Vikan - 01.05.1996, Page 79

Vikan - 01.05.1996, Page 79
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR LITUÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON „VEL BORGUD AUKAVINNA" Herra Skandinavía 1994 er íslending- urinn Björn Steffensen. Hann er þrí- tugur, 1.93 metrar á hæö, bifvélavirki að mennt og langar til þess aö fara út í eitthvað hönnunarnám. Bjöm, sem er meö glæsilegri mönnum og er einhleypur, býr í dæmigeröri piparsveinaíbúð; leöur, stál og halógenljós. Þaö eru sex ár síðan hann kynntist módelbransanum. „Ég var aö æfa í World Class og var spurður hvort ég vildi leika í Pepsi-auglýsingu.“ Hann sló til. Þaö varð ekki aftur snúiö og undanfarin ár hefur hann starfað sem Ijós- myndafyrirsæta hjá Model 79. „Ég hef hins vegar aldrei veriö spenntur fyrir tískusýn- ingum. Þaö er ekkert gaman aö þeim og lítið upp úr þeim að hafa. Hins vegar eru myndatökurnar allt í lagi. Þetta er vel borguð auka- vinna." Hann neitar því ekki aö öðruvísi sé fyrir karlmenn aö vera í módelbransanum en fyrir kvenmenn. „Karl- menn eru frekar gagnrýndir. Félagarnir eiga þaö til aö hlæja aö þeim; aö minnsta kosti til að byrja með.“ Hvers vegna ákvaðstu aö taka þátt í keppninni Herra Skandinavía? „Ef maður hef- ur hug á því aö prófa fyrir- sætumarkaöinn i útlöndum þá er þetta náttúrlega góö kynning." Keppnin var haldin í Finnlandi og Björn neitar því ekki aö ókeypis vikuferö hafi líka ráðiö ákvörðuninni. „Ég ætlaöi aö hafa gaman af þessu. En svo var þetta allt of erfitt prógram til aö þetta væri skemmtilegt. Þetta voru endalausar sýningar frá morgni til kvölds.“ Björn, og aðrir keppendur, þurftu með- al annars aö ganga um á stuttbuxum í verslunarmið- stöð. „Ég hefði ekki treyst mér til aö gera þetta á ís- landi,“ segir hann og leggur áherslu á orö sín. „Þetta er allt ööruvísi þegar enginn þekkir mann. Eg veit hvernig svona sýningar leggjast i landann." Björn reiknaöi ekki meö því aö sigra í keppninni í fyrstu. Myndir af öllum kepp- endum voru sýndar í finnska sjónvarpinu og tóku áhorf- endur þátt í kjörinu. Hann fékk flest stig frá þeim, blaöamönnum og aöaldóm- nefndinni. Hvaö heldurðu aö hafi ráöiö því aö þú vannst? „Þaö var talað um aö ég væri meö karlmannlegt útlit. Eins og þú sórð á myndun- um þá er ég ekkert „beibí- feis“, segir hann og hlær. Bæklingur meö myndum af honum liggur á stofuboröinu. Björn er með útlit sem ætti aö geta komið honum áfram. í sumar ætlar hann til út- landa og reyna aö fá þar tímabundna vinnu sem fyrir- sæta. Hvaö hann veröur lengi fer eftir þvi hvernig gengur. „Ég mun ekki koma til meö að geta þraukað lengi úti ef ég fær ekki vinnu fljótlega.“ Er fyrirsætustarfið vel borgað? „Þaö fer nattúr- lega eftir löndum. Ég held aö Þýskaland væri best fyrir mig hvað hæðina varðar. Ég er búinn aö senda myndir á nokkrar fyrirsætuskrifstofur og hef fengið allþokkaleg viöbrögö.“ En hver er Björn burtséö frá fyrirsætubransanum? Hann keppti í körfubolta um margra ára skeið, stundar líkamsrækt og lyftingar og fer á skíði. Austurrísku Alp- arnir heilla hann. Hann á sjö ára gamlan son og hann vonar aö eftir tíu ár veröi hann kvæntur, hamingju- samur og búinn aö eignast tvö til þrjú börn til viðbótar. Hvernig er draumamakinn? Björn hugsar sig um lengi. „Þaö eru svo sem ekki nein- ar fastar skorður meö útlitiö nema að makinn sé í sæmi- legu formi,“ segir hann síöan og hlær. Þú vilt sem sagt ekki eiga feita konu? „Ég veit þaö ekki. Það er náttúrlega hinn innri maöur sem skiptir öllu máli á endanum. En viö fyrstu kynni skiptir útlitið náttúrlega miklu máli. Það er ekki hægt aö neita því.“ Hvernig viltu aö innri maður væntanlegrar eiginkonu sé? Hann hugsar sig aftur um. „Ég mundi vilja aö hún væri rómantísk, metnaöargjörn og pínulítiö feimin. Mér finnst þaö vera sjarmerandi." Ert þú rómantískur? Hann hag- ræðir sér í svörtum leðurstól. „Ef mér er gefið færi á því þá held ég aö ég sé það.“ □ „Þetta var allt of erfitt prógramm til aó þetta væri skemmtilegt," segir Björn um þátttöku sína í keppninni sem færói honum tit- ilinn Herra Skandinavía. 2.TBL.1996 VIKAN 79

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.