Vikan - 01.05.1996, Page 19

Vikan - 01.05.1996, Page 19
1. Bakæfing 1 Standið með fætur sundur, gefið aðeins eftir í hnjám. Hafið handleggi í brjósthæð fyrir framan ykkur líkt og þið hefðuð stóran uppblásinn bolta í fanginu. Dragið nú olnbogana aftur og herða- blöðin saman þar til þið finn- ið spennu í bakvöðvum og færið svo handleggi aftur í upphafsstöðu. Endurtakið. Athugið að hafa axlir slakar og gefa eftir í hnjám. 2. Bakæfing II Standið með fætur sundur, gefið aðeins eftir í hnjám. Lyftið handleggjum upp fyrir ofan höfuðið. Dragið svo oln- boga rólega niður að síðum og lyftið aftur upp í byrjunar- stöðu. Endurtakið. Munið að byrja spennuna áður en hreyfingin hefst og halda spennunni á meðan þið dragið olnboga niður. Slakar axlir og laus hné. 3. Upphandleggir - framanverðir Standið með fætur saman og hné lítið eitt bogin. Hend- ur eru niður með síðum, lóf- ar vísa fram. Spennið hand- leggsvöðva og haldið spenn- unni á meðan þið dragið lófa að öxlum. Hreyfið aðeins framhandleggi. Látið svo síga aftur í byrjunarstöðu. Endurtakið. 4. Upphandleggir - aftanverðir Standið með fætur saman og hné lítið eitt bogin. Hand- leggir eru bognir og olnbogar rétt aftan við síður. Réttið úr handleggjum þannig að þið hreyfið aðeins framhand- leggi. Beygið arma aftur í upphafsstöðu. Athugið að hreyfa aðeins framhand- leggi, upphandleggir eru all- an tímann i sömu stöðu. 2. TBL. 1996 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.