Vikan - 01.05.1996, Síða 53

Vikan - 01.05.1996, Síða 53
María Helga Gunnarsdótt- ir er fædd og uppalin í Vestur- bænum í Reykjavík en býr núna á Seltjarnarnesi. Hún er 21 árs að aldri, fædd 7. ágúst 1975, og er í Ljónsmerkinu. Hún útskrifaðist sem stúd- ent frá Kvennaskólanum fyrir tveim árum og stundar núna sálarfræðinám við Háskólann. Hún hyggst sækja um inn- göngu í Kennaraháskólann því hún segist vel geta hugs- að sér að starfa í framtíðinni sem grunnskólakennari. Undanfarin þrjú sumur var Hótel Saga hennar vinnu- staður. Eitt sumar vann hún við afgreiðslustörf í verslun Hagkaups á Eiðistorgi. Skíðaiðkun og önnur líkams- rækt eru á meðal helstu áhugamála. Og svo segist hún líka ferðast eins og kost- ur sé og hafa komið til Spán- ar, Austurríkis, Þýskalands, Danmerkur og Bandaríkj- anna, en þangað hefur hún þrívegis farið. Foreldrar hennar eru Berglind Hrönn Hallgríms- dóttir og Gunnar Valur Gunn- arsson. Hún á einn bróður. María Helga er 176 sm á hæð. Harpa Lind Hilmarsdóttir er fædd og uppalin í Hafnar- firði. Hún er 19 ára, fædd annan dag jóla 1976, og er í Steingeitarmerkinu. Hún lýkur stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnar- firði um næstu jól. Hún er staðráðin í að fara út í frek- ara nám en hefur ekki gert upp við sig enn hvar bera skuli niður. Hún hóf snemma píanó- nám en hætti því 15 ára gömul. Hefur hún nú tekið upp þráðinn að nýju og stundar píanónámið við Tón- listarskólann í Hafnarfirði. Hún segist vera Hauka- manneskja og af íþróttum sem hún hefur helst komiö nálægt nefnir hún sund og handbolta. Hún byrjaði fjórtán ára gömul að vinna með skólan- um á kjúklingastaðnum Kentucky Fried Chicken og um tíma vann hún hjá gull- smiðunum Siggu og Timo. Foreldrar hennar eru Ingi- björg Kristjánsdóttir og Hilm- ar Friðriksson. Harpa Lind er 171 sm á hæð. 2. TBL. 1996 VIKAN 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.