Vikan - 01.05.1996, Page 29

Vikan - 01.05.1996, Page 29
MORGUNMATUR 1. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, 1 rúgbrauðssneið, 10 g smjör, 30 g magurt álegg, 50 g niðursneidd agúrka. 2. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, 1 dl hreint jógúrt, 100 g mandarínur, 1 stk hrökkbrauð, 5 g smjör, 2 þunnar sneiðar af spægi- pylsu. 3. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, hálft greipaldin, 1 linsoðið egg, 1 stk. hrökk- brauð, 2 msk. súrmjólk, hrærð út með fíntsöxuðum hreðkum. 4. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, 2 stk. hrökkbrauð, 10 g smjör, 1 tsk. marmelaði, 1 linsoðið egg. 5. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, 1 sneið þriggja- kornabrauð, 10 g smjör, 30 g mögur skinka, 1 tómatur. 6. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, 1 sneið ristað brauð, 1 stk. hrökkbrauð, 10 g smjör, 30 g ostur (20%), 2 tómatar. 7. Kaffi eða te án sykurs og rjóma, 2 stk. hrökkbrauð, 30 g ostur (20%), 30 g camembert, 1 stk. tómatur, 2,5 dl ós- ætur ávaxtadrykkur. HÁDEGISRÉTTIR 1. 1 harðsoðið egg, 100 g tómatur í sneiðum. Leggið þetta á salatblöð og skreytið með 4 tsk. kavíar. Þetta er borðað með 1 sneið af rist- uðu brauði sem smurð er með 1 tsk. smjöri. 2. 150 g kalt soðið hænsna- eða kjúklingakjöt sem skorið er í litla bita og 10 g ólífur. Hrærið 2 msk. chilisósu saman við og látið bíða í hálftíma. Þá er 200 g af sneiddum tómötum bætt í og að síðustu er malaður pipar yfir eftir smekk. 3. 200 g rækjur, safi úr einni sítrónu, 1 msk. græn- metisolía (eða önnur matar- olía), 60 g fíntsöxuð agúrka. Látið þetta í hálfa papriku (125 g). Borðið með 1 tómat, sítrónubátum og dillgreinum. 4. 2 harðsoðin egg, nið- ursneidd, lögð á 1 sneið af ristuðu brauði, kryddað með jurtasalti og smáttsaxaðri steinselju. Rífið niður 200 g af gulrótum og hrærið út í 30 g af hreinu jógúrti og sítrónu- safa eftir smekk. Látið þetta bíða í 15 mínútur áður en snætt er. 5. 1 sneið þriggjakorna- brauð smurð með hálfri tsk. af smjöri, 20 g camembert, 2 sneiddir tómatar, nokkrir laukhringir og salt og pipar eftir smekk. 6. 80 g hreðkur, 1 tómatur í sneiðum, 1 harðsoðið egg, skorið í báta, 50 g soðin skinka (mögur) skorin í ten- inga. Yfir þetta hellist blanda úr 1 tsk. grænmetisolíu eða annarri góðri matarolíu, 1 msk. sérrí salt, pipar, hakk- aður laukur og steinselja. 7. 1 harðsoðið egg, 50 g sýrðar agúrkur, 10 g hakkað- ur laukur, 25 g af hreinni jóg- úrt og kryddað eftir smekk. Þessu er síðan rúllað inn í 2 sneiðar af mögru kjöti (90 g) og borðað með 1 sneið af hrökkbrauði smurðu með 3 g af smjöri. rir unglinginn % GOtf ' ^inguna Weetabix - hjartans mál!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.