Vikan - 01.05.1996, Page 36

Vikan - 01.05.1996, Page 36
Erla Björk Guðmundsdóttir er fædd í Svíþjóð og ólst þar upp fyrstu árin en býr nú í Mosfellsbæ. Hún er fædd 26. október og er því í Sþorðdrekamerkinu. Hún nemur sálarfræði við Háskóla íslands og vinnur með skól- anum í Ingólfsapóteki. Stúdentsprófi lauk hún frá Menntaskólan- um við Sund. Hún hefur hugsað sér að Ijúka BA-prófi í sálarfræði hér heima en fara síðan til framhaldsnáms erlendis en hefur hvorki ákveðið hvert eða í hvaða sérgrein. Erla Björk bregður sér gjarnan út fyrir landsteinana og þá iðulega til móðursystur sinnar sem býr í Gautaborg, en hún hefur einnig skoðað sig um á Sþáni og Englandi sem og í Danmörku og Noregi. íþróttir eru helstu áhugamál hennar, hún æfði sund í nokkur ár og einnig handbolta og knattsþyrnu um tíma. Foreldrarnir eru Ásthildur Davíðsdóttir og Guðmundur Andrés- son. Eina eldri systur á hún. Erla Björk er 168 sm á hæð. Bergljót Porsteinsdóttir er 22ja ára gömul og býr í Reykjavík. Hún er fædd 9. febrúar og er í Vatnsberamerkinu. Hún útskrifaðist sem stúdent í fyrravor af félagsmálabraut frá M.S. og byrjar nám við Háskólann næsta haust, annaðhvort í hjúkrunar- eða fjölmiðlafræði. Síðar hyggst hún fara utan til fram- haldsnáms og hún gæti vel hugsað sér að búa erlendis í nokkurn tíma. Hún hefur ferðast mikið og víða og nefnir Pétursborg í Rússlandi sem einn áhugaverðasta staðinn sem hún hefur komið til. Á sautjánda ári bjó hún í Finnlandi og eignaðist þá marga góöa vini sem hún heldur sambandi við. Hún hefur alltaf unnið mikið með námi. Núna vinnur hún á sólbaðstofunni Gullsól. Bergljót er nokkuð iðin við að skoða myndlistarsýningar og fara í leikhús. íþróttaáhugi hennar er líka talsverður og stundaði hún knattspyrnu í átta ár. Foreldrar hennar eru Ásthildur S. Rafnar og Þorsteinn Ólafs- son. Hún á tvo eldri bræður. Bergljót er 182 sm á hæð. 36 VIKAN 2. TBL. 1996

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.