Vikan


Vikan - 20.03.1995, Qupperneq 49

Vikan - 20.03.1995, Qupperneq 49
um, meistaralega gerðan af barþjóninum, dreypir á og yf- ir andlit hennar færist ánægjusvipur. Hildur Helga- dóttir heitir hún. Og fyrsta spurningin er náttúrlega: V: Ertu bardrottning? H: Já, ég er bardrottning. V: Hverning bragðast kokk- teillinn? H: Þetta er með þeim betri sem ég hef dreypt á. Hún snýr höfði og spyr Ingó bar- þjón um uppskrift- ina að drykknum. Ingó er ekki tilbú- inn til að gefa hana upp. V: Hvað gerirðu þegar þú ferð út að skemmta þér? H: Mér finnst gaman að dansa og þá aðallega af krafti. V: En þegar þú ert ekki að skemmta þér, hvað gerirðu þá? H: Á virkum dögum er ég saklaus skólamær en þegar fer að líða að helgi þá breyt- ist ég í káta bardrottningu. V: Af hverju kýstu að koma hingað? H: Bara af því að það er gott að fá meiri fjölbreytni í skemmtanalíf mitt. Og til- breytingu líka frá þessu hefðbundna. V: Hvert fórstu áður? H: Áður - og fer ennþá á Ingólfscafé og svo á Café au Lait. V: Er karlkynið sætara hérna en annars staðar? H: Barþjónarnir hérna eru svo krúttlegir. V: Hvernig áhugamál á bar- drottning eins og þú? H: Ég er alveg gersamlega heilluð af öllu sem ítalskt er, bæði landi og þjóð. Enda hef ég komið þangað og kunnað vel við mig. Og numero uno er að sjálfsögðu karlmaður- inn í lífi mínu. V: Eiga bardrottningar karl- flugur? H: Að sjálfsögðu. V: Hvað er það sem dró þig hingað fyrst? H: Mér finnst innréttingarnar hérna alveg meiriháttar. Nú og svo umhverfið og útsýnið út um gluggana. Þjónustan er alveg sér á parti. Mér finnst tónlistin héma mjög góð, bæði lifandi og af diskum. V: Ertu jassmanneskja? H: Já. í uppáhaldi hjá mér er Ella Fitzgerald. Hún er frá- bær. V: Værirðu til í að gefa okkur karlkyninu álit þitt á okkur um helgar og svona yfirleitt? H: íslenskir karlmenn eru eins mismunandi eins og þeir eru margir. Þeir eru eins og dagur og nótt. V: Jæja, Hildur, svona að lokum. Hvað gerirðu á sunnudögum? H: Dagurinn fer allur í endur- hæfingu. □ Einhverju sinni, er ég var staddur á Glaumbar, veitti ég athygli tveim þokkagyðjum sem óneitan- lega vöktu bæði athygli mína og annarra á staðnum. Frá þeim stafaði einhver þokki sem erfitt er að skilgreina. Ég gaf mig á tal við þær og spurði hvort ég mætti fá að taka viðtal við þær ( sam- bandi við barflugulíf. Ekkert mál. Og nú er ég mættur á Glaumbar og þær sitja og bíða mín, tilbúnar til að gefa okkur innsýn í lífið á Glaumb- ar. Áður en viðtalið hefst er best að kynna þær. Þær heita Rúna Guðmundsdóttir, 21 árs gömul, og Lísa Guðmunds- dóttir, einnig 21 árs gömul. Þær eru ekki systur þó að þær séu Guðmundsdætur, aðeins kynsystur og vinkonur. V: Jæja, stelpur, eruð þið bardrottningar Glaumbars? R: Nei, kannski ekki krýnd- ar bardrottningar, við erum eiginlega barprinsessur. Okk- ur finnst nefnilega gaman að stunda Glaumbar. (Lísa er sammála.) V: Hvenær mætið þið og hvenær yfirgefið þið staðinn? Eruð þið kannski síðastar? R og L: Mætingin fer nú eft- ir því hvað við erum að gera hverju sinni. En yfirleitt mæt- um við milli 23 og 01. Og já, merkilegt nokk þá erum við oftast nær með þeim síðustu út. V: Hvað gerið þið á dag- inn: R og L: „Við sofum," segja þær báðar í kór og brosa breitt. „Nei, í alvöru talað þá vinnum við báðar á daginn og stundum á kvöldin. (Ekki ég,“ segir Lísa.) V: Af hverju komið þið á Glaumbar? R og L: Góð tónlist, gervi- hnattasjónvarp, þægilegt um- hverfi, sérstaklega sófarnir, nú og svo hresst fólk og síð- ast og ekki sist glæsilegir bar- þjónar. V: Eru strákarnir sætari hérna en á öðrum börum? R og L: Já, þeir eru miklu sætari hérna. V: En af hverju eru þeir sætari hérna en annars stað- ar? R: (Lísa dregur sig í hlé) Þeir eru svo gjafmildir, þessar elskur. V: En hvað segið þið svona almennt um íslenska karl- menn? R og L: (sammála) Þeir eru góðir svo langt sem þeir ná. V: Þið hljótið nú að kíkja á aðra staði en Glaumbar. R og L: Ingólfscafé og Gaukurinn eru í uppáhaldi líka. V: Hversu oft kíkið þið ann- ars hérna? R: Það fer nú svolítið eftir því hversu mikið ég vinn. Ég vinn frekar mikið. L: Misjafnt. V: Eigið þið einhver áhuga- mál fyrir utan Glaumbar? R: Já, mér finnst gaman að fara í sund. Kaffihúsarölt er í uppáhaldi hjá mér og svo útivera. L: Það er svo margt. Að- allega lífið og tilveran. V: Eruð þið nokkuð komnar á einhvern forrétt- indastall hérna á Glaumb- ar? R og L: Við viljum engin forréttindi, aðeins kurteisa karlmenn. V: Jæja stelpur, ef Glaumbar væri ekki til hvert færuð þið þá? R og L: Þar sem Glaum- bar er til í dag, og við líka, þá þurfum við ekki að hugsa svo langt. V: En sjáið þið ykkur hérna eftir kannski 5 ár? R og L: Spyr sá sem ekki veit, segja þær og senda mér eitt bros með glampa í augunum. Rúna og Lísa eru ungar Reykjavíkurdætur með allt sitt á hreinu. □ [MMPBDKl Sætustu strákana segja þær Rúna (t.v.) og Lísa vera á Glaum- bar. Hér bera dyraverö- ir staöar- ins stúlk- urnar bókstaf- lega á höndum sér. . . 3.TBL. 1995 VIKAN 49 SKEMMTANALÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.