Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 67

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 67
tveim dögum, um 1400 km leið. Varð nú að halda vel á spöðunum því margt skyldi skoða á þessari löngu leið. Við stöldruðum fyrst við í El Djem og skoðuðum hring- leikahúsið aftur, nú að morgni dags. Þá var haldið sem leið liggur suður á bóginn í átt að eyðimörkinni miklu sem heitir einu nafni Sahara. Þetta var á sunnudegi og hvarvetna við þjóðveginn mátti sjá að sunnudagssteikin var í undir- búningi - víðast hvar var ver- ið að slátra á bæjarhlaðinu eða gera að nýslátruðum lömbunum. HÉR VAR STJÖRNUSTRÍÐ HÁÐ Við ókum gegnum Sfax, næststærstu borg landsins, og Gabes en þaðan er flutt út fosfat og áburður og undan ströndinni eru dýrmætar olíul- indir. Og alla leið til Matmata við eyðimerkurjaðarinn fórum við og snæddum þar hádeg- isverð, þjóðarréttinn kus-kus, sem er einskonar kjötsúpa, í þurrara lagi þó miðað við hina einu sönnu islensku kjötsúpu - og bragðast ágæt- lega. Umhverfis Matmata er afar sérkennilegt og eyðilegt fjallalandslag og fyrir 18 árum var hluti kvikmyndarinnar „Star Wars“ tekinn á þessum slóðum. Strákar þyrptust að okkur í Matmata með tamda fálkaunga, konungsgersemi eflaust, í von um smáaura fyrir myndatöku. HELLISBÚAR SÓTTIR HEIM Skammt frá Matmata sóttum við „hellisbúa" í eyðimörkinni heim og var það einn af há- þunktum þessarar ferðar. Slík heimsókn er satt að segja ógleymanleg. Við komum allt í einu að stórri gryfju undir fótum okkar og gengum fram á brúnina. Þar horfðum við niður á tvö börn að leik á „stéttinni" eða forgarði þess- ara sérkennilegu hýbýla og kölluðu þau á pabba sinn jafnskjótt og þessar furðuver- ur birtust yfir höfðum þeirra. Foreldrarnir komu út von bráðar og buðu bláókun- ngum gestunum að ganga í bæinn. Þessi hýbýli eru þannig úr garði gerð að gengið er gegnum „hlið“ sem grafið er ( sandhól og inn á fyrrnefnt torg eða forgarð. Þaðan eru svo grafin herbergi inn í jarð- veginn, eftir stærð og þörfum fjölskyldunnar. Þessi hjón, sem við sóttum heim, voru um þrítugt, bráðmyndarlegt fólk og snyrtilegt, með þrjú börn og ömmu gömlu til heimilis en hún svaf værum svefni í einu herberginu og lét það ekki trufla sig þótt valsað væri þar um. Við kom- um þarna á hvíldartíma, siestunni, þegar heitast er og allt eðlilegt fólk fær sér mið- degisblund. TILVALIN HÝBÝLI í EYÐIMÖRKINNI Húsakynni þessi eru snilldar- lausn þarna í eyðimörkinni þar sem hitinn fer iðulega yfir 40 stig á daginn en kalt verð- ur á nóttunni, einkum á „vetr- um“. Þarna er hitinn alltaf þægilega tempraður, aldrei of heitt eða of kalt. Þess vegna vilja Berbarnir margir hverjir búa svona og unga fólkið ekkert síður en það eldra. Sums staðar mátti sjá sjón- varþsloftnet upp úr eyðimörk- inni og var það einkennileg sjón. Þarna er auðvitað ekk- ert rafmagn en sumir eiga sjónvarpstæki sem ganga fyrir rafhlöðum. Loftnetin voru eina merkið um mannabú- staði þar neðra, nema hvað líka mátti sjá þvott til þerris á einstöku stað. Snyrtilegra heimili hef ég vart séð en þennan neðan- jarðarbústað. Þarna voru þrjú herbergi og eldhús og allt fágað og strokið. Upp- búið hjónarúm var í hjóna- herberginu og stærðar skáp- ur og ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvernig þessu var komið þarna fyrir í upp- hafi því dyrnar eru þröngar. Kisa með kettlinga malaði í skoti sínu við útidyrnar. Á ÚLFÖLDUM ÚT í AUÐNINA í Douz, þar sem er vin í eyði- mörkinni, gistum við á ágætu hóteli, Sahara Douz, og þaðan var haldið í reiðtúr á úlföldum inn í eyðimörkina. Nú fannst manni einna líkast því sem maður væri farinn að leika í myndinni um Ar- abíu-Lawrence. Já, þarna komst maður virkilega í snertingu við Sahara-eyði- mörkina og blessaða úlfald- ana. Ekki vildi ég þó þurfa að ferðast dögum saman um eyðimörk á slíkum skegnum. Eldsnemma næsta morg- un var haldið af stað og ekið fyrst yfir gífurlega stórt salt- vatn, Chott El Djerid, sem nær yfir stóran hluta lands- ins f suðri. Þarna var ófært þar til fyrir nokkrum árum að vegur var lagður yfir vatnið. Á þessum árstíma er það nær alveg þurrt en endalaus flatneskja yfir að Ifta. Sölu- mennirnir létu ekki deigan síga, þeir voru komnir á stjá klukkan sex að morgni, þeg- ar áð var úti á miðju salt- vatninu, og buðu til sölu m.a. „sandrósir", sem eru allstórir saltkristallar, formaðir líkt og blóm og vinsælir minjagripir. „Æn dínar, gúdd præs!“ - Já, það má víða gera góð kaup í Túnis og sölumenn hins ólíklegasta varnings eru seigir að koma honum á framfæri við erlenda ferða- menn. Dínarinn er um 70 krónur eða jafnvirði eins Bandaríkjadals. VIN í EYÐIMÖRKINNI í Tozeur, handan við salt- vatnið mikla, eru gróskumikl- ir pálmalundir. Við fórum á hestakerrum til að skoða þá og nutum leiðsagnar tungu- lipurs og litríks leiðsögu- manns, sem talaði flestöll helstu tungumál heims og gerði óspart að gamni sínu. Hér eru ræktaðir ótal ávextir, m.a. fíkjur, döðlur, granat- epli, sítrónur og bananar. Við áðum um stund í Gafsa, stærstu borg í suður- hluta landsins, sem einkum er þekkt fyrir fosfatnámur, og héldum því næst til að skoða frægar rómverskar rústir í Sbeitla. Hitinn var nú kæf- andi, um eða yfir 40 stig í forsælu. Þarna eru uppi- standandi stórmerkar minjar frá tímum Rómverja og einn- ig eru þar minjar frá tímum Býsans-manna og Vandala. Vel sjást ummerki heillar borgar en áhrifaríkast er þó torgið, Forum, með þremur hofum hlið við hlið. Þessi hof voru helguð Júpíter, Júnó og Mínervu. Á leið okkar um suður- hluta Túnis fannst mér stundum sem landslagið væri ekki ólíkt og á íslandi og jafnvel gróðurfarið líka, í fljótu bragði séð. Uppblást- urinn er þarna ekki síður en hér, engin tré á stórum svæðum en fjallasýn mikil, nautgripir og sauðfé á beit - og úlfaldar. Svo eru gífurlega stór svæði þakin ólífutrjám með reglulegu millibili svo langt sem augað eygir. Ólífu- | olía var lengi vel helsta út- flutningsvara Túnisbúa en nú hefur orðið verðfall á i henni auk þess sem erfiðara er að finna markaði eftir stofnun Evrópubandalags- I ins. Í HELGRI BORG Síðasti viðkomustaður í suð- i urferðinni miklu, áður en l komið var til baka til Sousse, var Kairouan, eina borgin sem múslímar stofnuðu í Túnis. Kairouan er meðal helgustu borga múslíma, númer 4 - 6 í röðinni á eftir Mekka, Medínu og Jerús- alem. Borgin er trúarmiðstöð landsins og þar eru fjölmarg- ar moskur, gamlar og nýjar. Kairouan er líka þekkt fyrir ' teppagerð. Vegna þess hve trúarbrögðin eru sterkur þátt- ur í borgarlífinu eru ekki seldir þar áfengir drykkir nema á örfáum stöðum sem eingöngu eru ætlaðir erlend- um ferðamönnum. Annars eru Túnismenn af- , ar frjálslyndir í þessum efn- um sem öðrum ef miðað er við íslömsk ríki almennt. Þeir framleiða meira að segja ágætis vín sjálfir, í norður- hluta landsins, bæði rauðvín og hvítvín. Ein tegund af bjór fæst í landinu, Celtia, og þykir hann ekki góður, enda bruggaður úr klórvatni. Af sterkari drykkjum eru einna þekktastir Boukha, sterkur snafs úr gráfíkjum og Thi- barine, líkjör sem lika er gerður úr fíkjum og bragðast ekki ósvipað Gammel Dansk. Á leiðinni út úr hinni helgu borg, Kairouan, mátti sjá stóra samsetningarverk- i smiðju fyrir bíla sem General I Motors hefur sett á laggirnar. Kaninn kemur víða við, það er næsta víst. Landslagið á leiðinni er ótrúlega fjölbreytt. Við verð- um vitni að hillingum, „fata morgana", þegar pálmalund- ir í fjarska sýnast vera borg i sem speglast í vatni. Og svo, skömmu eftir að hafa séð alla nýju GM-bílana í | helgri borg, só ég hvar gam- all og hrumur maður ekur i asnakerru. Allur klæðnaður hans, dráttardýrið og lands- I lagið er nákvæmlega eins og á mynd úr biblíusögunum í bernsku. Hér hefur ekkert breyst. Tíminn hefur staðið í stað í tvö þúsund ár. □ i 3. TBL. 1995 VIKAN 67 FERÐALOG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.