Vikan


Vikan - 07.05.1998, Side 31

Vikan - 07.05.1998, Side 31
Slakað á með jöklinum. Kirsuberjatré, mahóníur, fíðrildarunnar, hörpulauf og eplatré. Hér er ekki verið að lýsa suðrænum slóðum heldur er þessi gróður hluti af hýbýlum hjónanna Ólafs Sigurðssonar arkitekts og Svövu Ágústsdóttur í Hjallabrekku í Mosfellsbæ. Ólafur hannaði húsið sem er líklega eitt sinnar tegundar í heiminum; hús inni í glerhúsi. Og allt árið um kring búa þau í blómahafí. ð utan er þetta bara venjulegt ,stórt gler- hús og það vekur ekki áhuga nokkurs manns. Ég er ósköp ánægður með það, þá hef ég frið í mínum sælureit,” segur Ólafur alsæll þar sem hann situr ásamt konu sinni og nýtur útsýn- isins en Snæfellsjökull og Esjan blasa við. „En það komu þó hingað tvær norskar stúlkur og báðu um vinnu í þessari „gróðr- arstöð” segir hann og hlær. „Það var áður en við fluttum inn. Við vorum lengi að byggja húsið en byrjuðum að gróðursetja hérna á lóðinni fyrir utan áður en framkvæmdir hófust eða árið 1991. Svo fluttum við inn fyrir tveimur árum.” Húsið er hreint ótrúlegt, 100 m2 einbýlishús á einni hæð, steypt úr vikursteypu og óein- angrað en hitað með ofnum og hita í gólfi. Hið risastóra glerhús utan um húsið heldur á þeim hita allan ársins hring. Og úr öll- um herbergjum er hægt að njóta gróðursins og útsýnisins, því hefðbundnir veggir eru ekki alls staðar í húsinu. Glerhurðum er hægt að renna til hliðar svo gróðurinn umlykur hjónin í 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.