Vikan - 20.03.1995, Page 33
máli að þær hafi einhvern til
að tala við. Sumar hafa eng-
an til að tala við um vanda-
mál sitt á meðan aðrar geta
leitað til maka, ættingja eða
vina. Og í rauninni er lítill
hluti sem leitar sér hjálpar.
Marga segir að af þeim kon-
um, sem líði hvað verst, sé
það aðeins ein kona af fimm
sem fái hjálp. „Það er mjög
alvarlegt,1' segir hún. „Ég hef
spurt konur að því hvers
vegna þær leiti ekki til
heilsugæslustöðva og þær
hafa meðal annars sagt að
þar sé ungabörnum sinnt en
ekki mæðrum eða geðræn-
um vandamálum. Ein kona
sagði að hún hefði oft verið
spurð um líðan sína á
heilsugæslustöð en hún
sagði við mig að maður
svaraði nú ekki svoleiðis
spurningum að ráði. Önnur
sagði að hún hefði aldrei
verið spurð um líðan sína og
svo var ein sem sagðist hafa
gefið starfsfólki heilsugæslu-
stöðvarinnar margvísleg
skilaboð, en ekki hefði verið
gert neitt í því. Og svo var
það konan sem brotnaði nið-
ur. Tvö hjónabönd hennar
höfðu ekki gengið uþp en
hún hafði aldrei sett það í
samband við þunglyndi.
Margar konur þora hreinlega
ekki að segja frá andlegri líð-
an sinni og þær mistúlka
andlegt ástand sitt.“
FÆÐINGARÞUNGLYNDI
Fæðingarþunglyndi er
sjúkdómur sem á sér stað í
sveiflum; stundum eru kon-
urnar mjög langt niðri en
þess á milli getur þeim liðið
nokkuð vel andlega. Þess
vegna er erfitt fyrir fólk að
átta sig á þvi hvað sé að og
það á því alltaf von á að
ástandið lagist. „Konur, sem
eru slæmar, geta fengið
þessar sveiflur mjög oft;
jafnvel mörgum sinnum í
viku. Þegar þær eru í upp-
sveiflu eru þær I verstu tilfell-
um mjög óvirkar. Þær finna
fyrir miklu máttleysi og geta
kannski ekki gert neitt annað
en að liggja fyrir. Sumar geta
jafnvel ekki sinnt barninu.
Þær finna fyrir vonleysi og
hugar þeirra fyllast neikvæð-
um hugsunum sem þær
ráða ekkert við. Þeim dettur
jafnvel í hug að hafna barn-
inu eða gera sjálfum sér
mein. Þótt sumar konur finni
fyrir vægari einkennum,
þannig að þessar sveiflur
eru ekki mjög algengar, geta
þær engu að síður búið við
þetta ástand árum saman ef
ekkert er að gert.“
Sumar konur verða varar
við þunglyndiseinkenni strax
á fæðingardeildinni. í flest-
um tilfellum byrja þau þó eitt-
hvað seinna - og oftast eru
þau komin í Ijós í sjöttu viku
eftir fæðingu. Þegar Marga
er spurð að því hvers vegna
sumar konur þjáist af fæð-
ingarþunglyndi segir hún að
að hluta til sé um að kenna
erfðum. „En það þarf yfirleitt
að koma meira til en erfðir,"
segir hún. „Til dæmis erfiðar
aðstæður, fæðingin sjálf get-
ur verið erfið og konur þola
álag misjafnlega vel. Það er
nefnilega mikilvægt að líta á
fæðingu sem álag í sam-
bandi við þunglyndi."
Um það bil 14% íslenskra
kvenna finna meira eða
minna fyrir miklum þung-
lyndiseinkennum eftir barns-
burð. Og af þessum 14% er
um helmingur sem er alvar-
lega þunglyndur. En þetta
eru sambærilegar tölur við
útlönd. Marga segir að til að
hjálþa þessum konum komi
lyf ekki alltaf að gagni því oft
sé best að tala við fólk eins
og til dæmis eiginmann, for-
eldra eða vinkonu. Einnig
getur það verið einhver úr
3. TBl. 1995 VIKAN 33
HEILSAN