Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 6

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 6
ATAKASAGA bæði gölluð gen sem eru það sem kallað er víkjandi. Af þeim sökum þurfa þau að erfast frá báðum foreldrum til þess að gallinn komi fram hjá afkvæmi þeirra. Þetta er talið stafa af skyldleika. „Fyrir sex ættliðum síðan,“ segir Bogga, „giftust syst- kinabörn. Sá skyldleiki myndar þennan galia með stökkbreytingum f genum af- komenda þeirra og mætist síðan í okkur Gunnari. Við erum bæði ættuð frá Ólafs- firði í móðurætt og rekjum ættir okkar í Svarfaðardal. Um þetta höfðum við ekki hugmynd enda liggur skyld- leiki okkar svo aftarlega, eða í sjötta ættlið." Auk Aðalbjargar eiga þau Gunnar og Bogga, sem nú eru skilin, tvo drengi. Sigurð Örn, sem er 21 árs, og Hilm- ar Örn, 16 ára. Taldar eru 75% líkur fyrir því að þeir hafi í sér gölluðu genin en ekki er unnt að greina það með rannsóknum. „Fyrir þá merkir það að þeir megi ekki kvænast sér skyldum konum framar en f sjötta ættlið til þess að þessi erfðagalli birtist ekki í börn- unum þeirra,“ segir Bogga. ÁTTI AÐEINS AÐ LIFA EITT ÁR En Aðalbjörg er fleira en ellefu ára stelpuskott með greind sennilega yfir meðal- lagi. Hún er kraftaverk. Við fæðingu gáfu læknar foreldr- um hennar vonir um að þau myndu í mesta lagi njóta samvista við hana í eitt ár. Varla lengur. Fjörkálfurinn, sem reglulegaskopparfram- hjá og yfir blaðamann Vik- unnar meðan hann staldrar við heima hjá henni, er lif- andi sönnun þess að lækna- vísindin geta sem betur fer haft rangt fyrir sér. Það er þó sár og bitur reynsla og mikil sorg sem einnig býr þarna með þeim mæðginum fjórum og föður þeirra sem enn er tíður gest- ur og góður á heimilinu þrátt fyrir skilnaðinn. Árið 1976 fæddist þeim Boggu og Gunnari stúiku- barn sem reyndist mikið fatl- að. Fötlun stúlkunnar var svipuð fötlun Aðalbjargar, þó ekki nákvæmlega eins. En hálfir háls- og hryggjarliðir voru meðal einkenna fötlun- ar hennar. Báðir fætur voru heilir en samvaxin rif öðrum megin. Stúlkan lést aðeins 9 mánaða gömul. Þá var erfðafræðin ekki komin á það vís- indalega stig sem nú er og var álitið að í tiiviki hefði móðir náttúra einfaldlega gert mistök. Ann- að var uppi á tengingnum þegar Aðalbjörg kom til sög- unnar en þrátt fyrir það var erfðagalli hennar ekki grein- anlegur á fósturstigi og er ekki enn. Engu að síður er ir. Hún er því óeðlilega búkstutt og hefur lítið rými fyrir lungu og hjarta. Einnig vantar rifbein og bein í mjaðmagrind. Og vinstri fót- ur er mjög visinn og beygður og þvf hefur Aðalbjörg engin not af honum. Að vísu hafa rannsóknir leitt í Ijós að beygju- og réttivöðvar um hnéð eru fyrir hendi og fyrir dyrum stendur aðgerð til þess að rétta úr fætinum. „Hún bíður eftir því að komast í aðgerðina en þó eru eftir ýmsar rannsóknir," segir Bogga og á þar við lungnamyndatökur og hjarta- prófanir þar sem gengið verður úr skugga um hvort hún þoli svæfingu. Aðalbjörg fylgist með móður sinni segja frá þessu. Gefur síðan frá sér óttablandið kokhljóð en í augum hennar leynir sér ekki eftirvæntingin og hlökk- un til þess að geta farið um á tveimur jafnfljótum. Aðalbjörg ber fötlun sína mjög með sér. Hún er smá- vaxin og brjóstkassi hennar aflagaður. Og visni fótlegg- urinn er beygður um hnéð, eins og Aðalbjörg geri sér far um að hoppa um á öðrum fæti. ERFÐAGALLI VEGNA SKYLDLEIKA Ástæða fötlunar Aðal- bjargar er rakin til erfðagalla. Foreldrar hennar, Bogga og Gunnar Sigurðsson, bera Mæögurn- ar Aö- albjörg og Aöalbjörg. Sú yngri á viö afar óvenjulega fötlun aö glíma, búk- urinn hefur afar lítiö rými fyrir lungu og hjarta. Hún átti aöeins aö geta lifaö eitt ár! Sæll, ég er Aðalbjörg!“ Hún tekur á móti mér í dyrunum. Heils- ar með þéttingsföstu og ábyrgu handtaki. Hoppar síðan létt og örugglega á heilbrigða fætinum inn úr forstofunni. Þar stendur móðir Aðalbjargar Gunnars- dóttur. Hún heitir líka Aðal- björg og er Sigþórsdóttir. Við skulum kalla hana Boggu. Ég er staddur í Hafnarfirði og við heimili Aðalbjarganna heyrist niður sjávarins og höfnin blasir við. Þær búa þarna rétt við flæðarmálið. Enda leikur Aðalbjörg sér gjarnan í fjörunni, þrátt fyrir fötlun sína. Getur meira að segja skákað heilbrigðum vinum sínum þegar skyndi- lega flæðir að. Viö förum í fjöruna síðar. Setjumst fyrst inn í stofu. Aðalbjörg lætur fjörlega. Hún virðist svo kraftmikil að sennilega myndi hún sveifla sér í Ijósakrónum og stökkva upp á húsþök ef hún ætti ekki við fötlun sína að etja. ER Á LEIÐ í AÐGERÐ Fötlun Aðalbjargar er fyrst og fremst fólgin í því að allir háls og hryggjarliðir eru hálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.