gat notað polla til þess að væta í greiðunni! „Og ég man að þegar við vorum búin að taka atriðið þá hlupum við í mígandi rigningu frá hafn- ar- tveir. Annar þeirra var smár í sniðum, hinn gamall sendi- bíll sem Jonni hafði fengið að láni hjá Friðriki Þór Frið- rikssyni. „Ég þurfti reyndar að kaupa bílinn af Friðriki eftir að ég hafði tvisvar sinnum „limlest" hann í árekstrum," segir Jonni. Hann á við bíl- inn. Þessi ágæta sendibifreið gaf síðan upp öndina viö Hafravatn og þá þurfti að troða tíu manns í litla bílinn, sem jafnframt var meðal leikmuna í myndinni, til að koma fólkinu til byggða. Umræddur smábíll átti að koma aftur við sögu síðar við tökur á „Einni stórri fjöl- skyldu“ en þá vildi ekki betur til en svo að búið var að rífa hann í spað og nota í vara- hluti. Þrátt fyrir mikla leit fannst ekki annar eins bíll og þurfti þá að sleppa atriðinu! Það kom þó ekki að sök því Jonni var sífellt gerðu þeir. Jón Sæmundur var annar þessara leikara og Bjarni Þórarinsson hinn en hann fór með hlutverk kokks. Við þetta tækifæri varð til eitt af þeim atriðum sem Jonni og Jón Sæmundur telja með betri atriðum myndarinnar. Gesti á veit- ingahúsi er í atriðinu varpað á dyr með tilþrifum og af mikilli hörku. Þarfór „kokkur- inn“ fremstur í flokki. Raunar héldu menn að strax í fyrstu atrennu hefði Jón slasast alvarlega við at- hæfi „kokksins“ og áttu ekk- ert frekar von á því að hann stæði upp framar. Jón Sæ- mundur afsannaði þetta þó við fyrsta hentugleika eftir að hann skall á malbikinu því hann spratt á fætur og öskr- aði: Aftur! Atriðið var tekið fimm sinn- um. bakkan- um inn á kaffihús og pöntuðum Irish Coffee," bætir Jonni við sposkur. Það er forvitnilegt að bera þessa sögu þeirra saman við viðbúnað Friðriks Þórs og félaga sem við tökur á „Á köldum klaka“ ferðuðust yfir- leitt með um 12 bíla og 35 manns. Þessi fyrsta taka Jonna og félaga er þó ekki lýsandi dæmi um tökurnar frá degi til dags. Að öllu jöfnu munu átta manns hafa verið í „crew-inu“ eins og tökuliðið er kallað. LEIKMUNUR FÓR Í VARAHLUTI Við Hafravatn fóru fram tökur fyrir myndina þar sem fimm börn komu við sögu. Þá voru viðstaddir nokkuð fleiri en þrír og bílarnir orðnir að vinna með handritið í huganum og gat þess vegna breytt því með lítilli fyrirhöfn þótt upp- hafleg meginatriði héldust. Þess má geta að Jonni segist standa í mikilli þakkar- skuld við Friðrik Þór. Hann hafi rétt sér hjálparhönd þegar öll sund virtust lokuð, bæði með því að lána sér fjármuni og gangast í ábyrgðir. „Fyrir það virði ég Friðrik Þór rnikils,'1 segir Jonni. FULLIR MEÐ LEYFI LEIKSTJÓRA. . . Jonni leggur ríka áherslu á aö myndin hafi yfir sér blæbrigði raunveruleikans. Sem dæmi um það má nefna að þegar tvær sögu- persónanna í myndinni áttu að vera drukknir keypti Jonni viskíflösku og bað þá um að sturta henni í sig. Og það LAUN VEGNA FÆÐINGAR Líkt og Jonni var farinn að örvænta þegar Jón Sæ- mundur kom til sögunnar lá honum aftur við sturlun af ör- vilnan þegar nokkuð var liðið á tökurnar. Hann vantaði nefnilega konu til þess að fæða fyrir sig svo hann gæti fest fæðinguna á filmu og notaö í myndinni. Jonni segir frá því hvernig hann fékk hvern löðrunginn á fætur öðrum eftir að hafa boriö upp þetta erindi sitt við van- færar konur. Þaö var ekki fyrr en Jonni sat einn á bar í leiðindum sínum yfir fæðingarleysinu að kunningi hans spurði hvers vegna hann væri svona dapur. Þessi náungi reyndist þá vita um ólétta konu sem væri jafnvel tilbúin til að fæða fyrir framan myndavélarnar. Og sú varð raunin. „Þannig að inni í kostnað- inum mínum fyrir myndina er reikningur sem hljóðar upp á laun vegna barnsfæðingar,“ segir Jonni sposkur og greinilega himninlifandi yfir því að þessi verðmæta kvik- myndataka heppnaðist sem best varð á kosið. HÁR VEX HÆGT Þegar þar var komið sögu að Jonni taldi sig vera að Ijúka öllum tökum fyrir mynd- ina ákvað hann að láta skrift- una snoða Jón Sæmund. Nú skipti engum togum, hárið fauk og Jón lék síðustu at- riðin sín. Þar fór hann með annað hlutverk í myndinni. Síðar, þegar eftirvinnsla myndarinnar var hafin, kom í Ijós að ekki voru öll kurl komin til grafar. Þá var ekki annað að gera en bíða þess að hárið yxi til fyrri síddar á Jóni Sæmundi! En hár sprettur með eindæmum treglega og þegar þolin- mæði þraut var hár- greiðslukona fengin til þess að snyrta Jón til þannig að munurinn sæist ekki. Hún mætti á svæðið með alls kyns hártoppa til að bjarga Jonna úr klípunni en aldrei þurfti þó að grípa til þeirra. GOSI OG ELVIS Myndin verður frumsýnd í mars en það breytir ekki því að kjafta- gangur um hana er þegar hafinn. Til dæmis þennan dag, sem ég hitti þá Jonna og Jón Sæmund, var frétt um það í blaöi að í myndinni hafi leikarar haft raunveru- legar samfarir fyrir framan myndavélarnar. „Bull,“ segja þeir og í Ijós kemur að burðarás myndar- innar er í raun mjög sakleys- islegur. Að sögn Jonna byggir myndin á svipuðum bók- menntalegum grunni og æv- intýrið um Gosa. Ungur maður lendir í straumþunga örlaga sinna og ræður ekki algerlega för sinni þegar hann fer að virða fyrir sér heiminn. Og Gosaminnið er í anda annarrar af a.m.k. tveimur heimsfrægum sögupersón- um sem koma fyrir í „Einni stórri fjölskyldu", beint og óbeint. Hin er Elvis Þresley. Hann kemur frá tunglinu og lifir. . . □ 38 VIKAN 2. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.