Vikan - 01.05.1996, Síða 78

Vikan - 01.05.1996, Síða 78
„FYRSTEANNST MÍRÞETHV VERAHAU PÚKALEGT" TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: GÍSLI EGILL Atli Þór Alfreösson bar sigur úr býtum í módelkeppninni Herra Hafnarfjörður 1996. Hann er tuttugu og eins árs gamall nemi í húsasmíði og hugurinn stefnir á nám í arki- tektúr eða einhvers konar hönnun. í viðtali við VIKUNA spjallar hann meðal annars um keppnina, alnæmi og fíkniefni. Hann ólst hvorki upp við Hamarinn í Hafn- arfirði né í grennd við klaustur Karmelsystra. Hann er alls ekki Hafnfirðingur og segja má að það sé kald- hæðni örlaganna hvað keppnina varðar. Keppendur voru níu og aðeins tveir þeirra voru Hafnfirðingar. Atii Þór er Reykvíkingur og býr í Grafarvogi. Hann er hávax- inn, grannur og strákslegur og án efa verðugur titilsins. „Ég var beðinn um að taka þátt í keppninni trekk í trekk. Fyrst fannst mér þetta vera hálf púkalegt. En svo lét ég tilleiðast. Það voru líka fín verðlaun í boði.“ Hver voru þau? „Um það bil 83.000 krónur í fataúttektum." Atli Þór var átján ára þeg- ar hann fór á námskeið í skóla Johns Casablanca. Upp frá því fór hann að taka þátt í tískusýningum. Hvað er það sem heillar þig við að sýna föt? „Það er viss spenna í að koma fram og sýna í sal fullum af fólki. Það er líka fínn félagsskapur í þessum bransa. Það eru reyndar ekki launin sem heilla,“ segir hann og hlær. „Allavega ekki ennþá.“ Hann segist alltaf passa upp á það að vera þokkalega til fara. „Og ég tek eftir því hvernig aðrir eru klæddir." Herra Hafnarfjörður er á föstu. Unnustan heitir Magn- ea Sif Agnarsdóttir og er hárgreiðslunemi. Þau eru búin að vera saman í eitt og hálft ár. Ætlið þið ekkert að fara að búa? „Það fer nú kannski að koma að því,“ segir Atli Þór. Hvernig fannst henni þegar þú varst kosinn herra Hafnarfjörður? „Hún var ekkert hrifin af því þegar hún frétti að ég ætlaði í keppnina. Henni fannst það vera púkalegt, eins og mér. Fólk tók ekkert vel í þetta vegna þess að það hélt að þetta væri fegurðarsam- keppni. Ég fann það til dæm- is í skólanum. En svo var Magnea á keppninni og henni fannst hún vera mjög flott.“ Atli Þór segist ekki hafa orðið var við afbrýði- semi eftir að hann vann keppnina. „En ég verð fyrir góðlátlegri stríðni í vinn- unni.“ í hverju felst hún? Hann hlær. „Félagarnir kalla mig til að mynda „Herra Hafnarkrá“ og „halló Hafnar- fjörður“.“ Uppáhaldsleikari Atla Þórs er Liam Neeson, uppáhalds- rithöfundurinn er Stephen King og eftir tíu ár sér hann sjálfan sig fyrir sér í rándýr- um BMW eða Jagúar. Pen- ingana fyrir bílnum ætlar hann að fá fyrir vinnu sfna sem arkitekt eða einhvers konar hönnuður. En hvað með húsasmíðanámið? „Það er góður grunnur fyrir arki- tektúrinn eða hönnunina.“ Hvaða eiginleikum mundir þú helst vilja vera búinn? Hann hugsar sig um. „Ég mundi helst vilja vera víöles- inn, atorkusamur og sam- viskusamur." Hvað mundir þú gera ef þú fengir það hlutverk að skipuleggja af hálfu yfirvalda aðgeröir gegn útbreiðslu al- næmis? „Mér finnst að það ætti að stimpla þetta með höröu í krakkana á meðan þeir eru litlir. Þá hafa þeir tíma til að melta þetta og skilja betur.“ Heldur þú að ungt fólk muni eftir alnæmi þegar það stundar skyndi- kynni? „Það fer svolítið eftir því ( hvernig ástandi viðkom- andi er. Þaö er náttúrlega af- markaður hópur sem er að djamma um hverja helgi og er kærulaus." Eru kunningjar þínir kærulausir? „Það er eitthvað um það. En ég held að breytingin á einu ári sé mikil því umræðan um al- næmi hefur aukist gffurlega." Hvað fíkniefnavandann varðar segir Atli Þór að það þyrfti að herða löggæsluna og eftirlitið til að stöðva inn- flutning. „Og það er ekkert verra að þyngja bæði sektir og fangelsisvistir. Þetta er eins og með alnæmi. Það á að fjalla um fíkniefnavand- ann á meðan krakkarnir eru nógu litlir til að þeir fái andúð á fíkniefnum." Mest hefur verið rætt um E-pilluna að undanförnu. Er ekkert mál að verða sér úti um eina slíka? „Þú þarft ekki að fara lengra en á skemmtistaðina niðri i bæ á föstudags- og laugardagskvöldum," segir Atli Þór, „og það er nóg að smella fingrunum." Hefur þér verið boðið eitthvað vímu- efni? „Já, spítt og hass.“ Hefurðu prófað vímuefni? „Já, einu sinni þegar ég var átján ára.“ Hvað? „Það var mjög vægt vímuefni." Hass? „Eitthvað svoleiðis." Hvernig leið þér? „Mér leið ekkert betur. Ég skil ekki hvað fólk sér við þetta.“ Af hverju varstu að prófa? „Af því aö vinir mínir gerðu það. Þaö var stemmning fyrir þvf í ein- hverju partýi. Maður var bú- inn að fá sér í glas og kæru- leysið var aðdragandinn.“ Þú heldur að þú prófir þetta ekk- ert aftur? „Nei,“ segir hann ákveðinn. „Ég hef bara enga löngun til þess. Mér finnst bara ekkert varið í þetta.“ Atli Þór er maður sem veit hvað hann vill. □ 78 VIKAN 2. TBL. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.