Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 37
Þaö var jafnan stutt í grínið viö töku myndarinnar „Speechless“.
SPEECHLESS f HÁSKÓLABÍÓI
Speechless heitir
páskamynd Háskóia-
bíós. Með aðalhlut-
verk fara þau Geena Davis,
sem sló eftirminnilega í gegn
í myndinni „Thelma and Lou-
ise“, og Michael Keaton sem
fór með hlutverk Leðurblöku-
mannsins. Einnig bregður
Súpermanninum Christo-
pher Reeves fyrir í myndinni.
Speechless er rómantísk
mynd sem fjallar um þau
Kevin og Juliu sem verða
ástfangin við fyrstu sýn. Mál-
ið vandast hins vegar þegar
þau komast að raun um að
þau semja ræður fyrir sitt-
hvorn stjórnmálamanninn
sem heyja kosningabaráttu
hvor gegn öðrum.
„Speechless fjallar þó ekki
um stjórnmál heldur um
samband tveggja aðila. Þeir
verða ástfangnir en aðstæð-
urnar gera þeim erfitt fyrir,“
segir Renny Harlin sem
framleiðir myndina ásamt
Leikstjórinn Renny Harlin
fer yfir handrit myndarinnar
„Speechless" ásamt Geenu
Davis.
konu sinni, Geenu Davis.
„Ég hafði leitað lengi að
handriti að rómantískri gam-
anmynd. Þau eru mjög
vandfengin," segir Davis.
„Ég varð því mjög hrifin þeg-
ar handritið að Speechless
rak á fjörur mínar Þar er
hægt að finna bæði fyndnar
samræður og óvenjulegar
aðstæður."
Ron Underwood var feng-
inn til að leikstýra myndinni
en dálítinn tíma tók að finna
rétta leikarann í aðalkarlhlut-
verkið. Að lokum féllust þau
Davis og Harlin á Michael
Keaton.
„Hann er einn fárra leikara
sem ræður bæði við gaman-
hlutverk og dramatísk hlut-
Michael Keaton og Geena Davis f
hlutverkum sínum í rómantfsku gam-
anmyndinni sem Háskólabíó er aö
hefja sýningar á.
verk,“ segir Harlin. „Hann og
Geena náðu líka mjög vel
saman. Um leið og Julia og
Kevin hittast í myndinni vill
maður að þau verði saman
að eilífu." □
Stuttu eftir lát tónsnill-
ingsins Ludwigs van
Beethoven fannst í
eigum hans bréf sem hann
hafði ritað til ástkonu sinnar.
í bréfinu segist Beethoven
ekki geta lifað án hennar og
biður hana að elska sig á
móti. Beethoven átti margar
ástkonur en enginn veit hver
sú sem hann ákallaði í bréf-
inu var.
Leikstjórinn og handrits-
höfundurinn, Bernard Rose,
hefur nú gert kvikmynd eftir
þessari rómantisku sögu.
Myndin heitir Immortal Belov-
ed og er sýnd í Stjörnubíói.
Gary Oldman fer með hlut-
verk Beethovens en Jeroen
Krabbé leikur vin hans, An-
ton Felix Schindler, sem
ákveður að hafa upp á dular-
fullu ástkonunni. Konurnar,
sem Schindler finnst koma til
greina, eru leiknar af Isa-
bellu Rossellini, Johönnu Ter
Steege og Valeriu Golino.
Tónlist Beethovens var
álitin bæði erótisk og
hneykslanleg á sínum tíma.
Stundum leið yfir konur við
það eitt að heyra tónlistina
hans eða sjá hann spila.
„Meðan Beethoven var
uppi var hann frægasti mað-
ur í heimi að Napoleon frá-
töldum,“ segir Bernard
Rose. „Þótt hann hafi átt í
ástarævintýrum með fjöl-
mörgum greifynjum giftist
hann aldrei. Hann var þekkt-
ur fyrir að vera ónotalegur
og erfiður í samskiþtum.
Samt liggur eftir hann svo
fallegt og sársaukaþrungið
ástarbréf sem enginn veit
hverri var ætlað.“
Unnendum rómantískra
kvikmynda með heitum til-
finningum og fallegri tónlist á
ekki eftir að leiðast á Immor-
tal Beloved. □
Gary
Oldman
fer meö
hlutverk
tón-
listar-
snillings-
ins Lud-
wigs Van
Beet-
hoven í
myndinni
„Immor-
tal Belo-
ved“.
3. TBL. 1995 VIKAN 37
KVIKMYNDIR