Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 64

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 64
FERÐALOG vært fyrir gífurlegum hávaða frá miklu brúðkaupi sem stóð á þaksvölum húss á móti hótelinu. Útvarpað var ærandi söng í hátalarakerfi um allt nágrennið fram yfir miðnætti. Brúðkaupin í Túnis eru miklar og hátíðlegar athafnir með flóknum siðum þótt ekki séu þau með trúarlegu ívafi. Þessi árstími, júlí og ágúst, er sérstaklega vinsæll til að halda brúðkaup. Þá er ekið í bílalest um götur borga og bæja með miklum flautug- angi og látum og væntanleg- ur brúðgumi heldur einskon- Hennalitum, eftir kúnstarinn- ar reglum. Ekki þótti mér það fögur sjón, það var engu lík- ara en kvenfólkið væri með óhreinar hendur, Þórdís Ágústsdóttir, fararstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar og Ijósmyndari okkar, slapp ekki frekar en aðrar kvinnur við þessar trakteringar þegar henni var boðið f brúðkaup og var rækilega „handmál- uð“. Konurnar í Túnis nota líka margar hverjar Henna- litina, sem eru brúnir og gulir jarðarlitir unnir úr sérstakri jurt, á fætur sér og mála hringinn í kringum ilina upp á Hér hefur ekkert breyst í 2000 ár. Eyóimerkurbúi meö úlf- alda sinn. ar sýningu á góssi sínu og öllu sem hann færir í búið. Þar getur að líta mörg fögur persnesk teppi, ef viðkom- andi er sæmilega efnum bú- inn, og einnig allskonar skart, húsbúnað og hús- gögn. Síðan eru skrúðgöng- ur með miklum söng og hljóðfærasiætti, íburðarmikl- ar veislur með gífurlegum hávaða og söng, sem út- varpað er um hátalara um allt nágrennið, og allar kon- ur, sem koma til brúðkaups, eru málaðar á höndum með 64 Þaó tíökast ekki meöal rétttrúaöra kvenna í Túnis aö fækka föt- um þótt þær kæli sig í sjónum. Þessi er sió- samlega klædd á ströndinni. fótlegg, líkt og þær séu í inniskóm. Þetta endist í nokkra mánuði og er þá end- urnýjað. Skartklæði og skartgripir gegna líka stóru hlutverki í brúðkaupstilstandinu, eink- um hjá brúðinni. Þær eru oft listilega skreyttar, með „hönd Fatímu“ og aðra þjóðlega skartgripi úr gulli og silfri og íklæddar listilega ísaumuð- um og bróderuðum búning- um. KAPPKLÆDDARÍ SJÓNUM Sérkenniiegt var að sjá konurnar í Sousse, ungar sem gamlar, einkum þó þær eldri, sem fækka ekki fötum þótt þær fari í sjóinn. Þær eru að busla í flæðar- málinu, jafnvel klukkutím- um saman, með skýluklút- ana vandlega reyrða um háls og höfðuð þannig að rétt glittir í nefbroddinn. Semsé feikivel og siðsam- lega klæddar en krakkarnir hálfnaktir að ærslast allt í kringum þær. [slamskar konur fækka ekki fötum - trúin leyfir ekki slíka léttúð - þó að þær fari til sjóbaða. Svo þurrka þær bara fötin á sjálfum sér í sólskininu. Það eru vissulega skarpar andstæður að sjá þessar konur í flæðarmálinu í margföldum pilsum, sjölum og skýluklútum, innan um hálfnakta evrópska túrista - sem kunna ekki að skammast sín fyrir nektina - konur með brjóstin ber og karla með bjórvambirnar út í loftið. RIGOLETTO Í EL DJEM í El Djem er stórkostlegt rómverskt hringleikahús frá 3. öld e. Kr. sem tók 30 þús- und manns í sæti og er afar vel varðveitt. Þangað ókum við eitt kvöldið frá Sousse til að hlusta og horfa á óperuna Rigoletto eftir Verdi sem ít- alski „Franca Valeri" óperu- flokkurinn og Nýja Ama- deusar sinfóníuhljómsveitin, undir stjórn Maurizio Rinaldi, fluttu. Fjölmenni kom til að hlýða á óperuna þetta fagra kvöld, enda var bara þessi eina sýning. Við komum að vísu of seint á staöinn, vegna þess að bílstjórinn fór krókaleiðir í stað þess að aka þjóðveginn. En það er mikil upplifun að koma þarna og sjá staðinn, allan upplýst- an með kyndlum, og njóta óperunnar undir beru lofti við þessar stórkostlegu aðstæð- ur. Síðan blandaðist þetta allt, þegar leið á kvöldið, brúðkaupsmúsíkinni úr ná- grenninu og segja má að þar hafi orðið árekstur tveggja menningarheima og kannski einskonar keppni þeirra á milli þegar músíkin, trum- buslátturinn og skrúðgöng- urnar úr brúðkaupinu, sem stóð yfir í þorpinu El Djem þetta kvöld, fór að blandast saman við óperusönginn. MORÐTILRAUN I BAÐI Ekki má gleyma tyrknesku böðunum, þessum stór- merkilegu, árþúsunda gömlu menningarfyrirbærum sem eru nú kannski orðin dálítið útvötnuð á 4ra stjörnu hótel- um eins og Chems Hana. Þangað fór ég eitt kvöldið í tyrkneskt bað og varð úr merkileg lífsreynsla. Þar tók á móti mér lítill naggur, held- ur ófrýnilegur. Hann hafði vafið efnislitlu handklæði um sig miðjan en var kviknakinn að öðru leyti. Eftir gufubaðið tók sá stutti heldur betur til óspilltra málanna við aö strekkja mig, toga og teygja, svo við lá að hann bryti hvert einasta bein í skrokknum á mér. Þessi ósköp hafði hót- elafgreiðslan kallað „nudd“, en „nuddarinn11 sagði það af og frá að nudd fengist á þessum stað. Hinsvegar væri þetta kínversk hnykk- ingaraðferð, sagði hann, og virtist alldrjúgur með kunn- áttu sína í þeirri list. Lá ég fyrst á bakinu og horfði með takmarkaðri aðdáun á kyn- færi baðmeistarans sveiflast yfir mér í nokkurra sentí- metra fjarlægð er hann stóð gleiður og hálfboginn yfir mér og hnykkti útlimum mín- um til þjösnalega, beygöi þá og teygði og gerði svo virð- ingarverða tilraun til að háls- brjóta mig á snöggan en kvalafullan hátt. Verkið full- komnaði þessi pyntinga- meistari svo með því að trampa ofan á mér, fór í spássitúra á baki mér eins og ekkert væri sjálfsagðara og spyrnti vel við fótum. Þóttist ég sleppa allvel að komast heilu og höldnu, með alla limi óbrotna, úr klónum á þessum voðalega manni. En ekki voru allar hremmingar úti enn. í lokin tók þetta kvikindi upp úr gólf- inu gráan og sjúskaðan þvottapoka með göddum, Kona í húsasundi. Göturnar í gömlu miöbæjunum í Túnis eru oft mjög þröngar. heldur svona grófgert og skuggalegt verkfæri á að líta, rauð þar á Lux-sápu af miklum móð og skrúbbaði mig svo hátt og lágt um allan skrokkinn, upp úr og niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.