Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 41

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 41
STJÖRNUSPÁ FYRIR APRÍL HRUTURINN 21. mars - 20. aprfl Stjörnurnar eru þér ekkert sérlega hliðhollar um þessar mundir. Staða mála, eldri sem yngri, er í ágætum skorðum en nýjabrum held- ur fátítt. Tækifæri til frama i starfi liggja í láginni og rólegheit í rómant- ísku deildinni. Tálsýnir kunna að birtast þér með einhverjum hætti en vitaskuld eru þær haldlitlar. Örvæntu þó ekki því árið er í heild örlagaríkt og það, sem kann að virðast hverf- andi núna, mun snúa aftur og þá betra. Eftir 21. skaltu gefa því gaum sem þá kallar á athygli þína, frekar en huga að framtíðinni. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Umrót af ýmsu tagi kann að gera vart við sig. Þú skalt ekki kippa þér upp við það. Umrótið er þvert á móti hluti af ferli sem til lengri tíma litið mun færa þér aukið frelsi. Hvort tveggja á þetta við um ýmislegt i einkalífinu og í starfi sem hingað til hefur haldið aftur af þér. Þegar þú efast um þína eigin verðleika skaltu veita athygli kostum þínum en láta annað liggja milli hluta. Hugaðu hik- laust að líkamlegri velferð þinni og mundu að væntanlegar breytingar munu gera kröfur til þín en eru fyrir- hafnarinnar virði. TVl'JURARNIR 22. maí - 22. júní Töluverðar hræringar eru í tvíburamerkinu að því leyti sem snýr að félagsskap. Þetta leiðir af sér ert- iðleika í samskiptum og krefst þess að málin séu dregin upp á yfirborðið og rædd. Ekki er ráðlegt að leita neinna varanlegra úrlausna. Af þessu muntu væntanlega geta dreg- ið þann lærdóm að gamlir og góðir draumar geta úrelst eins og annað. Þar af leiðandi neyðistu til þess að endurskoða þær hugmyndir sem þú hefur hingað til gert þér um það hvað og hver gæti fært þér mesta hamingju. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Athafnagleðistjarnan Mars hefur nú töluverð áhrif á krabbana og hið fjörmikla hrútsmerki einnig. Þetta leiðir af sér töluvert alvarlegt ástand sem er þó ekki að öllu leyti réttlætanlegt. Framkvæmdu það sem virðist auðvelt að afgreiða en láttu annað mæta afgangi þar til eftir tunglmyrkvann þann sautjánda en hann veitir þér svigrúm til breytinga bæði í vinnu og lifnaðarháttum. Þegar þú hefur gert þér grein fyrir öllum takmörkunum skaltu taka ákvarðanir. Hafðu þá i huga að það er alveg sama hvað þú ákveður, á þvi hlýtur einhver að sjá einhverja annmarka. UÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Frá því að sólin kom inn í hið tápmikla hrútsmerki hefurðu vit- að að nú sé lag. Og ýmis atvik í aprílmánuði munu staðfesta þessa tilfinningu. Samt sem áður skaltu vara þig á því að ofmetnast ekki. Annarra ráð eru þér dýrmæt eftir sem áður og þú skalt hafa það i huga að sumu færðu því einfaldlega ekki breytt og ýmsar skuldbindingar varðandi einkahagi þína eða fjöl- skyldunnar verður þú einfaldlega að virða, sama á hverju gengur. í þessu felst að þú gætir fyrirvaralítið VOGIN 24. sep. - 23. okt. Þú lendir að öllum líkindum í því að þurfa að draga línu milli þeirra atriða sem snúa að þér ann- ars vegar og hins vegar þeirra sem aðrir bera ábyrgð á. Þá er auðvelt að lenda á villigötum vegna þess að fyrst i stað kann þér að virðast verk- efnið erfitt sökum ríkrar samkennd- ar. Þá mun Venus ásamt Satúrnusi herja á þig og í kjölfarið kemur tunglmyrkvi í merkinu þín þann sautjánda. Staðan mun gera þér kleift að sjá vandamálin í réttu Ijósi. Freistandi virðist þá að sleppa öllu Hrútar: Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands 15.4., Björgvin Halldórsson söngvari 16.4., Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur 30.4., Sigurður A. Magnússon rithöfundur 31.3., Bogi Ágústsson fréttastjóri 6.4., Geirmundur Valtýsson tónlistarmaóur 13.4., Indr- iði G. Þorsteinsson rithöfundur 18.4., Sigurður Hreiðar Jónsson ritstjóri 28.3., Jón Múli Árnason útvarpsmaður 31.3. og Sigurður Karlsson leikari 25.3. þurft að sinna óþægilegum málum en sjálfsöryggið ætti að gera þér auðveldara fyrir við að ráðast á garðinn. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Nýttu þér bjartsýni þá sem fólgin er í stöðu stjarnanna snemma í mánuðinum. Líttu sérstaklega til þeirra sambanda eða aðstæðna sem eru líkleg til þess að gefa þér eitthvað í aðra hönd. Það mun auð- velda þér að bregðast með skjótum hætti við ábatasömum tækifærum um miðjan mánuð. Eftir það skaltu líta þér nær því þá fer Þlútó, stjarna ástríðu og umbreytinga, að hafa áhrif. Það, ásamt öflugum tungl- myrkva, elur af sér sjaldgæft færi á að grafa hið liðna og opna faðminn fyrir framtíðinni. saman en bregðistu engu að síður skjótt og ákveðið við muntu fljótlega sjá hlutina í rökréttu samhengi. SPORDDREKINN 24. okt. - 22. nóv. Sinntu þeim hlutlægu mál- um sem máli skipta, svo sem starf- inu, fjármálunum og líkamlegu heil- brigði áður en tungl myrkvast þann sautjánda. Þannig muntu eiga auð- veldara með að bregðast við ýms- um tækifærum sem aðrir munu koma á framfæri við þig. Eins muntu eiga auðveldara með að skoða þinn innri mann og eigin áhugasvið. Eftir að Plútó kemur inn í merkið mun spenna innan fjölskyldunnar gera vart við sig á nýjan leik. Ástandið er að þessu sinni tímabundiö og þú gerir þér grein fyrir að enginn og ekkert mun nokkru sinni hafa samt tak á þér hér eftir. BOGMAOURINN 23. nóv. - 21. des. Staða stjarnanna, og þá ekki síst Júpíters, munu valda því að þér eykst verulega bjartsýni og ýmsar hindranir sem áður virtust verulegar þykja þér nú smávægileg- ar. En túlkaðu þetta ekki sem óskil- yrta ávisun á ótakmarkaða vel- gengni. Þetta firrir þig heldur ekki þeirri skyldu að sinna ýmsum tíma- frekum smáatriðum. Afgreiddu mál- in um leið og þau koma upp. Síðan geturðu sinnt einkalífinu. Myrkvaður máni þann sautjánda merkir kaflask- il í lífi þínu. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Mánuðurinn, sem fer í hönd, verður einstaklega flókinn í framkvæmd. Til þess að þér þyki þú vera við stjórnvölinn máttu ekki bíða með mikilvægar ákvarðanir. Þær þarf að taka snemma í mán- uðinum. Þetta mun auðvelda þér að nýta þá möguleika sem í boði verða í kjölfar tunglmyrkvans þann sautjánda. Þar sem myrkvinn hefur áhrif, bæði á einkahagi þína og starf, þá verður þessi tími ákjósan- legur til þess að hnika til takmörk- unum sem hingað til hefur verið erfitt að bifa. Jafnvel þótt það kunni að reynast erfitt að gera upp við fortíðina þá mun það leiða til þess að í staðinn taki við margt nýtt og betra en það sem tilheyrði henni. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar í aprílmánuði mun framtíðin virðast blómleg með afbrigðum þannig að þú munt jafnvel sjá vandamál innan fjölskyldunnar í nýju og bjartara Ijósi. Úranus kemur inn í vatnsberamerkið í annað sinn á öldinni og verður til þess að draga úr efasemdum og styrkja þig í trú þinni. Gríptu tækifæri sem kunna að gefast kringum þann fjórða og þú munt aldrei iðrast þess. Þú ert á sig- urbraut en leiðin er bæði löng og ströng. Túlkaðu ekki afturkippi þannig að þér hafi mistekist ætlun- arverkið og þú munt að lokum ná markmiðum þínum. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Peningar eru ekki allt en þeir auðvelda manni ýmislegt. f þessum mánuði gefst þér færi á að hagnast á færni þinni og fyrri verk- um. Vandamál og andstæðingar eru til þess að sigrast á þeim. Tungl- myrkvi i mánuðinum markar þátta- skil og þrátt fyrir erfiða stöðu mun þér takast að losa um viðvarandi hömlur. Hins vegar mun þér reynast mun meiri akkur af því en fjárhags- legur að takast á við vandræði í einkalífinu. 3. TBL. 1995 VIKAN 41 STJORNUSPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.