Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 14
BERNSKUMINNINGAR
ur konum í raðhúsinu, sem
voru stundum, að því er okk-
ur krökkunum fannst, svolítið
stiggar, og við höfðum sér-
staklega gaman af að stríða
þeim. Það merkilega var að
þær féllu nokkrum sinnum á
sama bragðinu; án efa
vegna þess að við notuðum
ekki alltaf sömu budduna.
Þetta var mjög skemmtilegt."
■ Eitt sinn héldu
systkinin að saklaus
nágrannakona
mundi gefa upp
öndina i kjjölfarið á
hrekk þeirra...
■ Heimir stundaði
þann hrekk að fela
sig undir rúmum
eldri bræðra sinna
þegarhann grunaði
að þeir byðu dömum
með sér heim.
■ Heimir segist hafa
verið háður Jónu
Dáru frá fimm ára
aldri þangað til
hann varð niu ára.
Eldri bræður systkinanna
eru fæddir 1949 og 1951.
Þeir deildu sama svefnher-
bergi og Jóna Dóra og
Heimir stunduðu það að fela
sig undir rúmunum þeirra
þegar þau grunaði að þeir
mundu bjóða dömum með
sér heim. „Við héldum niðri í
okkur andanum fyrsta hálf-
tímann. Það endaði alltaf á
því að við sþrungum þannig
að inni í herþerginu varð
uþþi fótur og fit og við vorum
rekin út. Okkur tókst að leyn-
ast undir rúmunum í nokkur
skipti; en það kom auðvitað
að því að þeir áttuðu sig á
að þar gæti leynst einhver
hætta og þá var komið í veg
fyrir frekari hrekki.“
Það voru ekki einungis
stiggar nágrannakonur og
ástfangnir unglingspiltar sem
urðu fórnarlömb systkinanna
með Jónu Dóru í farar-
broddi. Heimir neitar því ekki
að hún hafi verið prakkari og
nefnir enn eitt kvikindislegt
atvik sem hún og vinkona
hennar voru forsprakkar fyr-
ir. Hún var þá orðin stálpuð,
fimmtán ára, en henni héldu
engin bönd. Prakkarastrikin
skyldu halda áfram. „Þær
vinkonurnar voru heima að
passa mig en mamma og
pabbi höfðu skroppið eitt-
hvert út. Þessi vinkona
hennar var líka grallari og
þeim datt í hug að koma
mömmu og pabba í opna
skjöldu þegar þau kæmu
heim. Við settum allt á tjá og
tundur, veltum við stólum og
borðum, settum styttur á
hvolf og tókum myndir niður
af veggjunum þannig að það
leit út fyrir að þeim hefði ver-
ið stolið. Skömmu áður en
mamma og pabbi komu
heim opnuðum við hurðina
út í garð og földum okkur. Ég
held að ég hafi örugglega
sofnað þrisvar eða fjórum
sinnum á meðan við biðum.
Þegar þau komu heim virtist
allt vera á tjá og tundri; að
vísu var allt skipulega lagt á
hliðina. Það er ekki hægt að
segja annað en að uppi hafi
orðið fótur og fit. Mamma
fékk hálfgert áfall en hún var
fljót að jafna sig þegar við
spruttum upp hlæjandi. Það
fauk hins vegar í pabba."
NÁMSHÆFILEIKUM
SÓAÐ
Sem krakki var Jóna Dóra
nokkuð glaðlynd og hlátur-
mild og frekja ef því var að
skipta. Systkinin höfðu gam-
an af að setjast niður með
föður sínum á kvöldin og
hann lagði fyrir þau spurn-
ingar úr landafræði. „Karlinn
er ótrúlega vel að sér í
landafræði þótt hann hafi
bara tvisvar farið út fyrir
landsteinana," segir Heimir.
Jóna Dóra var töluvert hátt
skrifuð f handboltanum í
Réttarholtsskóla, fór á skíði
og spilaði fótbolta með
Heimi og félögum hans.
„Hún var svolítill strákur í sér
og fékk að vera með. Hún
segir það að vísu í dag að
við höfum alltaf keppst um
að hafa hana með í okkar
liði því hún hafi verið svo
góð; ég man að vísu ekki
eftir því. En á þessum tíma
var ekkert algengt að stelþur
léku sér í fótbolta."
Jóna Dóra var mikill
námshestur og að sögn
Heimis var hún þrælgóð í
skólanum. „Ég held að hún
hafi fengið alveg þrumugóða
einkunn á landsprófi. Því
miður ákvað hún að halda
ekki áfram í skóla eftir land-
spróf og það má segja að
mjög góðum námshæfileik-
um hafi verið sóað. Það er
eiginlega fáránlegt þegar
sumir þurfa að berjast við að
læra.“ Heimir telur að náms-
leiði og leti hafi valdið þess-
ari ákvörðun. „Það er samt
öfugsnúið því hún hafði ekk-
ert fyrir þessu.“
FULLORDINSÁRIN
TAKA VIÐ
Eftir því sem Heimir varð
eldri fjarlægðist hann systur
sína. Hann segist hafa verið
háður henni frá fimm ára
aldri þangað til hann varð
niu ára. „Þá varð ég sjálf-
stæðari og eignaðist mína
vini og hún var komin á
gelgjuskeiðið og fór að
hugsa um eitthvað allt ann-
að en fjölskylduna."
Jóna Dóra var eina dóttirin
á heimilinu og var þar af
leiðandi í sérstöku uppáhaldi
hjá föður sínum. Heimir segir
að föður þeirra hafi ekki ver-
ið sama þegar hún byrjaði
að koma heim með stráka.
„Ég man eftir því að pabbi
vildi ekki tala við þá og hann
heilsaði þeim ekki þegar þeir
komu inn. Þegar hún kom
fyrst með Guðmund Árna
leist honum ekkert á hann.
Ég held að þabbi hafi bara
viljað eiga hana. Þegar hann
sá hins vegar að hún kæmi
ekkert til með að losa sig við
Guðmund Árna, tók pabbi
hann smátt og smátt í sátt.“
Jóna Dóra var nítján ára
þegar hún byrjaði að vera
með Guðmundi Árna. Tvítug
eignaðist hún fyrsta barnið.
„Ég man eftir því þegar þau
keyptu fyrsta bílinn. Það var
algjör drusla og eilíft vesen í
kringum hann. Það má segja
að allar götur síðan hafi ver-
ið eilíft vesen með alla bíla
sem þau hafa keypt. Guð-
mundi Árna er andskotans
sama hvernig bíl hann keyrir
á. Þau hafa bara átt druslur.
Það hefur jafnvel verið sagt
að Guðmundur Árni hafi ver-
ið að snobba niður á við í
bílakaupum."
Jóna Dóra og Guðmundur
Árni hafa eignast sex börn
en tvö þeirra eru látin. Þegar
Heimir er beðinn um að lýsa
Jónu Dóru eins og hún er í
dag segir hann að hún sé
fyrst og fremst móðir. „Ég
held að hún fái meira og
minna mestallt út úr lífinu við
móðurhlutverkið. Hún er
ennþá hláturmild, umhyggju-
söm en svolítið þrjósk og
stjórnsöm. Stjórnmálaskoð-
anir hennar eru litaðar af
stjórnmálaskoðunum manns-
ins hennar. Ég held að hún
hafi líka áhrif á hann. Ég er
raunar ekki í nokkrum vafa
um það og hún getur án efa
oft hjálpað honum í pólitík-
inni.“
LANGAÐI í SYSTUR
í æsku sváfu systkinin
bæði í herbergi foreldra
sinna og þrátt fyrir að Heimir
hafi verið með magakrampa
í þrjá mánuði og argað eins
og vitlaus maður frá klukkan
tíu á kvöldin til tvö á nóttunni
var eitthvað sem gerði það
að verkum að systirin þurrk-
aði hann einhvern veginn út
úr lífi sínu fyrstu þrjú árin.
„Ég held því fram að ég hafi
verið haldin einhverri sálar-
kreppu vegna þess að syst-
kinið, sem ég eignaðist,
reyndist vera strákur. Mig
langaði nefnilega í systur. Ég
varð alveg brjáluð þegar afi
kom og sagði að mamma
hefði eignast strák."
Fyrstu minningar Jónu
Dóru um Heimi eru þegar
hann fékk bangsa að gjöf.
Og næstu ellefu árin deildi
bangsinn rúmi með Heimi.
„Ég man þegar hann kom
gangandi á móti mér og
sýndi mér bangsann. Hann
var svo glaður. Ég notaði
eitthvað barnamál, sagði
„jedúddamía" eða eitthvað
álíka, og það var þá sem
eldri bræður mínir sögðu
mér að þegja og sögðu að
ég væri ömurleg. Þeir þoldu
mig ekki. Ætli það hafi ekki
verið vegna þeirra sem ég
man eftir því jDegar ég var að
samfagna Heimi yfir þessum
bangsa."
14 VIKAN 3. TBL. 1995