Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 49
um, meistaralega gerðan af
barþjóninum, dreypir á og yf-
ir andlit hennar færist
ánægjusvipur. Hildur Helga-
dóttir heitir hún. Og fyrsta
spurningin er náttúrlega:
V: Ertu bardrottning?
H: Já, ég er bardrottning.
V: Hverning bragðast kokk-
teillinn?
H: Þetta er með þeim betri
sem ég hef dreypt
á. Hún snýr höfði
og spyr Ingó bar-
þjón um uppskrift-
ina að drykknum.
Ingó er ekki tilbú-
inn til að gefa hana upp.
V: Hvað gerirðu þegar þú
ferð út að skemmta þér?
H: Mér finnst gaman að
dansa og þá aðallega af
krafti.
V: En þegar þú ert ekki að
skemmta þér, hvað gerirðu
þá?
H: Á virkum dögum er ég
saklaus skólamær en þegar
fer að líða að helgi þá breyt-
ist ég í káta bardrottningu.
V: Af hverju kýstu að koma
hingað?
H: Bara af því að það er gott
að fá meiri fjölbreytni í
skemmtanalíf mitt. Og til-
breytingu líka frá þessu
hefðbundna.
V: Hvert fórstu áður?
H: Áður - og fer ennþá á
Ingólfscafé og svo á Café au
Lait.
V: Er karlkynið sætara hérna
en annars staðar?
H: Barþjónarnir hérna eru
svo krúttlegir.
V: Hvernig áhugamál á bar-
drottning eins og þú?
H: Ég er alveg gersamlega
heilluð af öllu sem ítalskt er,
bæði landi og þjóð. Enda hef
ég komið þangað og kunnað
vel við mig. Og numero uno
er að sjálfsögðu karlmaður-
inn í lífi mínu.
V: Eiga bardrottningar karl-
flugur?
H: Að sjálfsögðu.
V: Hvað er það sem dró þig
hingað fyrst?
H: Mér finnst innréttingarnar
hérna alveg meiriháttar. Nú
og svo umhverfið og útsýnið
út um gluggana. Þjónustan
er alveg sér á parti.
Mér finnst tónlistin héma
mjög góð, bæði lifandi og af
diskum.
V: Ertu jassmanneskja?
H: Já. í uppáhaldi hjá mér er
Ella Fitzgerald. Hún er frá-
bær.
V: Værirðu til í að gefa okkur
karlkyninu álit þitt á okkur
um helgar og svona yfirleitt?
H: íslenskir karlmenn eru
eins mismunandi eins og
þeir eru margir. Þeir eru eins
og dagur og nótt.
V: Jæja, Hildur, svona að
lokum. Hvað gerirðu á
sunnudögum?
H: Dagurinn fer allur í endur-
hæfingu. □
Einhverju sinni, er ég var
staddur á Glaumbar,
veitti ég athygli tveim
þokkagyðjum sem óneitan-
lega vöktu bæði athygli mína
og annarra á staðnum. Frá
þeim stafaði einhver þokki
sem erfitt er að skilgreina. Ég
gaf mig á tal við þær og
spurði hvort ég mætti fá að
taka viðtal við þær ( sam-
bandi við barflugulíf. Ekkert
mál. Og nú er ég mættur á
Glaumbar og þær sitja og
bíða mín, tilbúnar til að gefa
okkur innsýn í lífið á Glaumb-
ar. Áður en viðtalið hefst er
best að kynna þær. Þær heita
Rúna Guðmundsdóttir, 21 árs
gömul, og Lísa Guðmunds-
dóttir, einnig 21 árs gömul.
Þær eru ekki systur þó að
þær séu Guðmundsdætur,
aðeins kynsystur og vinkonur.
V: Jæja, stelpur, eruð þið
bardrottningar Glaumbars?
R: Nei, kannski ekki krýnd-
ar bardrottningar, við erum
eiginlega barprinsessur. Okk-
ur finnst nefnilega gaman að
stunda Glaumbar. (Lísa er
sammála.)
V: Hvenær mætið þið og
hvenær yfirgefið þið staðinn?
Eruð þið kannski síðastar?
R og L: Mætingin fer nú eft-
ir því hvað við erum að gera
hverju sinni. En yfirleitt mæt-
um við milli 23 og 01. Og
já, merkilegt nokk þá erum
við oftast nær með þeim
síðustu út.
V: Hvað gerið þið á dag-
inn:
R og L: „Við sofum," segja
þær báðar í kór og brosa
breitt. „Nei, í alvöru talað þá
vinnum við báðar á daginn og
stundum á kvöldin. (Ekki ég,“
segir Lísa.)
V: Af hverju komið þið á
Glaumbar?
R og L: Góð tónlist, gervi-
hnattasjónvarp, þægilegt um-
hverfi, sérstaklega sófarnir,
nú og svo hresst fólk og síð-
ast og ekki sist glæsilegir bar-
þjónar.
V: Eru strákarnir sætari
hérna en á öðrum börum?
R og L: Já, þeir eru miklu
sætari hérna.
V: En af hverju eru þeir
sætari hérna en annars stað-
ar?
R: (Lísa dregur sig í hlé)
Þeir eru svo gjafmildir, þessar
elskur.
V: En hvað segið þið svona
almennt um íslenska karl-
menn?
R og L: (sammála) Þeir eru
góðir svo langt sem þeir ná.
V: Þið hljótið nú að kíkja á
aðra staði en Glaumbar.
R og L: Ingólfscafé og
Gaukurinn eru í uppáhaldi
líka.
V: Hversu oft kíkið þið ann-
ars hérna?
R: Það fer nú svolítið eftir
því hversu mikið ég vinn. Ég
vinn frekar mikið.
L: Misjafnt.
V: Eigið þið einhver áhuga-
mál fyrir utan Glaumbar?
R: Já, mér finnst gaman
að fara í sund. Kaffihúsarölt
er í uppáhaldi hjá mér og
svo útivera.
L: Það er svo margt. Að-
allega lífið og tilveran.
V: Eruð þið nokkuð
komnar á einhvern forrétt-
indastall hérna á Glaumb-
ar?
R og L: Við viljum engin
forréttindi, aðeins kurteisa
karlmenn.
V: Jæja stelpur, ef
Glaumbar væri ekki til hvert
færuð þið þá?
R og L: Þar sem Glaum-
bar er til í dag, og við líka,
þá þurfum við ekki að
hugsa svo langt.
V: En sjáið þið ykkur
hérna eftir kannski 5 ár?
R og L: Spyr sá sem ekki
veit, segja þær og senda
mér eitt bros með glampa í
augunum.
Rúna og Lísa eru ungar
Reykjavíkurdætur með allt
sitt á hreinu. □
[MMPBDKl
Sætustu
strákana
segja
þær
Rúna
(t.v.) og
Lísa vera
á Glaum-
bar. Hér
bera
dyraverö-
ir staöar-
ins stúlk-
urnar
bókstaf-
lega á
höndum
sér. . .
3.TBL. 1995 VIKAN 49
SKEMMTANALÍFIÐ