Vikan - 01.05.1996, Page 61

Vikan - 01.05.1996, Page 61
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: manna Reykjavíkur. Þar var hann líka vanur að gefa mál- verk sín, sagði mamma mér. Eins og hann kemur mér fyr- ir sjónir þá hefur hann verið þessi sanni listamaður sem elskar aðeins eitt; málverkin sín. Kjarval hefur verið virki- lega fínn náungi. Ég á portrett af mér og systur minni sem málað var á íslandi þegar við vorum lít- il. Ég held að málarinn hafi heitið Halldór Pétursson en hann dó víst fyrir tveimur ár- um síðan. Þetta var f Reykjavfk og ég man sér- staklega vel eftir þessu því ég mátti ekki hreyfa mig á meðan hann vann og það var í heila tvo daga. Það var erfitt fyrir lítínn strák. En ég þekki þetta vel núna.“ GERIR ÚT Á UÓSA KOLLINN OG BLÁU AUGUN Hvað þurfa menn að hafa til að bera til að verða fyrir- sætur? „Það er náttúrlega þetta góða útlit. Sterkur persónu- leiki skiptir líka miklu máli því að þú ert þinn eigin vinnu- veitandi. Þetta snýst um að „take care of business"." Þarftu að stunda lyftingar eða Ifkamsrækt öllum stund- um? Er meiri áhersla lögð á vöðva í Bandaríkjunum en í Evrópu? „Já, sérstaklega í Miami. Hér eru fallegir menn og fal- legar konur. í Evrópu eru þeir að leita að annars konar fólki. Ég geri það ekkert sér- staklega vel hér þvf ég geri ekki út á vöðva heldur það að vera öðruvísi. Ljósa hárið og bláu augun gera mig öðruvísi og það er einmitt sú týpa sem margir hinna íhaldssömu „clients" (kúnna) vilja. Almennt má segja að vöðvatröllunum gangi vel í Miami en þeim, sem gera út á sérstakt útlit, gengur vel í Evrópu og líka í New York. Ég vinn mikið fyrir skandi- navísk fyrirtæki, það bregst varla að þau bóki mig. Svip- aða sögu má segja um Þjóð- verjana, þeir eru væntanlega enn hrifnir af Skandinövum.“ Shawn segir, að þrátt fyrir velgengni þá hafi hann einn djöful að draga þegar að fyr- irsætustörfum kemur. Hann hefur nefnilega átt við þrálát meiðsl í ristinni að stríða undanfarin ár og þau hafa torveldað honum allar hreyf- ingar. „Eg get stundum ekki hreyft mig. Það eru ekki allar myndatökur sem felast í því að vera kyrr, oft þarf ég að hlaupa eða ganga á settinu. Kúnnarnir vilja að módelin séu „fit“ og verði þeir varir við einhvern veikleika hjá þér geturðu verið í vondum málum. Af þessum sökum hef ég misst nokkur störf en ég er að jafna mig og eftir fimm mánuði get ég farið að sinna ástríðu minni, skokk- inu, á ný, fari ég varlega með mig.“ Hverjar eru framtfðaráætl- anir þínar? „Á meðan vel gengur hjá okkur Móniku í fyrirsætu- störfunum þá höldum við áfram. Það er ýmislegt sem mig langar til að gera seinna, t.d. langar mig að prófa að taka námskeið í leiklist þótt ég hafi engan metnað til að verða stór kvik- myndastjarna. Eitt er það sem ég hef mikla ástríðu á en það eru antíkmunir. Ég gæti hugsað mér að opna antíkverslun í framtíðinni líkt og mamma er að fást við. Antíkmunir eru hennar ær og kýr og í gegn- um hana hef ég öðlast sæmilega þekkingu á brans- anum. Ég hef ýmis sam- bönd, veit hvaða uppboð eru best og þekki mikið af áhugaverðu fólki sem hrifið er af fornmunum.“ Við Shawn erum engan veginn að kveðjast þótt við- talinu sé næstum lokið. Við erum þegar búnir að skipu- leggja partí heima hjá hon- um í bakgarðinum undir Flórídasólinni næstu helgi þar sem allra þjóða kvikind- um verður hrist saman alla endilanga nóttina. Áður en ég held heim á leið bregður Shawn sér inn í stofu sína sem full er af skemmtilegum antíkmunum og dregur upp úr skúffu einni öskubakka fornfágaðan. Á öskubakkann er búið að höggva mynd af fólki við heyskap og bónda- bæ. Gripurinn er gjöf frá afa Shawns, Eggerti járnsmiði. Barnslegt stoltið leynir sér ekki í íslenskum svip Minne- sota búans. „Ég er ákveðinn í að fara aftur heim til ís- lands á næstunni," segir hann einbeittur á svip. „Eg ætla að upplifa það á ný hvernig það er að vera ís- lendingur. Kannski ég reyni að fá pláss á togara." □ ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING, DAG- OG KVÖLDSNYRTING, VAXMEÐFERÐ (NÁTTÚRULEGT VAX) Varanleg eyðing hára og háræðaslits með Sylvia Lewis rafmagnsmeðferðinni Snyrtistofan 9-írund snyrtiny • versíun • [jós [jrœnatimi 1 • 200 ‘Kppavoyur • Sími 554 4025 HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK ^ii,, ^ DEKURDAGAR ^ Lúxus andlitsbað m/ litun, plokkun og augnmaska. Handsnyrting m / parafinmaska. ALLT ÞETTA Á ADEINS Fotsnyrtmg. 13.000, -* rétt verð 16.350,- Meó qervinöqlum 15.000,- *ssiw% Líkamsnudd og/eða Trim Form. Vaxmeðferð. Förðun. SiNiYiRiTiIiSiTiOiFiA HRAUNBÆ 102 • SIMI 587 9310 HARSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <0 562 6162 Opib: mán.-fös. kl. 10.00-18.30 Laugardaga: kl. 10.00-16.00 Snyrtistofa & Sumartilbob snyrtivöruverslun Andlitsbað kr. 2.500,- Engihjalla 8 Hand- og fótsnyrting kr. 3.000,- 200 Kópavogi Litun °8 Plokkun kr. 990,- Sími 554 0744 Fatnabur í úrvali Katrín Karlsdóttir fótaabgeröa- og snyrtifræbingur 2. TBl. 1996 VIKAN 61

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.