Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 27

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 27
Spunaspil, á ensku nefnd role-playing games, hafa á síðustu árum breiðst hratt út á íslandi og er talið að nú séu um þús- und spilarar á öllu landinu. Nýlega var einnig gefið út fyrsta (slenska spunaspilið, Askur. Umræðan um spuna- spil hefur hingað til verið lítil hér á landi en víða erlendis hafa þau valdið hörðum deil- um. Stundum hafa menn vilj- að tengja morð, sjálfsmorð og ýmiss konar afbrigðilega hegðun við þessi spil. í Bandaríkjunum, þar sem tal- ið er að tíu milljónir manna spili spunaspil, hafa kristi- legir trúarhópar fordæmt þau og tengt þau við djöfladýrkun, sérstak- lega hið vinsælasta þeirra Dreka og Dý- flissur. Fjölmiðlar slá reglulega uþp æsi- fregnum um ungl- inga sem loka sig af sólarhringum saman ofan í kjöllurum til að spila og koma síðan upp á yfirborðið til þess eins að fremja grimmdarverk. Sagt er að veruleikaskynið brenglist við langvarandi spilamennsku og að sið- gæðið, sem spilin boði, sé í meira lagi vafasamt. Greinar um þetta efni hafa meðal annars birst í Newsweek og New York Times og fjallað var um það í fréttaþættinum 60 Minutes. AÐ BÚA TIL MANN Spunasþil gerast í óraun- verulegum draumaheimi, svipuðum þeim sem ævintýri og vísindaskáldsögur lýsa. Oft eru einmitt slíkar sögur fyrirmyndir spilaheimsins. Drekar og dýflissur byggja til dæmis að miklu leyti á þeim ævintýraheimi sem Hringa- dróttinssaga J. R. R. Tolk- iens fjallar um. Leikmenn búa sér til pers- ónur og upplifa drauma- heiminn í gegnum þær. í fæstum sþunaspilum er nokkurt spilaþorð. Leikurinn gerist í hugum þátttakenda og með samskiptum þeirra í milli. Persónur leikmanna eru búnar ýmsum eigin- leikum. Yfirleitt eru þeir líkamsþol og jafnvel pers- ónutöfra. Á grunni þessara talna eru aðrir þættir persónunnar mótaðir, að nokkru leyti með því að kasta öðrum tening- um, en að mestu getur leik- maðurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Sé persónan til dæmis nógu sterk, fim og þolin getur hún orðið bar- dagamaður. Sé hún gáfuð getur hún gerst töframað- Fáfnir, félag spunaspilara, á sér aé sjálfsögóu vióeigandi félagsmerki þar Aðrar ákvarðaðir sem dreki er 1 aöalhlutverki. með teningakasti. í Drekum og dýflissum eru til dæmis sex aðaleiginleikar persónanna skilgreindir með því að kasta þremur sex- hliða teningum fyrir hvern. Þannig er hver persóna með styrk á bilinu 3-18, sterkari eftir því sem talan er hærri. Á sama hátt er teningum kastað fyrir gáfur, visku, fimi, „starfsstéttir", sem leikmenn geta valið úr, eru til dæmis klerk- ar, krossfarar og þjófar. í spunaspilum sem gerast í framtíðarheimi eru auðvitað aðrir möguleikar, til dæmis tölvusérfræðingar eða tæknimenn. Yfirleitt geta leikmenn líka valið „kynþátt" persónunnar. Þá er ekki átt við hörundslit heldur hvort hún sé yfirleitt mannleg, fremur en af kyni álfa, dverga, „hálflinga" (kyn- þáttur sem Tolkien skapaði í sögum sínum) eða annarra enn furðulegri vera. Valið hefur áhrif á ýmsa eiginleika persónunnar. Til dæmis geta álfar í Drekum og dýflissum séð í myrkri, þeir geta farið hljóðlegar um en aðrir, talað fjölmörg tungumál og svo framvegis. Að ákvarða alla hæfileika persónu getur tekið langan tíma. Oft semja leikmenn einnig ævisögu hennar, fram að því að spilið hefst. í fram- haldi af því er persónuleik- inn mótaður. Engin tengsl þurfa að vera milli raun- verulegrar persónu leik- manns og þeirrar sem hann leikur í sþuna- spilinu. Oft leitast leik- menn einmitt við að þúa til persónu sem er ólík þeim, oft öfga- kennd, þannig að persónugerðin verði skýrari. DREKAR, RISAR OG TRÖLL Yfirleitt er talað um fund þegar leikmenn koma saman til að spila. í flestum tilvikum fer hann þannig fram að leikmenn sitja sam- an við borð. Við enda borðs- ins situr stjórnandinn. Hann er með reglur spilsins. Regl- urnar fjalla um nær allt milli himins og jarðar, því í spunaspili mega leikmenn gera næstum hvað sem er. Þar er til dæmis sagt hversu langt persóna geti stokkið, líkurnar á rigningu í sumar- mánuði, um þyngd og verð sverðs eða kyndils, um lík- urnar á að persóna veikist og svo framvegis. 3. TBL. 1995 VIKAN 27 TOMSTUNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.