Vikan


Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 45

Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 45
ekki hægt aö finna út hvaö veldur. En þegar búiö er að skoöa stóran hóp af þessum konum kemur í Ijós að stór hluti þeirra býr við óleyst innri vandamál sem koma fram á þann hátt að þær fara að örva þvaglát. Þær eru því alltaf að fara á salernið og eiga það til að missa þvag. Þannig að þær geta stjórnað umhverfi sínu að hluta til með þvaglátamynstri sínu. Þegar búið er að komast að vandamáli sem þessu geng- ur meðferðin oft út á samtöl. Það þarf að kenna þeim annað hegðunarmynstur og þær þurfa að læra að fara á salernið upp á nýtt. Og þær verða að venja sig á að lengja tímann á milli sal- ernisferða. Einnig er þeim bent á að notast við grindar- botnsæfingar til að draga úr þörf sinni til að fara á sal- ernið." Stór hópur þeirra sem þjást af bráðaleka eru aldr- aðar konur með rýra slím- húð. Þær fá kvenhormón sem eykur blóðflæðið til slímhúðarinnar og vefjanna og byggir þá jafnframt upp. Kvenhormónin breyta sýru- stigi í leggöngunum og þvagrásinni og þykkja slím- húðina þannig að ertingin verður mun minni en áður. Svo eru til lyf sem beinlínis draga úr samdrætti blöðr- unnar. „Allt þetta getur mað- ur notað og gert lífið bæri- legra fyrir þessar konur,“ segir Konráð. Á EKKI AÐ VERA FEIMNISMÁL Fleiri ástæður fyrir þvag- leka eru til en hér hafa verið upp taldar. Konur geta verið með fæðingargalla og gat getur komið á blöðruna eftir erfiða fæðingu eða aðgerð. Það þarf alltaf að finna út af hverju lekinn er og þess vegna þurfa konur náttúr- lega að fara til læknis. „Vandamálið þvagleki er meira einkenni heldur en sjúkdómur," segir Konráð. „En á bak við þessi einkenni geta verið mismunandi or- sakir. Og það er það sem við læknarnir þurfum að finna út.“ Ungar, barnlausar konur sem stunda líkamsrækt geta þjáðst af þvagleka. Og þá er það oftast tengt einhverjum veikleika í vöðvunum. Það getur líka verið ættgengt. „Það gengur líka misvel fyrir konur að ná stjórn á þvagi. Það er algengt að konur, sem hafa verið með stöðug- ar þvagfærasýkingar, eigi erfiðara með að stjórna þvaglátum." Þvagleki er eitthvað sem konur tala ekki um. Margar konur telja að þetta sé hluti af öldrun eða eitthvað sem þeim sé áskapað. Þær þegja um lekann og það leiðir af sér að þær draga sig í hlé. Þær hætta að stunda lík- amsrækt og hætta jafnvel að fara út að dansa. „Þessar konur hætta kannski að gera kröfur til umhverfisins. Þeim finnst þær ekki vera þess verðugar að setja kröfur á aðra. Og oft leggjast þær í þunglyndi. Svo getur þetta líka spilað inn á samlíf fólks.“ Það eru ekki allar konur sem leita strax til læknis þegar þær verða varar við þvagleka. Þeim finnst þetta vera feimnismál og þær eiga erfitt með að tala um það. „Við læknarnir erum heldur ekki alltaf duglegir að ganga á konur. Það er til dæmis hægt að spyrja konur að þessu þegar þær koma í krabbameinsskoðun. En á Þvagleki er nokkuö sem konur tala ekki um. Þær draga sig í hlé og hætta aó stunda líkamsrækt og hætta jafn- vel aó fara út aó dansa . . . döfinni er að gera athugun á öllu landinu. Konur eiga að koma til dyranna eins og þær eru klæddar. Þær eiga ekki að skammast sín fyrir þvagleka. Það er vitað að hann er til staðar og er al- gengur. Og þvagleki verður ekki lagaður nema konurnar leiti hjálpar." □ Konur á öllum aldri geta átt við þvaglekavandamál að stríða, t.d. eftir barnsburð. Við barnsburð slaknar á grindarbotnsvöðvunum og þeir gefa eftir. Með Trimformi hefur náðst ótrúlegur árangur við að þjálfa þessa vöðva. Konur! Trimform getur lagað þetta algenga vandamál. ATH! Við veitum frían prufutíma. Komið og prófið því þið finnið árangur strax. Einnig höfum við náð mjög góðum árangri í grenningu, vöðvaþjálfun, að lækna vöðvabólgu o.fl. Við erum lærðar í rafnuddi. Hringið og fáið nánari upplýsingar um Trimform í síma: 33818 ATH ! OPIÐ frá kl. 08:00 - 23:00 alla virka daga og 09:00 -15:00 laugardaga. ?r 7R//Virc)RyVl Berglindar Grensásvegi 50 sími 33818 2. TBL. 1995 VIKAN 45 HEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.