Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 8

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 8
ÁTAKASAGA „Stundum segja krakkar við mig aö ég sé padda af því ég sé svo lítil", segir Aö- albjörg sem hér sést á einu af eftirlæt- is leik- svæöum sínum fjör- unni nærri heimili hennar í Hafnar- firöi. HÁSKÓLINN BARNFJANDSAMLEG STOFNUN Aöalbjörg ber meö sér mjög jákvætt hugarfar og viröist ákveðin í því aö láta fötlun sína ekki koma í veg fyrir að hún getið notið lífs- ins. Hún er þó mjög raunsæ og sættir sig viö þaö sem hún getur ekki breytt. Dæmi um þaö er aö finna í svari hennar við spurningunni um þaö hvaö hana langi til að veröa þegar hún veröi stór. „Ég get náttúrlega ekki gert hvaö sem er. En ef ég verö þá eins og ég er núna gæti ég hugsað mér eitthvert létt starf í búö eöa á skrif- stofu." En áöur en aö því kemur aö velja sér framtíðarstarf er Aðalbjörg ákveöin í því aö fara í framhaldsskóla og sfö- an í háskóla. „Aö læra þaö sama og mamma," segir hún en eftir aö Bogga lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Flensborg- arskóla á síðasta ári dreif hún sig í háskólanám í tákn- fræöi síðastliðið haust. Ekk- ert varö þó að sinni úr lang- skólanámi. „Háskólinn er barnfjand- samleg stofnun,“ segir hún, „þannig að ég varö að hætta á miðjum vetri.“ En á þeim stutta tíma sem hún þó gat stundað námið lærðu þær mæögur töluvert í táknmáli heyrnarlausra. Því til sönnunar stafar Aöalbjörg hiklaust nafniö sitt meö tákn- um. Og hún segist alveg geta hugsað sér aö verða túlkur fyrir heyrnarlausa. Um lundarfar Aðalbjargar segir Bogga: „Sennilega hefur jákvætt skaplyndi hennar gert hana aö því sem hún er. Hún hef- ur mjög góða og heilbrigða sjálfsmynd og getur gert velflest þaö sem stúlkur á hennar aldri taka sér fyrir hendur frá degi til dags. Hún syngur í kór, á pennavini á Ólafsfiröi og í Svíþjóð, fer í teygjutvist og snúsnú og á skauta." GAT ALVEG SKAUTAD Skauta?! Hvernig gekk þaö? „Ágætlega," svarar Aðal- björg, „ég fór meö bekknum mínum og krakkarnir héldu fyrst í mig og ýttu en slepptu mér síðan. Þaö vissi ég ekki og hélt alltaf aö þau héldu mér svo ég datt ekki strax. Þá komst ég aö því aö ég gæti þetta alveg en datt samt nokkrum sinnum. Aðal- lega vegna þess að hækj- urnar runnu undan mér á svellinu." Og Aöalbjörg hefur veriö aö leika sér ásamt öörum krökkum alveg í flæöarmál- inu og hlaupa undan sjón- um. „Sum blotna oft í fæturna," segir Bogga, „en það kemur aldrei fyrir Aðalbjörgu," bætir hún við og lítur á dóttur sína sem bregður skjótt við og stekkur fram í forstofu, engu hægar en hún heföi tvo jafn- fljóta. Hún kemur til baka meö hækjurnar sínar og sýnir okkur hvernig hún get- ur staðið á þeim án þess aö tylla niður fæti. „Einu sinni sagði strákur viö mig, eftir aö hafa blotnað upp í klof, að hann vildi að hann væri eins og ég,“ segir Aðalbjörg og þaö er ekki laust viö að í málrómi henn- ar ómi stolt og ánægja meö það sem hún þó hefur. HÆKJURNAR Á BÖGGLABERANUM En hún getur ekki allt og er meðvituð um þaö. Bogga segir til dæmis hafa liöiö tímabil þar sem Aðalbjörgu þótti harla leitt aö geta ekki verið í handbolta, dansi og fimleikum. „Sumir vina minna voru í þessu öllu,“ segir Aöalbjörg, „en ég gat þaö ekki þó aö mig langaði til.“ Fannst þér þaö sárt? „Nei, en mér fannst leiðin- legt aö geta þetta ekki. Ég geri bara þaö sem ég get. Og ég get margt sem aðrir krakkar gera ekki. Eins og til dæmis aö spila boccia. Þaö læri ég en þau ekki. Þaö kemur í staðinn," svarar Aö- albjörg staðföst. Bogga segist alls ekki draga úr dóttur sinni þegar hana langi til að fara meö vinum sínum eitthvert, eins og til dæmis á skauta eða niður í fjöru. Aðalbjörg verði sjálf aö meta hvað hún geti. Þó geti verið erfitt aö feta hinn gullna meðalveg í upp- eldinu sem vissulega sé á margan hátt sérstakt og annmörkum háð. Hér hefur komið fram aö veturnir geti verið erfiðir en á móti kemur sú ákvöröun Boggu aö tak- marka ekki útivistartíma Að- alabjargar á sumrin. Þá fái hún aö leika sér úti við svo lengi sem hún vilji. Aöalbjörg brosir kankvís- lega þegar hjóliö hennar berst í tal. Hjóliö með bögla- beranum og lóöinu á öðru fótstiginu. Það er sumarfar- artækið hennar. Vegna þess að hún getur ekki notaö báöa fætur til aö hjóla þá var sett lóð á annað fótstigið og síðan stígur Aö- albjörg hjólið áfram meö heilbrigöa fætinum. Á bögglaberanum geymir hún hækjurnar sínar. Og svona fer hún niður í bæ. Hún fer líka á hjólinu á æfingar hjá Firði, íþróttafélagi fatlaðra í Hafnarfirði, og allra annarra ferða sinna þegar ekki liggur snjór og krap yfir öllu. MIKIL MAMMA í SÉR Á íþróttaæfingum, sem Aðalbjörg sækir alltaf meö fulltingi Hilmars Arnar bróöur síns, hefur hún mest gaman af frjálsum íþróttum, svo sem stökkum og hlaupum. Stundum fer hún í sund og stundum í boccia auk þess sem hún hefur fariö með pabba sínum í keilu. Hún á meira að segja verðlauna- pening frá keilumóti þar sem hún sigraði. Og hún tekur oft að sér aö leiða nýja félaga í Firöi gegnum fyrstu æfing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.