Vikan


Vikan - 20.02.1995, Side 57

Vikan - 20.02.1995, Side 57
STJORNUSPA FYRIR MARS HRUTURINN 21. mars - 20. apríl Hrútar eru ekki hrifnir af því þegar þeir eru beönir um að sitja á sér. En táðu tímann í lið með þér með því að iáta stórar ákvarðanir sitja á hakanum. Einbeittu þér þess í stað að ýmsu því heima og í vinn- unni sem kann að virðast smávægi- legt en nagar engu að síður sýknt og heilagt í þér samviskuna. Þetta gildir fram í síðari hluta mánaðarins og einkanlega skaltu gefa gaum að atriðum sem varða líf þitt og heilsu. Eftir 21. er sólin mætt i merkið og þá er eins gott fyrir þig að vera til í tusk- ið. . . NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Fyrst í stað kann þér að virðast erfitt að ná jafnvægi milli eig- in öryggis og þeirra krafna sem um- hverfið virðist gera til þín um þessar mundir. Þó er ekki útilokað að þú náir jafnvæginu og eftir það eru þér allir vegir færir. Sennilega hefurðu aldrei getað ímyndað þér að þú ætt- ir nokkurn tímann möguleika á þvi vali sem þú kemur til með að standa frammi fyrir að þessum forsendum gefnum. Nýtt starf, nýtt fólk, fram- andi staðir. Skyndilega opnast fyrir þér nýr heimur fjölbreyttra tækifæra. Láttu ekki freistast til að lofa ein- hverju sem gæti hindrað þig í því að njóta lifsins. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Þrátt fyrir að öðrum veitist erfitt að skilja framtíðaráætlanir þín- ar þá er ekki þar með sagt að þú eigir ekki að reyna til þrautar að koma þeim í skilning um þær. Þú þarft nefnilega á stuðningi að halda við að hrinda áætlununum í fram- kvæmd. Með því að ræða áformin við aðra gefst þér tækifæri til að sníða af þeim ýmsa agnúa sem kynnu anna-s að valda vandræðum. Um miðjan mánuðinn gerirðu þér grein fyrir því hversu miklu máli það skiptir að hafa aðra á sínu bandi og þá muntu sæta allra færa til að fjölga í þeim hópi þínum. Þungavigt- arhnettirnir Satúrnus og Plútó sjá síðan til þess að þú haldir einbeit- ingunni að því sem mestu máli skiptir. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Nú kanntu að vera að velta fyrir þér hvernig best sé að víkka sjóndeildarhringinn - með námi, ferðalögum eða á annan hátt. En staða stjarnanna og þá ekki síst hins gagnmerka Satúrnusar, auk ýmissa skyldna í vinnunni eða ann- arra skuldbindinga gerir kröfur til gagnrýninnar og yfirvegaðrar um- hugsunar. Gefðu ekkert upp á bát- inn, ekki sist vegna áhrifa sólarinnar í Krabbanum þann 21. Þá eru kjör- aðstæður fyrir þig til að taka ákvörð- un um það hvernig þú getir á sem áhrifaríkastan hátt aukið víðsýni þína. LJÓNID 24. júlí - 23. ágúst Ef þú nærð að hrista af þér fjárhagslegar klyfjar eða bagga af öðru tagi og sannfæra þá sem máli skipta, um að styðja þig muntu sennilega geta nýtt þér athyglisverð tækifæri sem þér gefast til að fá út- VOGIN 24. sept. - 23. okt. Byrjun marsmánaðar er tími andagiftarinnar því þá mætir Venus þeim Úranusi og Neptúnusi. Þar með verður þér Ijóst að draumar þurfi ekki eingöngu að vera tálsýnir ef huga og hönd fylgja agi og ein- beiting. Með því að ganga hiklaust til óþægilegra verka muntu eiga auðveldara með að vinna þig út úr erfiðum kringumstæðum. Láttu þó ekki eigin málefni mæta afgangi, svo sem líkamlega heilsu eða and- lega. Þrátt fyrir að fyrirkomulag af þessu tagi kunni að reynast erfitt á rás, annaðhvort fyrir sköpunargleði eða ástina. En hversu girnilegir sem þessir kostir virðast skaltu bak- tryggja þig vandlega. Stattu heiðar- lega að málum, forðastu deilur og Ijúktu þeim með samkomulagi. Þetta kann að reyna á taugarnar en borg- ar sig þegar til lengri tíma er litið. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Framundan er timi ýmissa ákvarðana og því reynist nú þörf á talsverðri ígrundun og frumkvæði. Þú þarft þar af leiðandi að skipu- leggja vel hvernig þú ætlar að standa að þessum málum til þess að vera við stjórnvölinn. Ýmislegt er óljóst til að byrja með en með því að velja og hafna fyrr en síðar kann þér að veitast skipulagningin auðveldari í framtiðinni. Hafðu engar áhyggjur af þróun mála fyrirfram, þú munt takast á við hvert vandamál fyrir sig þegar þar að kemur og hugmyndir að úrlausnum vakna þá. Láttu þó ekki fallast í þá freistni að málin leysist af sjálfu sér og þótt ástin sé mikils megnug þá getur hún ekki tekið fyrir þig ákvarðanir. viðureignar muntu uppskera bæði stöðugleika og afl til þess að berjast fyrir rétti þínum. SPORÐDREKINN 24. okt. - 22. nóv. Eitthvað mun gerast í byrjun mánaðarins sem þér léttir við vegna þess að þér lætur betur að lifa við sannleika en ósannindi. Þetta kann að hægja á þér og þar kemur hníg- andi Plútó við sögu. En þá hefur nógu margt drifið á daga þína til þess að þú getir sett öll atvik (rökrétt samhengi. Og þegar öll kurl eru komin til grafar muntu komast að því að þú ert í raun ágætlega á vegi stödd og betur en þú hugðir. Tæki- færi til útrásar fyrir sköpunargleöi eða ástina eru jafn raunveruleg og þau sýnast og vel þess virði að grípa þau. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. des. Nú er lag að beina athygl- inni að margvíslegum kostum og möguleikum sem þér standa til boða. Gleymdu þó ekki fjölskyldunni og heimilinu sem þurfa alltaf að fá sinn skerf. Mál koma upp sem varða framtíðaröryggi. Staða Satúrnusar þann 6. ætti að verða til þess að þú gerir þér grein fyrir því að þú getur ekki gert allt, sem þig langar til, [ einu vetfangi. Síðan mun sólin færa sig yfir í Hrútsmerkið og þar með lifnar yfir þér og fleirum í kringum þig þann 21. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Blákaldar staðreyndir kunna að vefjast fyrir þér þannig að þér veitist erfitt að taka staðfastar ákvarðanir. Treystu þá á eðlisávi's- unina. Meðan á þessu tímabili stendur skaltu reyna að læra af reynslunni og því fleira, sem drífur á daga þína, þvi betra. Nú reynir á sveigjanleika þinn og áræði tii þess að reyna eitthvaö nýtt. Flestu get- urðu alltaf dregið þig út úr ef si'ðar kemur i' Ijós að þér líkar það ekki. Þú skalt því leggja áherslu á „könn- unarleiðangra" út fyrir túngarðinn án þess þó að binda þig varanlega. Nú ertu sennilega sjálfsöruggari en nokkru sinni fyrr. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Atburðir allan marsmánuð sýna þér, svo ekki verður um villst, að það er aldrei hægt að gera allt í einu. Þar skiptir engu hversu full- komið skipulagið er. Þú veltir fyrir þér fjármálunum en mættir einnig gefa meiri gaum þeim tíma sem þú hefur til umráða. Hvorugt er nefni- lega takmarkalaust og óráðlegt að hunsa atriði sem snerta tíma og fjár- mál. Mun skárra er að sökkva sér ofan í málin til að ræða þau og leysa. Koma síðan upp úr kafinu með lausnirnar. Mars hefur áhrif á persónutengsl þín þannig að ástvinir þínir eru undir miklu álagi og, að þér finnst, eigingjarnir. Gerðu þér góða grein fyrir aðstæðum til að ekki sjóði upp úr. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Nú liggur mikið við! Þær ákvarðanir sem þú munt taka fyrstu tíu dagana í mars munu væntanlega leggja línurnar fyrir árið. Staðfesta er eiginleiki sem er mikilvægur við þessar aðstæður. Ef valið stendur milli þi'n og annarra er áríðandi fyrir þig að setja eigin mál á oddinn. Stattu fast á þínu, sérstaklega á tímabilinu 14.-17. Frestaðu engum ákvörðunum af því að þegar tíu daga tímabilinu lýkur tekur við ákjósanlegur tími til þess að hrinda áformunum í framkvæmd. Þú gætir hagnast verulega á margan hátt ef þú kiknar ekki undan álaginu núna. 2. TBL. 1995 VIKAN 57 STJORNUSPA

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.