Vikan


Vikan - 07.05.1998, Qupperneq 9

Vikan - 07.05.1998, Qupperneq 9
„Það er enginn vandi að vera Vigdís Finnbogadóttir meðan ég hef heilsu og góða lund. Og til allrar hamingju þykir mér gaman að lifa.” sinni í viku að sofa klukkan 9. Allavega fer ég í hvfld svona snemma og bara les. Og af því að ég er kominn á þann aldur að ég er ekki með ábyrgð á heimilishaldi og slíku, þá get ég valið að hvfla mig heilan dag, horfi fram hjá því sem þarf að gera, ryksuga og slíkt, og held kyrru fyrir heima hjá mér og bara les skáldsögur og hverf inn í annan heim. Ef ég er þreytt þá er þetta allra meina bót. Það er engin hvfld í því að hanga fyrir framan sjónvarpið fyrir hvaða mynd sem er. Ég er vandlát á sjónvarpsefni og nenni varla að horfa á það.” En Vigdís fer fögrum orðum um listsköpun sem fjallar um manninn. Bækur og leikhús eiga stórt pláss í hjarta henn- ar. Hún hrífst svo mjög af þeirri lifandi nánd sem leik- húsið er. En langaði hana ekkert til að snúa sér aftur að leikhúsheiminum þegar hún kvaddi Bessastaði? „Nei,” ekki var hún á því. „Sá kafli er búinn og það eru svo margir um hituna í leik- húsinu. Þar vantar ekki fólk,” segir fyrrum leikhús- stjórinn. Enda næg önnur verkefni sem buðust henni. En hún heldur miklu og góðu sambandi við leikara, bæði í Danmörku og svo auðvitað á íslandi. „ Vil ekki sjá Titanic” „Ég fer mikið í bíó. Sá t.d. nýlega „As good as it gets” með Jack Nicholson, það er skemmtilegasta mynd sem ég hef lengi séð. En ég ætla ekki að sjá „Titanic”. ís- lenska þjóðin hefur misst svo marga sína í sjóinn. Og af hverju á þá að vera að horfa á fjöldadrukknun? Ég get það bara ekki, er allt of við- kvæm persóna til þess. Ég hef það oft tárast í Dóm- kirkjunni þegar sjómennirnir á sjómannadaginn bera inn fánann til minningar um þá sem horfið hafa frá okkur í hafið. Ég tek mjög inn á mig og finn svo til með öðrum.” „En,” segir hún og brosir „ég finn líka mjög vel hver kem- ur á móti mér með sól í hjartanu.” Strekkingartœki og hjól- reiðar Flestar konur vilja eflaust fá að eldast eins og Vigdís. Líta svona vel út og halda þessu starfsþreki. Hreyfir hún sig re^lulega? „Já, já, auðvitað. Ég hjóla hérna í Danmörku. En fer í sund á íslandi og í gamaldags strekkingartæki sem ég á til að halda mér liðugri. Það er fyrir öllu að halda sér liðugri. Mér finnst púkó að hugsa bara um að halda sér grönn- um eins og stöng. Við erum bara öll sitt með hverju lag- inu. Norræni kynstofninn er ekkert spýtulegur að eðlis- fari. En ef maður finnur að það er þyngra undir fæti að ganga upp stiga þá á maður að fara í eitthvert hopp. Maður á bara að hugsa um að halda sér í formi svo manni líði vel.” „Kann best að meta einfald- leikann” “Finnið þið ilminn, sjáið þið kirsuberjatrén,” segir Vigdís hugfangin á göngu- ferð um almenningsgarðinn í nágrenni við aðsetur hennar. í þennan garð kemur Vigdís oft með dóttur sinni eða vin- um og les eða fær sér sunnu- dagsísinn sinn. En skyldi hún ekki vera orðin góðu vön eftir að hafa búið á fínustu hótelum um allan heim og verið í fínustu veislunum? Og skyldi hún ekki vera far- in að gera miklar kröfur? „Ja, hvað sýnist þér í íbúð- inni minni hér í Kaupmanna- höfn?” spyr Vigdís. „Einmitt ekki. Maður metur æ betur einfaldleikann og hið lát- lausa almennt. Á hótelum um allan heim eru eftirlík- ingar af gömlum klassískum húsgögnum og þetta lítur út fyrir að vera voðalega fínt, svo eru þetta bara dót. Það sem er einfalt og ekki yfirborðskennt finnst mér vænst um.” „Gott að hvetfa ífjöldann” En er hún í Danmörku til að geta horfið í fjöldann? „Já, mér þykir mjög vænt um það hérna í Danmörku að hverfa í fjöldann. Ég reyndar þekkist á götu hérna og ég fæ líka alveg frið á götu á ís- landi, en ég þekkist þar meira en hérna. Ég finn fyrir hlýju og íslendingar á förn- um vegi segja gjarnan við mig „gaman að sjá þig”. Og svo er ég svo heppin að ég á bæði fjölskyldu og yndislega góða vini heima sem segjast sakna mín svolítið.” Og enn og aftur kemur upp í henni þessi glettni sem er svo nota- leg og gerir það að verkum að öllum hlýtur að líða vel með Vigdísi, háum sem lág- um, ungum sem öldnum, fyr- irmönnum í höllum sem fólki í kjöllurum. „Ég er bara venjulega manneskja,” segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- um forseti íslands. En það er sama hversu hógvær hún er í tali, venjuleg er hún ekki. Eða hvers vegna reyndist Gunnari ljósmyndara svo erfitt að ná mynd af henni á göngu um Nýhöfnina í Kaupmannahöfn án þess að fólk snéri sér við á götu og horfði á hana. Annaðhvort var það vegna bjarta yfrlits- ins og hnarreists göngulags orkumikillar hugsjónakonu, eða vegna þess að fólk hugs- aði eins og maðurinn sem sagði svo glaðlega á Fred- reksbergi þegar Vigdís hjólaði fram hjá: „Naa, har vi berömtheder her!,” eða: „Nú, höfum við fræga mann- eskju meðal vor?” ■ 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.