Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 33

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 33
máli að þær hafi einhvern til að tala við. Sumar hafa eng- an til að tala við um vanda- mál sitt á meðan aðrar geta leitað til maka, ættingja eða vina. Og í rauninni er lítill hluti sem leitar sér hjálpar. Marga segir að af þeim kon- um, sem líði hvað verst, sé það aðeins ein kona af fimm sem fái hjálp. „Það er mjög alvarlegt,1' segir hún. „Ég hef spurt konur að því hvers vegna þær leiti ekki til heilsugæslustöðva og þær hafa meðal annars sagt að þar sé ungabörnum sinnt en ekki mæðrum eða geðræn- um vandamálum. Ein kona sagði að hún hefði oft verið spurð um líðan sína á heilsugæslustöð en hún sagði við mig að maður svaraði nú ekki svoleiðis spurningum að ráði. Önnur sagði að hún hefði aldrei verið spurð um líðan sína og svo var ein sem sagðist hafa gefið starfsfólki heilsugæslu- stöðvarinnar margvísleg skilaboð, en ekki hefði verið gert neitt í því. Og svo var það konan sem brotnaði nið- ur. Tvö hjónabönd hennar höfðu ekki gengið uþp en hún hafði aldrei sett það í samband við þunglyndi. Margar konur þora hreinlega ekki að segja frá andlegri líð- an sinni og þær mistúlka andlegt ástand sitt.“ FÆÐINGARÞUNGLYNDI Fæðingarþunglyndi er sjúkdómur sem á sér stað í sveiflum; stundum eru kon- urnar mjög langt niðri en þess á milli getur þeim liðið nokkuð vel andlega. Þess vegna er erfitt fyrir fólk að átta sig á þvi hvað sé að og það á því alltaf von á að ástandið lagist. „Konur, sem eru slæmar, geta fengið þessar sveiflur mjög oft; jafnvel mörgum sinnum í viku. Þegar þær eru í upp- sveiflu eru þær I verstu tilfell- um mjög óvirkar. Þær finna fyrir miklu máttleysi og geta kannski ekki gert neitt annað en að liggja fyrir. Sumar geta jafnvel ekki sinnt barninu. Þær finna fyrir vonleysi og hugar þeirra fyllast neikvæð- um hugsunum sem þær ráða ekkert við. Þeim dettur jafnvel í hug að hafna barn- inu eða gera sjálfum sér mein. Þótt sumar konur finni fyrir vægari einkennum, þannig að þessar sveiflur eru ekki mjög algengar, geta þær engu að síður búið við þetta ástand árum saman ef ekkert er að gert.“ Sumar konur verða varar við þunglyndiseinkenni strax á fæðingardeildinni. í flest- um tilfellum byrja þau þó eitt- hvað seinna - og oftast eru þau komin í Ijós í sjöttu viku eftir fæðingu. Þegar Marga er spurð að því hvers vegna sumar konur þjáist af fæð- ingarþunglyndi segir hún að að hluta til sé um að kenna erfðum. „En það þarf yfirleitt að koma meira til en erfðir," segir hún. „Til dæmis erfiðar aðstæður, fæðingin sjálf get- ur verið erfið og konur þola álag misjafnlega vel. Það er nefnilega mikilvægt að líta á fæðingu sem álag í sam- bandi við þunglyndi." Um það bil 14% íslenskra kvenna finna meira eða minna fyrir miklum þung- lyndiseinkennum eftir barns- burð. Og af þessum 14% er um helmingur sem er alvar- lega þunglyndur. En þetta eru sambærilegar tölur við útlönd. Marga segir að til að hjálþa þessum konum komi lyf ekki alltaf að gagni því oft sé best að tala við fólk eins og til dæmis eiginmann, for- eldra eða vinkonu. Einnig getur það verið einhver úr 3. TBl. 1995 VIKAN 33 HEILSAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.