Vikan


Vikan - 07.05.1998, Page 16

Vikan - 07.05.1998, Page 16
: Holl húsráð: un. ■ bólgnar út en þegar hann gengur til baka aftur eru risp- urnar horfnar. Þetta á auðvitað aðeins við um rispuráyfirborði. Geymið glös undan rauðkáli, rauðrófumogþess háttar. Þau koma að góðu gagni þegar geyma á ávaxta- safaogmunauð- veldara er að hreinsa þau en flöskur. Ef einhver gefur ykkur rósir rétt um það leyti sem þið eruð að fara í frí í nokkra daga halda þær sér mun lengur ef þið látið þær standa í vatni inni í ísskáp. Þegar flórsykri er stráð yfir kökur er gott ráð að setja flórsyk- urinn í litla tesíu í stað sigtis. Ef þið ætlið að búa til þurrkaða blómaskreytingu er gott að stinga makkarónum í svampinn (oasis) og blómastilkunum síðan í gegnum makkarónurnar. Þannig haldast stönglarnir heilir, en annars er hætt við að þeir brotni þegar reynt er að stinga þeim í svampinn. Til að hindra að kertavax leki niður af kertum er gott ráð að leggja þau í kalt saltvatn í nokkrar klukkustundir fyrir notk- Umsjón: Anna Kristine Magnúsdóttir Teikningar: Guðný Svava Strandberg Setjið vatn á pönnuna í staðinn fyrir smjörlíki þegar þið steikið egg. Leggið lok yfir pönnuna í smá stund og þá verða eggin mjallahvít beggja megin. Þar að auki fækk- ið þið kalóríum! Ryðfrítt stál verður sem nýtt ef þurrk- að er af því með klút vættum í ediki. Krem og þess háttar tekur minna pláss í snyrtibuddunni ef það er sett í vel hreinsað, lítið lyfjaglas. Munið bara að setja miða á glasið þar sem innihaldsins er getið! Kransakökur ná aftur ferskleika sínum séu þær settar í loft- þétta dós og þykk rúgbrauðssneið látin með. Rispaður viður getur orðið sem nýr ef borið er sjóðandi heitt vatn að honum. Vindið tusku upp úr eins heitu vatni og þið þolið og leggið á rispur, til dæmis á viðarhurðum. Viðurinn Vikunnar Rós Vikunnar fá íslenskar konur fyrir stíl og fegurð. Setjist bara niður á fjöl- förnu kaffihúsi stundarkorn og lítið í kringum ykkur, hvarvetna blasa við heimskonur á öllum aldri. Þrátt fyrir legu landsins eru íslenskar konur fljótari að tileinka sér nýjustu tísku en gengur og gerist annars staðar. íslenska loftið ger- ir líka sitt fyrir útlit kvenna sem hafa ástæðu til að bera höfuðið hátt og vera ánægðar með sig! íslensk fljóð eiga skil- ið að fá rósavönd oftar en á konudaginn! Þekkirðu einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá endilega samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík“ og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir val- inu og fær sendan glæsilegan rósavönd um hæl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.