Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 36

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 36
HEILSAN að öðru leyti leið mér vel. Barnið var inni í fjölskylduáætluninni og ég hlakkaði mikið til að eiga það. Ég naut þess að eiga von á barni, keypti mér tækifærisföt og leit vel út. Ég var í lík- amsrækt fram á sjöunda mánuð með- göngunnar, þannig að ég jafnaði mig fljótt eftir holskurðinn og ég var komin aftur í líkamsrækt þremur vikum eftir fæðinguna." Á þriðja degi eftir fæðinguna varð Ólöf vör við tilfinningalegar sveiflur. Hún segist hafa verið annaðhvort mjög ánægð eða leið og döpur. „Ég lét alltaf vita af mér og hringdi á hjálp ef mér leið illa. Ég var ákveðin í að ég ætlaði ekkert að vera að byrgja neitt inni. Þegar ég hugsa til baka þá var aldrei látið að því liggja að ég gæti verið að fá fæðingarþunglyndi. Ég held að Ijósmæðurnar hafi afgreitt þetta sem sængurkvennagrát og haldið að ég yrði orðin góð þegar ég færi heim.“ En svo var ekki. Vanlíðan- in jókst og á fyrstu vikunum eftir fæð- inguna var Ólöf orðin mjög slæm. Hún var mjög viðkvæm fyrir öllu áreiti og álagi og var alltaf mjög þreytt. Einnig var hún mjög kvíðin og óákveðin. „Ég fór þrjár ferðir í Hag- kaup til að kaupa sokka. En ég kom alltaf heim sokka- laus. Ég stóð fyrir framan sokkarekkann, horfði á sokk- ana, vissi ekkert hvað ég ætti að gera og gekk út. Þetta eru svo ómerkilegir og hversdagslegir hlutir en samt missir maður svo mikla færni. Ég get líka nefnt elda- mennsku sem dæmi. Allt, sem ég var vön að gera, gat ég ekki lengur. Ég ætlaði kannski að kaupa einhvern mat, fór út í búð og vissi þá ekkert hvað ég ætti að kaupa. Oft hugsaði ég að það væri alltaf hægt að elda eitthvað úr hakki eða ýsu. Svo fór ég heim, horfði á hráefnið og vissi ekkert hvað ég ætti að gera við það. Hakkið endaði því yfirleitt f kássu og ýsan var soðin. Það var þrekraun að búa til svona einfalda máltíð.“ Ólöf segist alltaf hafa vitað hvað gengi að sér. Hún hafði lesið um fæðingarþunglyndi og þekkti einkennin. Hins FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mvnda •sujsjnopj |oq p unjjeip je u|ujo>| 9 -uu!poq je uujpjp •g •pijjoq je gujsuniueddei 'P ise|6eds jnjeq ujpuAuj66eA 'G 'peis jn isjæj jnjeq ue -dni z 'nuipjoq je ujpoq je ue|6uuH 'i :epuÁiu i||iuj ? pjpjo ejeq je6u|iÁejq jepiepjjjg vegar afneitaði hún því sem var að gerast. „Það kom dagur, eða hluti úr degi, sem ég var nokkuð góð. Þá hugs- aði ég að nú væri þetta búið og að ég hefði bara verið eitthvað illa fyrir kölluð. En eftir dálitla stund, eða dag- inn eftir, var ég aftur orðin ómöguleg. Þá hugsaði ég með mér að það væri eitt- hvað að mér. En svo lagað- ist ég kannski aftur daginn eftir." Ólöf talaði ekki um líðan sína fyrr en tveimur mánuð- um eftir fæðinguna. Þá hafði hún orð á þessu við hjúkrun- arfræðinginn sem kom heim. Hann kom með tillögur til að létta henni lífið og tilveruna. Þegar sonurinn var fjögurra mánaða talaði Ólöf við heim- ilislækninn sem var mjög fljótur að sjúkdómsgreina hana. Hann lagði fyrir hana krossapróf sem tók hana innan við tvær mínútur að leysa. Læknirinn staðfesti að Ólöf væri með fæðingar- þunglyndi. Mánuði síðar fór hún til geðlæknis og síðan þá hefur hún verið í tímum hjá honum auk þess að vera á þunglyndislyfjum. „Það er búið að gera út- tekt á því að þunglyndar mæður vanrækja ekki börnin sín,“ segir Ólöf. „En auðvitað bitnaði þunglyndið á öllum í kringum mig. Það, sem ég fann gagnvart barninu, var tómlæti. Ég sinnti því og fannst ósköp notalegt að halda á því þar sem það var bæði hlýtt og mjúkt. En mér fannst það ekki snerta neinn streng innra með mér. Ég var glöð yfir því að eiga strákinn og ánægð þegar mér leið vel. En þegar mér leið illa vorkenndi ég honum rosalega mikið yfir því að eiga mig að mömmu. Svo komu upp hugsanir sem ég veit að mundu aldrei skjóta upp kollinum ef ég hefði ver- ið frísk. Einu sinni hvarflaði til dæmis að mér að hann væri miklu betur settur ef ég mundi gefa hann.“ Ólöf segir að hreyfing hafi hjálpað sér mikið. „Ég var kannski mjög döpur og leið þegar ég fór í líkamsrækt og var stundum gráti næst þeg- ar ég steig út úr bílnum. En þegar ég var byrjuð að hjóla leið mér miklu betur. Það er eins og það gerist eitthvað í líkamanum við átakið. í vet- ur, þegar mér hefur liðið illa, hefur mér þótt gott að fara út og moka snjó eða gera eitt- hvað þannig að ég tek á og svitna dálítið. Þegar ég var sem verst, og þá var ég búin að vera mikið ein, var ég í einhverju skelfingarástandi með hjartslátt og óhugnan- legar hugsanir. Þá fannst mér bara langbest að fara með barnið út að ganga og ganga bara nógu hratt og lengi. Þá leið þetta hjá. Gangan hefur undraverð áhrif. Mér finnst mikilvægt að konur með fæðingarþung- lyndi finnist sem fyrst. Þetta er svo hljóðlátur sjúkdómur og það er svo auðvelt að breiða yfir hann. Maður get- ur harkað af sér við ýmsar kringumstæður. Þótt ég væri ekki að reyna að blekkja fólk hafði ég styrk til að bera mig vel. Þegar mér leið sem verst hafði ég fyrir því að klæða mig vel, mála mig og setja á mig ilmvatn. Svo var ég í líkamsrækt þannig að ég var í góðu formi. Fólk hef- ur ákveðna hugmynd um hvernig þunglynd manneskja eigi að líta út; hún er grá og guggin, með skeifu, illa hirt, með skítugt hár og í blettótt- um fötum. Hún situr hokin og horfir ekki framan í neinn. Þannig að nánustu aðstand- endur kvenna með fæðing- arþunglyndi gera sér kannski ekki grein fyrir því að vel snyrtu nýbökuðu móðurinni geti liðið skelfi- lega.“ Ólöfu finnst hún vera að ná sér. Hún segist þó ekki þora að fastákveða að nú sé henni að batna vegna þess að af reynslunni er hún búin að sjá að ein vika getur verið góð en sú næsta slæm. „Ég vil ekki gera mér of miklar vonir,“ segir hún. „Þó veit ég að dag einn verð óg frísk. Sú hugsun hefur oft hjálpað mér á erfiðum dögum. Það, sem ég er að gera núna, er að reyna að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni vegna þess að það dreifir huganum. Það hefur gefist vel en það er mikilvægt að færast ekki of mikið í fang. Ég bind vonir við að meðferðin hjá geð- lækninum geti hjálpað mér til að komast að því hvers vegna ég fékk þetta þung- lyndi og hvernig ég geti fyrir- byggt að það endurtaki sig. Því þetta er svo hræðilegur sjúkdómur." □ 36 VIKAN 3. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.