Vikan


Vikan - 07.05.1998, Qupperneq 33

Vikan - 07.05.1998, Qupperneq 33
„Jú,” segir Svava strax. “Við förum stundum á fætur klukkan hálffimm á morgnana til að njóta sólarupprásarinnar. Svo förum við kannski upp í aft- ur.” LAUNALAUSAR VINNU- KONUR A meðan Svava og Olafur nostra við túlípana og spá í hvað sé að falla og hvað sé að koma til í ríki náttúrunnar innandyra, sér tæknin um að halda réttu hita- og rakastigi í húsinu. Lítið tæki sér um mælingarnar og glugg- arnir í þakinu opnast eða lokast eftir þörfum. En það hlýtur að vera mikið púl að vera með 75 fermetra blómabeð inni hjá sér og yfir 100 tegundir til að sjá um. „Nei, það er svo svakalega gefandi að vera með puttana í þessu. m, Glerhúsið er ekkert hitað upp, sólin sér um þá hlið mála, en þegar kaldir vetr- arvindar blása eru þau inni í steypta húsinu sínu og horfa á sígrænu plönt- urnar í gegnum glerhurðirnar. Og svo fengum við sérlagaða mold þannig að það er varla nokkur arfi. Óli Valur Hansson fyrrverandi garðyrkjuráðunaut- ur hjá Búnaðarfélaginu, valdi allar plönturnar hérna og ráð- lagði okkur í upphafi. Svo þetta er ekki mikil vinna. Við höfum líka hérna ókeypis vinnukonur sem sjá um frjóvgunina,” segir Ólafur og í þessum töluðum orðum flýgur ein stærðarinnar býfluga fram hjá. „Já við fögn- um þessum stóru hlussum, þær gera svo mikið gagn fyrir ekkert kaup,” segir Ólafur hlæjandi. „Já, en þær fá gott atlæti hjá okkur í staðinn,” bætir Svava við. Blómailmur, brú, rennandi lækur, morgunkaffi undir sólhlíf, blómstrandi vetrarjasmína jafn- vel í janúar. Er nema von að Svava segi: „Það er alveg grát- legt að fara út og í vinnu, það er svo gefandi að vera heima.” Fyrsta eplið! Áslaug Guðjónsdóttir tengdadóttir Ólafs og Svövu með fyrsta eplið sem þau fengu. Því var deilt bróðurlega á milli allra í fjölskyldunni. ■ - . ■ . . Sr S WL ' ►. Ólafur býr til Ijúffengan djús á hverjum morgni. í uppskrift fyrir tvo þarf: I epli, I appelsínu,l kiwi, I mandarínu, I peru og I gulrót. Þetta er hreinsað og pressað í ávaxtapressu. Ljúffengur drykkur fullur af vítamín- um. 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.