Vikan


Vikan - 20.02.1995, Page 56

Vikan - 20.02.1995, Page 56
RÁÐLEGGINGAR Spurðu sjálfan þig þess- ara einföldu spurninga. Vildirðu hafa meiri tíma? Áttu erfitt með að slappa af? Finnst þér þú vera undir álagi? Ertu tregur til að fara í sumarfrí? Áttu erfitt með að hægja á hugs- unum þínum? Vaknarðu hugsandi um vinnuna? Áttu erfitt með að sofna? Svarir þú öllum spurning- unum játandi ertu sannar- TEXTI: MARÍA JENSEN Vinnusýki orsakast venjulega af langvarandi minnimáttar- kennd. HÖRKUPÚLAÐ VERA VINNUSJÚKUNGUR lega vinnusjúklingur. Vinnu- sýki orsakast venjulega af langvarandi minnimáttar- kennd. Og vinnusjúklingar þjást oft af exemi eða útbrotum, meltingartruflunum, óreglu- legum hægðum, liðagigt, of háum blóðþrýstingi, asma, höfuðverk eða mígreni. Fólk, sem vinnur sjálf- stætt, verður oft fyrir þessu. En þetta kemur einnig fyrir venjulega launþega - eink- um þá sem eru í krefjandi starfi þar sem samkeppni er mikil og yfirmaðurinn misk- unnarlaus. Húsmæður eru jafn líklegar til að fá þetta og hver annar. Þú getur hjálpað sjálfum þér með því að fylgja ein- földum reglum: Skrifaðu vikulega lista yfir allt sem gera þarf. Settu allt, sem er áríðandi, á einn lista og það, sem er minna áríðandi, á annan lista. Skipuleggðu tíma þinn þannig að fjórð- ungur hans sé frjáls. Ef þú fyllir daginn af skuld- bindingum koma óhjákvæmi- lega upp árekstrar. Slepptu allri óþarfa vinnu. Mörg verk verða að ávana. Ekki þvo bíl- inn nema hann sé óhreinn. Straujaðu aldrei nærbuxur! Notaðu ákveðinn tíma á degi hverjum til að slappa af. Vertu óhræddur við að biðja annað fólk um hjálp. Ekki halda að þú sért eini maðurinn í vinnunni sem get- ur unnið verkin. Láttu krakk- ana vaska upp heima. Jafn- vægi í lífinu er mikilvægt. Takirðu að þér ný verkefni slepptu þá einhverjum göml- um - að öðrum kosti hlaðast verkefnin upp þangað til þú örmagnast með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Skiptu stórum verkefnum niður í smærri hluta. Þá lækk- ar streituþröskuldurinn. Lærðu að segja NEI. Þetta getur verið erfitt en það er oft auðveldara en að gera hluti sem þú vilt í raun- inni ekki gera og hefur ekki tíma til að gera. □ m 1 m F/mf\ NQOL DAGfl LiÁM Al' uR. smit\ FBi KáÍ G'o&u PlNb- M\)(\ flULi En-Bifl, / 5Tuub~ W/VL flVELÚfl 1 —r / V T pCV'O’ 0 o REi-B T£a/6/)/| 5t ÓR, > 3 • / EiNK-SJ. Hi/ÍMi Hh&H A/AKT Al/tfWSÍ CRu/JhR u « > > kústa STE/^r- íajllm 5‘ •> > Y 'OKE'JP- iS —v TáfAíö/ z —v i ¥ jbu/v/A/AM lU 1//1 $ÓL~ Qutyjr ULTHaJ Kemöu > —V PÚMK. VEiT !*](,- UtAa/ 1 * > ts> > / z 3 ¥ 5~ > MflQQi Lausnarorð síðustu krossgátu ÁSLÁKUR 56 VIKAN 2. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.