Vikan - 01.05.1996, Page 56

Vikan - 01.05.1996, Page 56
NÝSTÁRLEGIR OG LITSKRÚÐUGIR Skartgripirnir, sem Hulda B. Ágústsdóttir hannar, eru úr öllum mögulegum efnum, svo sem plaströrum, máluðum pappamassa, vírum og kanilstöngum. „Það er svo spennandi að prófa ný efni," segir hún. Hulda býr á efstu hæö húss viö Laugaveginn og út um eldhús- gluggann blasa viö þök nærliggj- andi húsa. Á meðan á viötalinu stendur nærist hún á kaffi og Salem lights. Hún ber enga skartgripi. „Ég geröi loftljósin í ganginum,“ segir hún. „Mig vantaði Ijós og þaö fengust engin sem mig langaöi í. Svo ég bjó þau bara til úr pappamassa." Þrátt fyrir að skartgripahönnunin og -geröin sé aðalstarf Huldu er hún mennt- aður málari. En eftir fjögurra ára mynd- listarnám í Frakklandi kom hún heim og geröist níu til fimm manneskja. Og óx frá málaratrönunum. Hvers vegna? „Ætli þaö hafi ekki verið vegna þess aö ég var svo blönk þegar ég kom heim. Svo vatt þetta upp á sig. Hórna á íslandi lendir maður alltaf í einhverri peningahringrás. Kannski hef ég ekki verið nógu hörð. Það eru nefnilega fáir sem lifa af myndlist. Ég reyndi þaö ekki einu sinni.“ ENNÞÁ Á TILRAUNASTIGI í tíu ár vann Hulda viö skartgripahönn- un í frístundum. Fyrst í staö var leirinn aðalhráefnið og skartgripirnir voru minni en þeir sem hún hannar í dag. Og eftir því sem þeir stækkuöu léttist hráefniö. Pappamassi og vír tóku við. Fyrir einu ári ákvað Hulda aö láta á þaö reyna hvort hún gæti lifað af skart- gripagerðinni. Hefur það tekist? „Nei, ekki algjörlega. Þaö tekur þónokkurn tíma aö láta fólk vita af sér. Þetta er sem sé ennþá á tilraunastigi." Skartgripir Huldu fást i tveimur verslunum í bænum í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4 og í Skaparanum í Bankastræti. Þaö, sem einkennir skartgripina, er hversu grófir og litskrúðugir þeir eru. Hulda segir að hún sjálf myndi til dæmis aldrei ganga meö mjóa gullkeðju. „Þetta er bara einhver þróun sem á sér staö. Annaðhvort vil ég vera meö skartgrip sem sést eöa þá sleppa því.“ HENDIR NÆR ENGU Hráefnið í skartgripina finnur Hulda á ólíklegustu stööum. „Núna finnst mér mest spennandi aö vinna úr óvenjuleg- um efnum. Eiginlega úr hverju sem er. Næstu daga ætla ég til dæmis að prófa aö vinna úr karfahreistri. Þaö er svo spennandi aö prófa ný efni. Þaö væri ekkert gaman ef ég mundi sitja og fjöldaframleiða sömu hlutina. Þá gæti ég alveg eins unniö í verksmiöju.“ í dag notar Hulda mest pla- strör og pappamassa, þar sem hann er svo léttur, en hann er unninn úr alls konar pappír og lími. „Mér finnst plaströrin vera mest spennandi. Þar sem hægt er aö setja ýmislegt inn í þau gefa þau nær enda- lausa möguleika. Fyrst haföi ég plaströrin glær en síöan tók ég upp á því 56 VIKAN 2. TBL. 1996

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.