Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 24

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR Romance" - mynd byggðri á handriti Tarantino - og mörgum fleiri. Hann sagði að sér væri það mikill heiður að fá að vinna með öllum þessum frábæru listamönnum og fannst honum sérstök lífs- reynsla að hafa fengið að vinna með Tarantino." María sagöi Bruce Willis hafa reynst sér stoö og stytta viö töku myndar- innar „Pulp- Fiction". MARIA DE MEDEIROS: „Maria de Medeiros leikur Fabienne í myndinni „Pulp Fiction“. Maria er portúgölsk að uppruna og er einna þekktust fyrir leik sinn í myndinni „Henry & June“ sem var leikstýrt af Philip Kaufman. Maria er lítil og nett með dökkbrún augu og axlasítt, tinnusvart hár. Hún var mjög viðkunnan- leg og lét frekar lítið yfir sér. Ég spurði hana að sjálf- sögðu hvernig hefði verið að leika á móti Bruce Willis. Hún sagði að það hefði verið frábært að leika á móti hon- um. Hann heföi ekki aðeins verið mótleikari heldur hafi hann einnig verið sér stoð og stytta í leiknum." TOM HANKS: „Tom Hanks hitti ég í litlum strandbæ í Norður - Frakk- landi þar sem ég átti gott við- tal við hann. Kvöldið áður hafði ég brugðið mér í bíó til að sjá myndina Forrest Gump sem Hanks hafði ný- lokið við að leika í. Hann sagði mér í viðtalinu að hann hefði grátið eins og barn þeg- ar komið hefði að viðkvæmu senunum í myndinni því hann hefði tekið þessa persónu, sem hann lék, svo mikið inná sig. Hann sagði einnig að sér hefði verið það strax Ijóst að þetta hefði verið raunsæjasta og tilfinningaríkasta saga í handritsformi sem hann hefði nokkurn tímann lesið. Hann var því sannfærður um að þetta yrði mjög sérstök mynd og hefði alla burði til að gera stóra hluti fyrir utan það að miklum fjármunum átti að verja í hana. Það var því mjög erfitt fyrir hann að hafna þessu hlutverki. „Ef ég hefði ekki verið bú- inn að skrifa undir næsta starfssamning eftir að ég fékk Óskarinn hefði verið gífurlega erfitt fyrir mig að sitja og bíða eftir næsta verkefni því svona uppákomur setja tilfinningalíf manns verulega úr skorðum og það hefði verið erfitt að láta innsæið ráða um verk- efnavalið,“ sagði Tom Hanks. „Það hefði vafalaust komið fullt af fólki og boðið mér að leika í fjölda mynda fyrir vöru- bílahlöss af peningum. Ég er þess fullviss að sá tími kemur að ég kem til með að leika í mynd sem á eftir að valda almennum vonbrigöum og þá fæ ég í hausinn setn- ingar eins og „Hvað í fjandan- um gerðist?“, „Hvernig í ósköpunum gastu látið þetta koma fyrir?" Tom vildi minna á að hann væri ekki eini leikarinn sem léki Forrest Gump því Micha- el Humphrey léki hann í æsku. „Michael er átta ára gamall, hann er ekki leikari heldur bara barn. En það var hann sem í rauninni gaf tóninn í upphafi og ég notaði hans eigin persónu sem fyrirmynd að Forrest eldri. Klippingin hans, hvernig hann talaði og annað var nokkuð sem við létum halda sér út myndina. Hann er mjög furðulegt barn en samt ferlega góöur strák- ur!“ sagði Tom og vildi leggja áherslu á það. „Hann er bara barn en samt svo mikið inni í sér að mann langar stundum til að gefa honum kinnhest til að hann vakni til lífsins. Hann vann að tökum á myndinni í tvær til þrjár vikur áður en ég byrjaði að leika, þannig að mér gafst kostur á að fylgjast með honum, taka hann í bíl- túr og tala við hann áður en ég tók við.““ ROBERT ZEMECKIS: „Viðtalið við Robert Zeme- ckis, leikstjóra „Forrest Gump“, fór fram á sama stað og viðtalið við Hanks nema niðri við sundlaugina. Robert er mjög yfirvegaður náungi og var í alla staði hinn þægilegasti að tala við. Hann er ekki beint nýgræð- ingur í leikstjórn og eftir hann liggja þekktar myndir eins og „Romancing the Stone“, „Who Framed Roger Rabbit“, „Back to the Future" myndirnar og margar fleiri. Mér lék forvitni á að vita hvorl einhver annar en Tom Hanks hefði komið til greina í hlutverk Forrest Gump en Zemeckis svaraðir því til að það hefði verið talað um það frá upphafi að Tom yrði í þessu hlutverki og því hefðu allir verið mjög ánægðir þegar sem notaðar eru í myndinni og þá sérstaklega þegar Gump er settur inn á gamlar sjónvarpsfréttamyndir. Mér kom þessi síðasta at- hugasemd Zemeckis lítið á óvart þegar litið er til fyrri mynda hans.“ KRZYSZTOF KIESLOWSKI: „Við sátum um borð í stórri snekkju sem umboðsskrif- stofa Kieslowskis hafði til um- ráða í Cannes. Kieslowski hafði nýlokið við að gera lita- þríeykið, kvikmyndirnar Bláan, Hvítan og Rauðan. Hann er hæglætisnáungi og maður finnur að hann hef- ur sterkan persónuleika. Hann svaraði flestum spurn- ingunum á mjög einfaldan hátt og var ekki með neinar málalengingar. Leikstjórinn Kieslowski var ekki meö neinar málalengingar er hann ræddi viö Þorstein um kvikmyndirnar Bláan, Hvítan og Rauöan. hann hefði ákveðið að taka hlutverkið að sér. Hann vildi einnig taka það fram að það hefði verið mjög ánægjulegt að leikstýra hon- um þar sem Hanks væri at- Leikstjóri „Forrest Gump“ er mjög yfirvegaöur náungi og hinn þægilegasti aö tala viö. vinnumaður fram í fingur- góma. Zemeckis sagði einnig að sér hefði þótt mikil ögrun í að framkvæma þær tæknibrellur Ég hafði heyrt að hann ætl- aði sér að hætta að leikstýra og langaði því að vita hvort það væri rétt þar sem Kies- lowski lítur út fyrir að vera á besta aldri og hefur öðlast svo mikla velgengni sem raun ber vitni. Hann sagðist einfaldlega vera hættur. Ég spurði hann þá hvað hann ætlaði að gera og svarið var: „Ekki neitt. Það er það langbesta.“ Þar sem ég hafði rætt við Iréne Jacob langaði mig til að vita hvers vegna hann hefði valið hana til að leika í Tvö- földu lífi Veróníku. „Ég prófaði margar ungar leikkonur í París og hún var sú besta," sagði Kieslowski og flóknara var það ekki. Tónlist tónskáldsins Preisners hefur verið ráð- andi í myndum Kieslowskis og sagðist hann ekki hafa mikið vit á tónlist en sér lík- aði mjög vel viö það sem Preisner heföi samið og því 24 VIKAN 3. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.