Vikan - 01.05.1996, Side 59

Vikan - 01.05.1996, Side 59
ÍSLENSK SÝNINGARSAMTÖK OG HEIMSFRÆGÐIN Henný Hermannsdóttir kemur fram á tískusýningu á Hótel Sögu. Móóir Hennýar, Unnur Arngrímsdóttir, á heiöurinn af því að hafa stofnað fyrstu formlegu sýningarsamtökin hér á landi. Frh. af bls. 43. gengni að fagna en hafa nú hætt starfsemi. VINSÆLT ATRIÐI Á SAMKOMUM Öll þessi samtök voru iðin við að koma sér og sínum á framfæri og tókst með tím- anum að gera tískusýningar að vinsælu atriði á ólíkleg- ustu samkomum. Um langt skeið var það þannig að það voru sýningarsamtökin sem leituðust eftir því að fá að sýna fatnað verslana og ís- lenskra fataframleiðenda í stað þess að fatasalarnir væru að hóa saman fólki til að sýna fyrir sig, eins og áð- ur var. Lengi vel voru það þeir sem greiddu sýningar- fólkinu launin en þróunin varð sú að þegar skemmti- staðirnir voru orðnir sólgnir ( að geta boðið upp á tísku- sýningar og eftirspurnin eftir þeirri skemmtun var orðin meiri en fatasalarnir gátu staðið undir komu launa- greiðslurnar í vaxandi mæli í hlut samkomuhaldaranna. Árið 1979 sáu 16 krakkar sór leik á borði og stofnuðu ný sýningarsamtök undir nafninu Módel 79. Allir höfðu stofnendurnir starfað með öðrum sýningarsamtök- um og öðlast þar reynslu - og vinsældir. Ferskleiki fylgdi Módel 79 sem buðu upp á sýningar sem voru líflegri en áður höfðu þekkst. Tísku- sýningar þeirra voru svo poppaðar að skemmtistaðir eins og Hollywood sóttust ákaft eftir að laða til sín gesti með þeirra hjálp. Á þeim nær tveim árartugum sem Módel 79 hafa starfað hefur hver fegurðardrottningin á fætur annarri gengið til liðs við samtökin og enn í dag er mikil reisn yfir starfsemi þjónustunnar undir vasklegri stjórn Jónu Lárusdóttur. Icelandic Models hófu starfsemi í kringum 1990. Auður Björk Guðmunds- dóttir fer þar með stjórnina í dag og segir að um þessar mundir sé ekki um nein um- boðsstörf að ræða hér inn- anlands en hins vegar séu nokkrar fyrirsætur starfandi erlendis á vegum samtak- anna. FLEIRI EÐA FÆRRI! Umboðsskrifstofan Ftauði dregillinn hf tók næst til starfa og útvegaði m.a. aukaleikara í íslenskar kvik- myndir auk þess að fara með umboð fyrir sýningar- fólk. Rauði dregillinn hefur hætt öllu slíku umboðsstarfi og haslað sér völl á öðru sviði en Ingi Karlsson, sem var meðal stofenda Dregils- ins, hefur stofnað nýja um- boðsskrifstofu undir nafninu Almenna Umboðsskrif- stofan. Segir hann mikinn fjölda fólks á öllum aldri á skrá umboðsskrifstofu sinnar og vekur jafnframt athygli á því að þar er ekki aðeins um fyrirsætur og sýningarfólk að ræða heldur einnig leikara, auglýsingateiknara, þuli, lagahöfunda, jólasveina og tónlistarmenn. Segir Ingi starfsemina hafa farið mjög vel af stað og lofa góðu. „Því fleiri því betra“ eru einkunnarorð Almennu Um- boðsskrifstofunnar. Hin árs- gömlu sýningarsamtök Ástu Kristinsdóttur, sem hún nefnir Eskimo Models, leggja aftur á móti áherslu á að fara með umboð fyrir færri en leggja þeim mun meiri vinnu í að koma hverj- um og einum í sem best störf. Sjálf hafði Ásta öðlast mikla reynslu sem sýningar- stúlka og Ijósmyndafyrirsæta þegar hún réðst í að opna umboðsskrifstofu. Hafði hún starfað víða um heim og kynnst ölium hliðum starfs- ins. Sambönd sín nýtir hún út í ystu æsar og í sumar stefnir í að flestir þeirra 26, sem hún hefur á skrá, verði við störf hjá umsvifamiklum aðilum erlendis í sumar. SÍMANÚMERIN Þeir, sem hafa hug á að komast á skrá hjá Eskimo Models, geta litið við á skrif- stofunni í Bankastræti 5 eða haft samband í síma 552 8011. Skrifstofa Almennu Umboðsskrifstofunnar er á Grensásvegi 7 og síminn þar er 553 4070. Módelsamtökin hafa símanúmerin 564 3960 og 854 0930 og Módel 79, sem eru til húsa við Engja- teig, eru með skrifstofusím- ann 588 8855. STÖKKPALLURINN Þátttaka í fegurðarsam- keppni af ýmsu tagi hefur gjarnan reynst góður stökk- pallur inn í sýningarbrans- ann og eins það að fara á námskeið sýningarsamtaka. Einna mestur áhugi er um þessar mundir fyrir John Casablanca skólanum sem Kolbrún Jónsdóttir veitir forstöðu. John Casablanca, sem skólinn er kenndur við, er eigandi hinnar heims- þekktu umboðsskrifstofu Eli- te. Það er þó tímaritið Nýtt Líf sem hefur umboð fyrir hina árlegu módelkeppni Eli- te og vinnur að undirbúningi keppninnar í samvinnu við Koibrúnu. Önnur heimsþekkt módel- samtök, Ford, leita hér ár- lega að þátttakendum í al- þjóðlegri módelsamkeppni sem nefnist Supermodels of the Year. Umboðsmaður keppninnar hér á landi er Katrín Pálsdóttir fréttamað- ur og hefur hún átt samstarf við DV þar að lútandi í ára- raðir. í ár verður þó sú breyt- ing á að fulltrúi íslands í keppninni verður valinn úr hópi þátttakenda í Fegurðar- samkeppni íslands og kemur fulltrúi Ford hingað til lands til að fylgjast með keppninni í þeim tilgangi. Ford leitaði fyrst að stúlku hér á landi árið 1982 en Elite 1983. Þá hafa stúlkur frá íslandi farið undanfarin ár til þátt- töku í keppninni um titilinn Miss Hawaiian Tropic sem haldin er á Flórída. Þær Hendrika Waage og Auður Guðmundsdóttir hafa valið og kynnt þær stúlkur í sam- vinnu við tímaritin Samúel og Vikuna. Meðal annars hefur núverandi fegurðar- drottning íslands, Hrafnhild- ur Hafsteinsdóttir, tekið þátt í þeirri keppni. Loks má svo minna á að Kolbrún Jónsdóttir hefur farið í um- fangsmiklar ferðir með ís- lensk ungmenni úr skóla Johns Casablanca til þátt- töku í módelkeppnni M.A.A.I. í New York undan- farin sumur. EKKI AUÐSÓTT. . . Það er Ijóst að aðeins á að giska eitt ungmenni af hverjum fimmtíu, sem reyna að koma sér á framfæri hér á landi í hinum harða heimi sýningarfólks, getur átt von á því að ná einhverjum frama hér á land og enn færri er- lendis. En það er vissulega eftir miklu að slægjast í þessum störfum erlendis ef athygli er vakin. En slíkt næst ekki nema með gríðar- legri vinnu og ósérhlífni - og umtalsverðum hæfileikum auk rétta útlitsins að sjálf- sögðu. Leiðin á toppinn er svo sannarlega ekki greið og gaman að Ijúka þessari grein með að vitna í orð fulltrúa Elite við úrslitakeppni sam- takanna hér á landi í síðasta mánuði en hann lét þess getið að meðal stúlkna, sem tekið hefðu þátt í keppni Eli- te án þess að sigra, væru þær Christine Turlington og Cindy Crawford sem báðar áttu engu að síður eft- ir að sigra heiminn. Þær stúlkur, sem yrðu af Elite titl- inum, gætu því alltént hugg- að sig við að vera í sama fé- lagi og þessar heimsþekktu sýningarstúlkur. . . □ 2. TBL. 1996 VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.