Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 74
FEGURÐARSAMKEPPNI
og Guðrún Rut árið áður.
Báðar komust þær í úrslit. Þá
tóku þær tvær einnig þátt í
keppni Oroblu og bar Hrafn-
hildur þar sigur úr býtum.
Þótti geta státað af fegurstu
fótleggjunum.
Oroblu styrkir sínar stúlkur
til þátttöku í keppni Hawaiian
Tropic 1995. Það gera einnig
Vífilfell, World Class, Topp-
sól og Sportís.
Mánuðina áður en stúlk-
urnar héldu utan æfðu þær af
kappi í World Class og til að
mæta fagurbrúnar á Dayton-
aströnd á Flórída stunduðu
þær bekkina í Toppsól.
Þær stöllur eru fyrirsætur
hjá lcelandic Models og þar
nutu þær stuðnings Auðar
Guðmundsdóttur sem er
orðin öllum hnútum kunnug
hvað varðar keppnina ytra.
Af þeim sem áður hafa far-
ið héðan til þátttöku í keppn-
inni hefur Laufey Bjarna-
dóttir, forsíðustúlka Vikunn-
ar og Samúels 1991, haft af
þvi mestan ávinning. Meðal
annars fór hún til fyrirsætust-
arfa í Grikklandi ásamt fimm
öðrum stúlkum úr keppninni
og síðar fór hún svo á kvik-
myndahátíðina í Cannes
ásamt eiganda keppninnar
og nokkrum fögrum stúlkum.
Þar voru stúlkurnar meðal
gesta í flottum samkvæmum
ásamt frægum leikurum og
kvikmyndagerðarfólki.
Myndirnar hér f opnunni
voru teknar af þeim Valgerði,
Guðrúnu Rut og Hrafnhildi að
æfingum í World Class. Þær
eru í sportfatnaði frá Sportís;
þykku jogging-gallarnir eru
frá Everlast en aerobic gall-
amir frá Dance France.
Förðun stúlknanna fyrir
myndatökur annaðist Katla
Einarsdóttir frá Förðunar-
skóla Línu Rutar.
Hönnun: Ásdfs Birgisdóttir / Fyrirsæta: Hrund Traustadóttir
Skyrta frá Plexiglas, Borgarkringlunni.
LÝSING: Peysa prjónuð á hringprjóna með laskerma úrtöku.
Peysuna má nota hvort sem er á réttunni eða röngunni.
Stærðir S-L
EFNI: Mohair Super Kid frá Bouton d’Or, Garnhúsinu, Suður-
landsbraut 52. Langir hringprjónar nr.4 og 5, stuttur hring-
prjónn nr.5 og sokkaprjónar nr.4 og 5. Gott er að prjóna úr
þessu bandi á bambusprjóna.
PRJÓNFESTA: 16 L og 23 umf sl gera 10 x 10 sm reit. Sann-
reynið prjónfestuna.
STÆRÐIR: S L
yfirvídd (bolsins) 90 sm 96 sm
sídd (frá hálsmáli að framan) 37 - 39 -
ermalengd 50- 53-
SKAMMSTAFANIR:
sm: sentímetrar L: lykkja (-ur)
prj.: prjónið sl: slétt (lykkja/prjón)
umf.: umferð br: brugðið (lykkja/prjón)
BOLUR: Fitjið laust upp 130-140 L á hringprjón nr.5, skiptið
svo yfir á hringprjón nr.4 og prj. „1 umf. sl, 1 umf. br“ 8 sinn-
um. Skiptið yfir á prjóna nr.5 og aukið jafnt út í fyrstu umferð
um 14 L, 144-154 L og prj. sl 15-17 sm. Setjið nú fyrstu 10 L í
næstu umf. á geymslunál eða -þráð og prj. næstu 62-67 L,
setjið svo næstu 10 L á geymslunál eða -þráð. Geymið.
ERMAR: Fitjið laust upp 26-30 L á sokkaprjóna nr.5. Skiptið
yfir á sokkaprjóna nr.4 og prj. „1 umf. sl, 1 umf. br“ 8 sinnum.
Skiptið yfir á prj nr.5 og prj. sl og í fyrstu umf. skal auka jafnt
Út um 4 L, 30-34 L.
Prj. 13 umf. sl. Aukið svo út um 2 L á miðri erminni innan-
verðri í 6. hverri umf., 15 sinnum. Þá eru 60-64 L á prjónin-
um, prj. sl þar til ermin mælist 50-53 sm. Setjið 10 L á miðri
erminni innanverðri á geymslunál eða -þráð og prj. svo erm-
ina upp á bolprjóninn, gætið þess að láta handvegslykkjurnar
mætast.
Prjónið svo hina ermina eins og setjið 10 L á geymslunál
eða -þráð og prj. ermina upp á bolprjóninn. Nú eru 224-242 L
á prjóninum.
74 VIKAN 3.TBL.1995