Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 31

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 31
eru teknir af mér skattar og önnur gjöld. Það finnst mér mjög þægilegt því þá veit ég alveg hverju ég má eyða. Annars finnst mér ég eiga meira en ég í raun og veru á og kemst í vandræði þegar að því kemur að borga skatt- ana. Við, ég og maðurinn minn, sem er líka leikari og starfar sem verktaki, tókum upp á því fyrir stuttu að nýta okkur þjónustu bankans okk- ar og láta hann um að taka opinber gjöld af laununum okkar. Við erum mjög ánægð með þá þjónustu, enda kus- um við stundum heldur að borga gamlar skuldir frekar en skattana.“ Leikarar eru gjarnan í vinnu hjá mörgum aðilum og um þessar mundir leikur Björk bæði í leikritinu Rusla- skrímslið, sem leikið er í skólum, og kennir í leiklistar- klúbbum í tveimur grunn- skólum. „Það sem mér finnst verst við það að vera verktaki, er að vera ótryggð fyrir veikind- um, slysum eða verkefna- skorti. Sfðastliðið sumar, þegar lítið var að gera, átti ég engan rétt á atvinnuleys- isbótum þar sem ég fékk um það bil 30.000 kr. á mánuði fyrir ýmsilegt smálegt eins og til dæmis innálestur fyrir sjónvarp. Ári eftir að ég út- skrifaðist úr Leiklistarskólan- um hafði ég nóg fyrir stafni. Svo eignaðist ég barn og dró mig því í hlé um tíma. Það tók sinn toll. Það eina, sem leikarar geta nefnilega gert til að hafa næga vinnu, er að minna sífellt á sig. Verktaka- vinnan veitir mér vissulega ákveðið frelsi en þegar mað- ur er kominn með fjölskyldu kýs maður fremur atvinnuör- yggið. Draumastaðan væri því að vera launþegi í fastri vinnu sem ég gæti treyst á allt árið um kring en vinna verktakavinnu samhliða henni.“ NÚ ER ÉG EIGIN HERRA Ágúst Österby húsasmið- ur tók að starfa sem verktaki fyrir fjórum árum. Hann segir sjálfstæðið, sem því fylgi, eiga mjög vel við sig. „Ég var orðinn þreyttur á að vinna undir annarra stjórn og oft líkaði mér ekki fram- kvæmdin á þeirri vinnu sem ég var beðinn um að inna af hendi. Nú er ég aftur á móti eigin herra og get hagað verkframkvæmdinni og vinnutímanum eins og ég kýs. Þegar vel viðrar get ég til dæmis sinnt áhugamáli mínu, Ijósmyndun, án þess að nokkur finni að því. Verk- takastarfinu fylgir nokkur pappírsvinna og fara kvöld og helgar gjarnan í að hanna útboð, rukka eða hringja símtöl. Samt vinn ég ekki eins marga tíma og á meðan ég var launþegi. Ég hef líka svipuð laun og ég hafði áður en félagsleg réttindi hafa að sjálfsögðu versnað." Ágúst hefur sjaldan þurft að líða verkefnaskort og hafa verkefnin hlaðið utan á sig. Þegar um áríðandi verk er að ræða vinnur hann í fé- lagi með öðrum verktaka. Hann sinnir aðallega ýmiss konar viðhaldi og í sumar hafði hann svo mikið að gera að hann þurfti að ráða tvo starfsmenn sér til aðstoðar. „Iðulega vinn ég þó einn, enda er ég kröfuharður og treysti sjálfum mér best. Það á yfirleitt vel við mig þótt stundum geti verið einmana- legt að hafa engan til að tala við allan liðlangan daginn. Ég kvíði aldrei verkefnaskorti því ég get gripið í svo margt ann- að en viðhaldsvinnuna. Ég hef til dæmis ég fengist við að smíða skartgripakassa." □ „Ég var oröinn þreyttur á aö vinna undir öör- um“, segir Ágúst Öst- erby húsa- smiöur. Sjálfstæö- iö eigi mjög vel viö sig. 3.TBL. 1995 VIKAN 31 ATVINNUMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.