Vikan - 01.05.1996, Side 81

Vikan - 01.05.1996, Side 81
TEXTI: ELIN ALBERTSDOTTIR ELISABET DAVIÐSDOTTIR, FORDSTULKAN 1994: Elísabet Davíðsdóttir var kosin Fordstúlkan árið 1994 en við það breyttist líf hennar töluvert. Hún hafði aldrei tekið þátt í slíkri keppni áður né heldur starfað við fyrirsætustörf. Vinir hennar hvöttu hana til að taka þátt í Fordkeppninni og hún sendi því mynd í keppnina. Elísabet var ein af sex stúlkum sem valdar voru í úrslit en yfir eitt hundrað stúlkur sendu inn myndir af sér. Eftir sigurinn var henni boðinn samningur við Ford Models umboðsskrifstofuna í París. Það er ákaflega erfitt að komast að á þeirri stofu og má því segja að lífið hafi leikið við hana. Elísabet, sem var nem- andi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hélt til Parísar að loknum skóla og starfaði i París um sumarið. Hún fékk mörg skemmtileg verkefni þar og ferðaðist töluvert. Segja má að Elísabet hafi verið sérlega heppin því henni bauðst síðan að starfa í Mílanó og í London. Frá Mílanó ferðaðist hún um all- an heim, meðal annars til Bali og fleiri framandi staða. Hún tók þátt í tískusýningum hjá frægum tískuhönnuðum m.a. Yves Saint Laurent og einnig lék hún smáhlutverk í myndbandi hjá Elton John. Elísabet tók sér frí frá námi heilan vetur þar sem verkefnin hlóðust að henni í fyrirsætuheiminum. Hún kom heim um síðustu ára- mót og settist aftur á skóla- bekk í MH enda er stefna hennar að Ijúka stúdents- prófi um næstu jól. Elísabet verður tvítug í sumar en hún er nú á leið til Parísar ásamt Þórunni Þorleifsdóttur, Fordstúlkunni 1995, en þær munu starfa fyrir Ford Models. „Það er búið að vera mjög skemmti- legt hjá mér enda hef ég ver- ið heppin. Ég hef ferðast mikið um heiminn og þetta hefur gefið mér mikla lífs- reynslu. Ég er ánægð með að hafa tekið þátt í keppninni hér heima á sínum tíma,“ segir Elísabet. „Það er mikils virði að hafa samning við maður verður að treysta al- gjörlega á sjálfan sig. Ég var átján ára þegar ég fór út og fannst það heppilegur aldur til að byrja,“ segir Elísabet enn- fremur. „Að minnsta kosti ættu stelpur ekki að fara út í fyrir- sætustörf yngri en sautján ára." Hún er ákveðin í að halda umboðsskrifstofu því þá er séð um mann. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast mörgu áhugaverðu fólki og það skilur eftir sig minningar. Það er talsverð heppni sem fylgir fyrir- sætuheiminum og áfram á þessari braut í eitt eða tvö ár eftir stúdents- próf áður en stefnan verður tekin á Háskóla íslands en Elísabet hefur fyrir alllöngu ákveðið að leggja fyrir sig læknisfræði. „Það getur auð- vitað allt breyst en mér finnst ágætt að stefna að einhverju.“ 2. TBL 1996 VIKAN 81

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.