Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 42

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 42
STJÖRNUSPÁDÓMAR TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN ÞETTA BIÐUR Þótt Gunnlaugur Guö- mundsson starfi ekki sem spámaður tók hann vel í að spá tyrir um úr- slit alþingiskosninganna 8. apríl út frá stjörnuspekinni. Niðurstöðurnar voru einkar afgerandi og VIKAN er stolt af því að birta þær hér - tveimur vikum fyrir kosningar! Þeir sem eru of óþreyjufullir til að bíða eftir raunverulegum niðurstöðum geta því lesið sér til um úrslit kosninganna hér, með gæðastimpli Gunn- laugs. Gunnlaugur leggur áherslu á að hann sé að tala um veðrið og orkuna í lífi fólks. „Ég veit að orkan kemur og hvenær en get ekki fullyrt hvað fólk gerir því það hefur frjálsan vilja til að bregðast við. Ég sé þó hvort um mót- byr er að ræða og hverjir eru inni í myndinni," segir hann. ENGIN HALLARBYLTING Kosningarnar 8. apríl ganga ágætlega og Ijóst er að þær verða ekki byltingar- kosningar þar eð Úranus er ekki sterkur í kosningakort- Jón Bald- vin Hanni- balsson: Á leiö út úr pólitík - til starfa er- lendis. inu. Kjósendur koma ekki til með að velja nýju valkostina. Þjóðin er nýjungagjörn en þó mjög íhaldssöm. Nýjungagir- nin kemur fram í kaupum á alls kyns tækjabúnaði en ristir aldrei neitt sérstaklega djúpt. Framsóknarflokkur kemur nokkuð vel út úr kosningun- um og sameinast líklega Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn. Stjömukort Alþýðuflokks bendir til að hann nái að sigla milli skers og báru og halda lífi sem flokkur þrátt fyrir margvíslega erfiðleika undan- farið ár. Alþýðubandalag verður á sinum stað í kosningunum og fær sín 12 - 14 prósent. „Svo verða þeir til hliðar að nöldra þetta en ég sé þá ekkert með í myndinni," segir Gunnlaug- ur. Þjóðvaki kemur þokkalega út, með sín 8 - 9 prósent, en fær ekki það mikla fylgi sem fyrstu skoðanakannanir bentu til. Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki í ríkisstjórn. Samdráttarorka er á kort Kvennalistans og á Venusar- kort íslands, sem bendir til erfiðleika hjá konum á árinu. Satúrnus fer upp á sól Kvennalistans og liggur ofan á henni, þannig að Kvenna- listi er áveðurs og búinn að vera sem stjórnmálalegt afl. ÍSLENSKT FRAMKVÆMDAVOR Gunnlaugur telur að á næstu árum séu framundan samningar um stórfram- kvæmdir sem skapa mikla at- vinnu. Sól er að fara yfir Mars og Júpíter og 1996, '97 og '98 verða mikil uppgangsár á landinu. í desember '95 gætu borist fyrstu tíðindi varðandi uppgang. Mars er fulltrúi framkvæmdaorku, sem örv- ast við að vera í birtu sólar. í stjörnukorti íslands hefur tungl í þróunarstöðu verið í Fiskamerkinu og fer inn í Hrútsmerkið haustið '95. Gunnlaugur túlkar ferð tunglsins á þá lund að það slen og stefnuleysi sem hefur einkennt þjóðlífið síðastliðin ár sé að baki með haustinu og þá taki við fimm ára fram- kvæmdatímabil. Árið 1995 gengur þó ekki alveg áfallalaust. I júní, júlí og ágúst kemur til með að eiga sér stað endurskipulagning og uppstokkun á fjármálum og þá er einhver samskipt- akreppa, sem gæti þýtt að sú ríkisstjóm sem tekur við lendi í stjórnarkreppu. Þessir erfið- Davíö Oddsson: Maöur andartaksins. leikar gætu tengst samskipta- kreppu í þjóðfélaginu, en við- varandi kreppa verður í heil- brigðiskerfinu, áframhaldandi samdráttur, uppstokkun og spenna. Sú spenna varir allt til febrúar - mars 96 en þá er einmitt hitt erfiðleikatímabilið á landinu. Þetta eru Satúrn- usartímabil, en á þeim er horfst í augu við raunveruleik- ann, stokkað upp, bókhaldið tekið, o.s.frv. Mögulegt er að í júní til ágúst '95 verði komið reglu á fjármál, en ríkisstjórnir koma sem kunnugt er alltaf fyrst með leiðinlegu aðgerðirnar. ÓLGA í MENNTAMÁLUM Ólga er í sambandi við skólakerfið og menntamálin fram í október '95. Komin er þörf á opnun f skólamálum, sem ekki er viðlit að líta fram- hjá. Orkan í þjóðfélaginu kall- ar á þenslu og úrbætur í skólakerfinu í heild. Taki menn ekki á því verða afleið- ingarnar ólga og öngþveiti. Ólgan var í febrúar, verður aftur í maí - júní og í október. Núverandi stjórnvöld og næsta ríkisstjórn komast ekk- ert upp með að segja að ekki séu til meiri peningar. Áfram er þensla í tjáskipt- um, hvað fjölmiðla varðar. Tveir óvæntir atburðir verða á árinu, í júní og október, sem tengjast breytingum í fjólmiðl- um, samskiptum og sam- skiptamálum. Þetta gæti tengst kapalkerfi, margmiðl- un, erlendum aðilum eða sæstrengnum, einkavæðingu Pósts og síma - við erum inni í miðri fjölmiðla- og sam- 42 VIKAlN : tb'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.